Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Graflax greindist með listeríu - neytendur beðnir að skila vörunni

Graflax frá Ópal Sjáv­ar­fangi í Hafnar­firði greind­ist með listeríu og eru neyt­end­ur beðn­ir að skila vör­unni.

Graflax greindist með listeríu - neytendur beðnir að skila vörunni
Lotan sem um ræðir Lota númer 01.40.49 af graflaxi frá Ópal Sjávarfangi hefur verið innkölluð vegna greiningu á listeríu. Mynd: MAST

Graflax frá Ópal Sjávarfangi í Hafnarfirði hefur verið innkallaður vegna greiningu á bakteríunni listeríu, sem getur stofnað lífi fólks með skert ónæmiskerfi í hættu og ógnar velferð óléttra kvenna og ungra barna.

Í tilkynningu frá Matvælastofnun rétt í þessu kemur fram að um sé að ræða lotu númer  01.40.49. Neytendur sem keypt hafa vöruna eru beðnir að skila henni til Ópals Sjávarfangs og fá endurgreiðslu. Hægt er að hafa samband í síma 517 66 30 eða með tölvupósti opal@opal.is til að fá frekari upplýsingar.

Aðdragandi þess að listerían greinist er að Matvælastofnun hefur haft Ópal Sjávarfang í sérstöku eftirliti eftir að listería greindist í vörum fyrirtækisins í byrjun árs. Frá því að Matvælastofnun greindi listeríuna í desember hafa átt sér stað úrbótaraðgerðir og listería ekki greinst aftur í innra eftirliti félagsins. 

„Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn og einstaklingar með skert ónæmiskerfi.“

Fram kemur í tilkynningu Matvælastofnunar að listeria monocytogenes geti orsakað sjúkdóm bæði hjá mönnum og dýrum. Einkennin eru mild flensueinkenni, vöðvaverkir, hiti og stundum ógleði og niðurgangur. Alvarlegri einkenni eru heilahimnubólga í ungbörnum, blóðeitrun og getur sjúkdómurinn einnig valdið fósturláti. Í einstaka tilfellum hjá einstaklingum sem eru með skert ónæmiskerfi getur bakterían valdið dauða.

Hins vegar veldur bakterían sjúkdómi í fæstum heilbrigðum einstaklingum. „Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hópsýkingar af völdum listeríu eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár