Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

„Menn skil­greina sig aldrei sem of­beld­is­menn,“ seg­ir doktorsnem­inn Drífa Jón­as­dótt­ir, sem vinn­ur að nýrri rann­sókn á heim­il­isof­beldi á Ís­landi. Þrátt fyr­ir það hafa á tíu ár­um minnst 1.500 karl­ar beitt heim­il­isof­beldi sem leitt hef­ur til þess að að­stand­end­ur þeirra leiti að­hlynn­ing­ar á bráða­mót­töku.

Rannsakar íslenska ofbeldismenn
Heimilisofbeldi Drífa Jónasdóttir doktorsnemi vinnur að rannsókn um heimilisofbeldi á Íslandi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þegar Drífa Jónasdóttir doktorsnemi lagði af stað með það í huga að rannsaka allt heimilisofbeldi á Íslandi, áttaði hún sig fljótt á því að það væri of umfangsmikið. Til þess að hafa rannsóknina hnitmiðaða ákvað hún að þrengja hringinn niður í karla sem beita konur ofbeldi. Þó með það í huga að ekki sé gert lítið úr öðrum birtingarmyndum ofbeldis.

„Þetta er bara það umfangsmikið að einhvers staðar varð ég að byrja,“ segir hún. 

„Þetta er bara fyrsti hluti rannsóknarinnar, þar sem ég er að skoða birtingarmynd heimilisofbeldis í sjúkraskýrslum Landspítalans sem og að kostnaðarmeta það. Samkvæmt gögnum Landspítalans frá árunum 2005 til 2014 má áætla að annan hvern dag komi kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi,“ segir hún. Rannsókninni er skipt í þrjá hluta. Í öðrum hluta er hún í samvinnu við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu þar sem markmiðið er að skoða samspil og birtingarmynd milli Landspítalans, lögreglunnar og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár