„Við héldum japanska kvikmyndadaga í fyrsta skipti árið 2015 í samstarfi við japanska sendiráðið,“ segir Ása. „Það er ekki til mikið af japönskum kvikmyndum til sýninga á Íslandi né frá þessari heimsálfu yfirhöfuð í boði fyrir kvikmyndahús og við erum að reyna að bæta úr því.“
Bíó Paradís hélt tvo viðburði á þessu ári tengdum Japan. „Fyrst vorum við með Ozu-dagana okkar í haust en hann er mjög virtur japanskur kvikmyndaleikstjóri sem gerði myndir á milli ca 1930 til 1960. Svo héldum við upp á ástina með því að sýna fjórar japanskar myndir sem fjölluðu um efnið,“ útskýrir Ása, sem segir jafnframt að fyrsta japanska kvikmyndahátíðin hafi verið haldin árið 2015 í Bíó Paradís. Ekki hafi náðst að halda hátíðina árin á eftir en nú ætla þau að bæta um betur og halda hana árlega.
Leigðu þér fjölskyldumeðlim í boði Werner Herzog
Japanskir kvikmyndadagar hefjast föstudaginn 5. nóvember og opnunarmyndin …
Athugasemdir