Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

„Menn skil­greina sig aldrei sem of­beld­is­menn,“ seg­ir doktorsnem­inn Drífa Jón­as­dótt­ir, sem vinn­ur að nýrri rann­sókn á heim­il­isof­beldi á Ís­landi. Þrátt fyr­ir það hafa á tíu ár­um minnst 1.500 karl­ar beitt heim­il­isof­beldi sem leitt hef­ur til þess að að­stand­end­ur þeirra leiti að­hlynn­ing­ar á bráða­mót­töku.

Rannsakar íslenska ofbeldismenn
Heimilisofbeldi Drífa Jónasdóttir doktorsnemi vinnur að rannsókn um heimilisofbeldi á Íslandi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þegar Drífa Jónasdóttir doktorsnemi lagði af stað með það í huga að rannsaka allt heimilisofbeldi á Íslandi, áttaði hún sig fljótt á því að það væri of umfangsmikið. Til þess að hafa rannsóknina hnitmiðaða ákvað hún að þrengja hringinn niður í karla sem beita konur ofbeldi. Þó með það í huga að ekki sé gert lítið úr öðrum birtingarmyndum ofbeldis.

„Þetta er bara það umfangsmikið að einhvers staðar varð ég að byrja,“ segir hún. 

„Þetta er bara fyrsti hluti rannsóknarinnar, þar sem ég er að skoða birtingarmynd heimilisofbeldis í sjúkraskýrslum Landspítalans sem og að kostnaðarmeta það. Samkvæmt gögnum Landspítalans frá árunum 2005 til 2014 má áætla að annan hvern dag komi kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi,“ segir hún. Rannsókninni er skipt í þrjá hluta. Í öðrum hluta er hún í samvinnu við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu þar sem markmiðið er að skoða samspil og birtingarmynd milli Landspítalans, lögreglunnar og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár