Stundin hlaut hvatningarverðlaun ÖBÍ

Verð­laun­in voru veitt í þrett­ánda sinn á al­þjóða­degi fatl­aðs fólks. Stund­in hlaut verð­laun­in fyr­ir vand­aða um­fjöll­un um mál­efni ör­yrkja, sjúk­linga og elli­líf­eyr­is­þega.

Stundin hlaut hvatningarverðlaun ÖBÍ
Hvatningarverðlaun veitt á alþjóðadegi fatlaðs fólks Verðlaunin voru veitt í þrettánda sinn. Mynd: ÖBÍ

Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins voru veitt í þrettánda sinn 3. desember síðastliðinn, á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Stundin hlaut þar hvatningarverðlaunin í flokknum umfjöllun og kynning. Var í röksemd með veitingu verðlaunanna tiltekið að þau væru veitt Stundinni fyrir vandaða umfjöllun um málefni öryrkja, sjúklinga og ellilífeyrisþega. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veitti verðlaunin.

Í ræðu sinni við afhendinguna sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, að einstaklega ánægjulegt væri að á hverju ári hlytu nýir aðilar verðlaunin. Það vekti athygli á að í samfélaginu væri fjöldinn allur af ófötluðu fólki sem skilji og styðji mannréttindabaráttu öryrkja. „Það er gott að finna að við erum ekki ein í baráttunni, því á hverju ári leggur fjöldi einstaklinga, samtaka, fyrirtækja og stofnana baráttu okkar lið og hvetur með því til skilnings og viðhorfsbreytinga í garð fatlaðs fólks.“

Aðrir sem fengu hvatningarverðlaunin að þessu sinni voru Sólveig Ásgrímsdóttir í flokki einstaklinga. Sólveig fékk verðlaunin fyrir bókina …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár