Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þrír af fjórum hlynntir dánaraðstoð

Könn­un sýn­ir að Ís­lend­ing­ar styðja helst hol­lensku leið­ina þar sem lækn­ir veit­ir ban­vænt lyf beint í æð. And­staða vegna trú­ar­skoð­ana mæl­ist lít­il.

Þrír af fjórum hlynntir dánaraðstoð
Heilbrigðismál Stuðningur við dánaraðstoð eykst að mati Lífsvirðingar, sem lét framkvæma könnunina. Mynd: Kristinn Magnússon

Stuðningur Íslendinga við dánaraðstoð hefur aukist undanfarin ár. Mælist hann nú 77,7 prósent í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Lífsvirðingu, félag um dánaraðstoð. Í könnun sem Siðmennt gerði árið 2015 mældist stuðningurinn 74,5 prósent.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Lífsvirðingu. 77,7 prósent sögðust „mjög hlynnt“ eða „fremur hlynnt“ samkvæmt könnuninni. Einungis 6,8 prósent svarenda völdu möguleikann „mjög andvíg“ eða „fremur andvíg“ við spurningunni. Þá svöruðu 15,4 prósent „í meðallagi“.

Þeir sem sögðust andvígir dánaraðstoð voru spurðir um ástæðu þess. Flestir þeirra töldu að hætta væri á misnotkun. Þá taldi stór hluti að dánaraðstoð væri andstæð siðferðislegum og faglegum skyldum lækna og aðrir að líknandi meðferð, eins og nú er í boði, nægi til að draga úr þjáningu. Loks sagði stór hluti að dánarandstoð væri andstæð þeirra siðferðisgildum, en fáir sögðust andvígir af trúarlegum ástæðum.

Loks voru svarendur spurðir hvaða aðferð Íslendingar ættu að taka upp ef dánaraðstoð yrði leyfð. Almennt er notast við þrjár tegundir aðstoðar. Nær helmingi hugnaðist best sú aðferð sem notuð er í Hollandi, Belgíu, Lúxumborg og Kólumbíu og felur í sér að læknir gefur banvænt lyf beint í æð. Er hún oft nefnd „hollenska leiðin“.

Öðrum hugnaðist best sú aðferð sem notuð er í Sviss þar sem einstaklingurinn innbyrðir sjálfur banvæna blöndu sem læknir hefur skrifað upp á. Minnstan stuðning hlau aðferð sem kennd hefur verið við Oregon ríki í Bandaríkjunum þar sem einstaklingurinn leysir út banvæna lyfjablöndu sem læknir hefur skrifað upp á.

Þá ber að taka fram að spurning Lífsverðingar í ár var önnur en sú sem Siðmennt spurði árið 2015. Var hún þessi: „Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að einstaklingur geti fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt (dánaraðstoð) ef hann er haldinn sjúkdómi eða ástandi sem hann upplifir óbærilegt og metið hefur verið ólæknandi?“

Siðmennt spurði hins vegar: „Ertu hlynntur eða andvígur því að einstaklingur geti fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt ef hann er haldinn ólæknandi sjúkdómi (líknandi dauði)?

„Það er mjög ánægjulegt að sjá afgerandi stuðning Íslendinga við dánaraðstoð og má velta því fyrir sér hvenær Alþingi muni taka tillit til afstöðu kjósenda,“ segir Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar. „Stjórn Lífsvirðingar telur að um sé að ræða stigsbreytingu í spurningunum en ekki eðlismunur en samanburður niðurstöðu mun koma betur í ljós við næstu könnun sem framkvæmd verður. Árið 2015 var ekki búið að stofna Lífsvirðingu og hugtakanotkun því ekki í samræmi við það sem félagið styðst við í dag. Með því að orða spurninguna upp á nýtt er verið að ná fram skoðun Íslendinga á sjúkdómi eða ástandi sem einstaklingur telur óbærilegt og metið hefur verið ólæknandi. Það er í samræmi við áherslur samtaka um dánaraðstoð um allan heim.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
2
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár