Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjórtán hælisleitendur tanngreindir á árinu

Há­skóla­ráð og rektor Há­skóla Ís­lands eiga að taka af­stöðu til þess fyr­ir jól hvort um­deild­ur samn­ing­ur við Út­lend­inga­stofn­un um ald­urs­grein­ing­ar á hæl­is­leit­end­um með tann­grein­ingu verð­ur end­ur­nýj­að­ur. Frá gildis­töku samn­ings­ins í lok mars hafa fjór­tán beiðn­ir frá Út­lend­inga­stofn­un ver­ið af­greidd­ar.

Fjórtán hælisleitendur tanngreindir á árinu
Rektor HÍ Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, óskaði eftir umsögnum frá jafnréttisnefnd og vísindasiðanefnd HÍ áður en tekin var ákvörðun um að gera samning við Útlendingastofnun um tanngreiningar á hælisleitendum. Vísindasiðanefnd taldi málið ekki falla undir hennar verksvið og janfréttisnefnd var afdráttarlaus í andstöðu sinni verð gerð samningsins. Samningurinn tók gildi 25. mars síðastliðinn.

Háskóli Íslands hefur á þessu ári afgreitt fjórtán beiðnir frá Útlendingastofnun um aldursgreiningu á fylgdarlausum hælisleitendum með tanngreiningum. Þetta kemur fram í svari frá Andra Ólafssyni, aðstoðarmanni Jóns Atla Benedikssyni, rektors HÍ, við fyrirspurn Stundarinnar. Þar kemur jafnframt fram að inni í þeirri tölu séu beiðnir sem voru í biðstöðu meðan gengið var frá samningnum, frá síðari hluta ársins 2018 fram að undirritun.  

Tanngreiningarnar hafa verið afar umdeildar bæði innan og utan veggja háskólans. Rauði kross Íslands hefur til að mynda ítrekað gagnrýnt aðferðafræðina að baki þeim. Þann 30. nóvember síðastliðinn sendi Stúdentaráð HÍ formlega áskorun á háskólaráð um að endurnýja ekki samninginn við Útlendingastofnun og ítrekaði þannig afstöðu sína gegn tanngreiningunum. Í áskoruninni segir meðal annars: „Telur Stúdentaráð rétt að ítreka afstöðu sína, sem hefur hlotið stuðning Landssamtaka íslenskra stúdenta, European Student’s Union ásamt fulltrúum starfsfólks og nýdoktora …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
6
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár