Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Póli­tísk­ar ráðn­ing­ar, hót­an­ir og mútu­greiðsl­ur koma fyr­ir í þeim nafn­lausu frá­sögn­um sem Björn Leví Gunn­ars­son fékk send­ar þeg­ar hann ósk­aði eft­ir sög­um af spill­ingu. Stund­in birt­ir sög­urn­ar.

Spillingarsögur Björns Levís birtar
Búsáhaldabyltingin Í mótmælunum í kjölfar efnahagshrun var gerð krafa um að spilling taki enda. Mynd: OddurBen

Ræða þarf spillingu opinskátt svo fólk geti áttað sig á hvort það sjálft hafi lent í spillingu eða geti komið í veg fyrir hana í framtíðinni. Þetta er mat Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem tekið hefur á móti nafnlausum frásögnum af spillingu á netinu. Rætt var um málið á fundi hjá flokknum í Iðnó í dag og sumar af sögunum lesnar upp.

„Það er oft sagt að hérna á Íslandi sé engin spilling,“ sagði Björn Leví í ræðu sinni á fundinum. „Að minnsta kosti ekki spilling eins og í öðrum löndum. Ýmis mál á undanförnum árum hafa hins vegar sýnt okkur hversu rangt það er. Bankahrunið var afurð spillingar, þar sem innherjaviðskipti, sýndarviðskipti og kerfislæg blekking var notuð. Í kjölfar hrunsins kom í ljós þétt net aflandsfélaga sem teygði anga sína inn í ríkisstjórn og reif hana í sundur. Forsætisráðherra sem fékk umboð til þess að berjast við vondu kröfuhafana var opinberaður sem kröfuhafi og fjármálaráðherra sem sagði ósatt um aflandsfélagaviðskipti sín faldi skýrslu um skattaskjólseignir Íslendinga fram yfir alþingiskosningar 2016. Landsréttarmálið og afskipti dómsmálaráðherra af skipun dómara. Klaustursmálið og uppljóstrun um pólitísk hrossakaup með sendiherrastöður og nú síðast grái listi FATF um peningaþvætti og Samherjamálið með arðrán á auðlindum Afríkuríkis í gegnum mútur.“

Björn Leví GunnarssonÞingmaðurinn óskaði eftir nafnlausum sögum um spillingu.

Björn Leví sagði að það þyrfti einbeittan vilja til þess að sjá ekki spillinguna sem ríki á Íslandi. Þrátt fyrir það gerðist ekki neitt. „Ég held að ástæðan sé að við þekkjum ekki daglega spillingu nægilega vel. Lausnin við því, datt mér í hug, var að fræðast og fræða fólk um það hvernig dagleg spilling á Íslandi virkar. Ef fólk segir, það er engin spilling á Íslandi þá spyr ég fólk, þekkir þú einhver dæmi um spillingu? Ef svo, sendu mér endilega spillingarsöguna þína. Hugmyndin var af svipuðu meiði og MeToo, að sýna dæmi um spillingu og sýna hversu víðtæk hún í raun og veru er. Með því að safna saman og deila dæmum um spillingu þá getur verið að það verði til þess að fólk átti sig á því hvort það hafi lent í spillingu eða geti jafnvel komið í veg fyrir spillingu í framtíðinni.“

„Hugmyndin var af svipuðu meiði og MeToo, að sýna dæmi um spillingu og sýna hversu víðtæk hún í raun og veru er“

Markmiðið með átakinu var að safna saman nafnlausum sögum, að sögn Björns Levís, en ekki að bregðast við einstökum sögum með neinum hætti. „Við getum ekki látið viðeigandi yfirvöld vita um möguleg lögbrot og í þeim tilvikum sem um mögulegt lögbrot gæti verið að ræða þá hverjum við fólk einfaldlega til þess að reyna að koma því til viðeigandi yfirvalda,“ sagði hann. „Einnig þarf að taka fram að spilling er ekki alltaf lögbrot. Kunnuglega stefið þar er „löglegt en siðlaust“, tæknilegir lagaútúrsnúningar og himinhá laun vegna ábyrgðar sem er svo aldrei öxluð.“

Á fundinum hélt einnig erindi Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sem ræddi spillingu í alþjóðlegu samhengi. Einnig tóku til máls Hallgrímur Helgason rithöfundur og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sem bæði komu sérstaklega inn á Samherjaskjölin í sinni umfjöllun.

Stundin birtir hér nokkrar af þeim sögum sem bárust Birni Leví nafnlaust. Sögurnar hafa ekki verið sannreyndar. 

1„Áhöfn á skipi stundaði brottkast og vissi af því að heimavigtunarleyfi var notað til að svindla á ísprósentu. Áhöfninni var hótað um að skipið yrði selt og að allir myndu missa vinnuna ef eitthvað yrði gert vegna þessa, þrátt fyrir að þetta hefði þau áhrif að sjómenn væru hlunnfarnir um laun.“

2„Ég setti út á að opinber starfsmaður hafði skrifað vín sem gos á reikning fyrir mat í ferðalagi. Stjórnmálamenn úr ákveðnum flokki í bæjarstjórn töldu mig vera til vandræða og komu því í veg fyrir að ég færi erlendis í ferð á vegum bæjarfélagsins.“

3„Fyrir um það bil 20 árum síðan sagði mér maður í tilteknum stjórnmálaflokki frá lista sem hann fékk yfir fasteignir sem væru á leið í nauðungarsölu og hefði tiltekinn hópur manna „forkaupsrétt“ á þeim eignum langt undir markaðsvirði áður en þær færu í uppboðsferli. Þegar ég sá listann sagði hann: „Þú mátt ekki segja nokkrum einasta manni frá þessu“. Eftir hrun voru eignirnar seldar aftur út úr íbúðalánasjóði í hendurnar á einhverjum flokksgæðingum.“

4 „Vann um tíma hjá opinberri stofnun þar sem forstjórinn réð menn tengda tilteknum stjórnmálaflokki í góðar stöður. Ráðgjafar voru fengnir til málamynda til að fegra ráðningarnar en allir vissu hverjir yrðu ráðnir. Þessi stofnun keypti ráðgjafa sem voru nær undantekningalaust tengdir sama stjórnmálaflokki, miklu var eytt í ráðgjafana en lítið kom út úr því. Menn sem kvörtuðu áttu erfitt uppdráttar í starfi og það var grafið undan þeim og þeir nutu ekki  trausts. Forstjórinn safnaði hliðhollu fólki í kringum sig og aðrir áttu lítinn sjens. Menn voru reknir eða þeim bolað úr starfi á sorglegan hátt. Duglega og klára fólkið náðu ekki árangri og fengu síður stöðu- og launahækkanir heldur frekar þeir sem voru til í að horfa fram hjá spillingunni og taka þátt.“

5 „Ég varð vitni af þjófnaði af lager fyrirtækisins og tilkynnti það til yfirmanna. Einn þjófanna var rekinn en hinn var of vel tengdur við flokk og íþróttaliðið á svæðinu. Ég var síðar hrakinn úr starfi.“

6 „Ég hef verið tekin á teppið hjá yfirmanni fyrirtækis sem ég vann hjá vegna skrifa minna á Facebook og í bloggi og ég hef tvisvar fengið aðvörun í tölvupósti um að það sé fylgst með mér af ákveðnu fólki með völd.“

7„Fyrir allmörgum árum skipaði forstjóri stærsta vinnuveitandans í sveitarfélaginu öllu erlendu vinnuafli að kjósa tiltekinn stjórnmálaflokk í sveitastjórnarkosningum að öðrum kosta myndi það missa vinnuna. Þessi hópur var þá stór hluti íbúa þorpsins.“

8 „Einu sinni var mér boðin launahækkun fyrir að skrá mig í lífsskoðunarfélag yfirmannsins til þess að hann gæti hirt sóknargjöldin. Seinna frétti ég að einhverjir samstarfsmenn mínir höfðu þáð sambærilegt boð.“

9 „Erlendur verkamaður hjá útgerðarfélagi í litlu bæjarfélagi ætlaði að bjóða sig fram á lista nýlegs stjórnmálaflokks í bæjarstjórnakosningunum. En var hótað að ef hann byði sig fram þá yrði honum sagt upp. Hann hætti við að bjóða sig fram.“

10 „Sjálfstæður atvinnurekandi hrökklaðist úr bransanum vegna þess að hann fékk fá verkefni. Nokkrum árum síðar, í veislu á vegum stjórnmálaflokks fékk hann að heyra að hann hefði nú fengið fleiri verkefni ef það hefði verið vitað að hann væri í réttum flokki.“

11 „Ég tilkynnti grun um spillingu innan opinbera kerfisins. Eftir það var ég lækkaður í starfshlutfalli.“

12 „Ég seldi einu sinni notaðan bíl, fljótt og vel. Þegar seljandi bílsins mætti í uppgjör og ég rétti honum reikning þá sagði hann að það þyrfti engan reikning. Ég sagði auðvitað að ég gæfi alltaf út reikninga, undantekningalaust. Reikningurinn var síðan dreginn frá söluverði eins og venjulega en viðskiptavinur yfirgaf mjög ósáttur því ég var ekki til í nótulaus viðskipti.“

13 „Í ungliðastarfi mínu barðist ég fyrir breytingum í sjávarútvegskerfinu. Fljótlega var ég kallaður á fund hjá stóru fyrirtæki á þeim vettvangi þar sem mér var sagt að ef ég hætti ekki þá þyrfti ég að finna mér aðra vinnu.“

14 „Ég var deildarstjóri í opinberu fyrirtæki. Mér var ítrekað boðið í utanlandsferðir og að prófa ýmsar vörur mögulegra viðskiptaaðila. Þegar ég neitaði þá fékk yfirmaður minn sömu tilboð. Markmiðið var að stjórna því við hvaða aðila við versluðum. Hef heyrt svipaðar sögur frá öðrum með ákvörðunarvald í vörukaupum.“

15 „Á vinnustað með blönduðum hóp íslenskra og erlendra starfsmanna er bara í boði matur í verkefnum ef það er Íslendingur í hópnum.“

16 „Starfsfólki á stórum vinnustað sem ég vann á var smalað saman og sagt að það fengi eina klukkustund aukalega borgaða fyrir að kjósa ákveðinn einstakling fram yfir annan einstakling í stærsta flokki landsins. Sá kjörni er á þingi í dag. Forstjóri fyrirtækisins og sá kjörni hafa lengi verið góðir vinir.“

17 „Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um spillingu, meðal annars í þáttum eins og Kompási og Kveik þá er lítið brugðist við. Að bregðast ekki við ábendingum um spillingu er spilling.“

18 „Ég kærði aðila sem var mér hættulegur en sagði engum frá því. Fékk fljótlega símtal um kæruna frá aðila sem hefði ekki átt að vita af kærunni. Sá sagðist hafa frétt af kærunni í gegnum fjölskyldutengsl inn í lögregluna. Ég skrifaði formlega kvörtun en var beðinn um að draga kvörtunina til baka því annars ætti ég hættu á kæru vegna meiðyrðis. Kæran fór hvergi í ferli og ekkert var gert.“

19 „Fjöldi opinberra starfsmanna fóru á dýra ráðstefnu erlendis þrátt fyrir að tilefni til þátttöku væri ekki augljóst. Eftir á var talað um ferðina eins og um frí hefði verið að ræða.“

20 „Ég varð fyrir kynbundnu ofbeldi og var frásögn mín studd af vitni. Þegar ég átti að skrifa undir skýrslu með vitnisburði þá sá ég að einungis var brot af frásögninni skráð í skýrsluna. Mér var tjáð að það væri vegna þess að gerandinn væri hátt settur í þjóðfélaginu og kæran myndi aldrei komast neitt hvort sem er.“

21 „Fimm sóttu um stöðu vegna æskulýðsmála. Fjórir voru með tengda menntun en ekki sá sem var ráðinn. Pólitísk tengsl réðu niðurstöðunni.“

22 „Ég borgaði fulltrúa eftirlitsstofnunar 50 þúsund kr. á ári til þess að fá að reka fyrirtækið mitt í friði.“

23 „Vinna hjá stórútgerð og kvartað yfir endalausum fækkunum á mannskap um borð, og að þurfa að vinna 18-20 tíma á sólahring, svarið var ef þér líkar þetta ekki getur þú bara unnið einhver staðar annars staðar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár