Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Óttast um líf sitt eftir hótanir á Seyðisfirði: „Þetta er mafíu starfsemi“

Phil­ippe Clause seg­ir að reynt hafi ver­ið að keyra á sig vegna deilna um fyr­ir­tæki sitt á Seyð­is­firði. Hann hef­ur rek­ið skemmti­stað­inn Sirk­us og seg­ir ófræg­ing­ar­her­ferð gegn sér í bæn­um.

Óttast um líf sitt eftir hótanir á Seyðisfirði: „Þetta er mafíu starfsemi“
Philippe Clause Franski listamaðurinn segir ófræginarherferð í gangi gegn sér á Seyðisfirði.

„Í fyrsta skipti á ævinni óttast ég um líf mitt og ástvina minna,“ segir Philippe Clause, listamaður og rekstaraðili á Seyðisfirði. Hann segist einangraður í samfélaginu og mæta hótunum um líkamlegt ofbeldi vegna deilna um fyrirtæki hans.

Philippe er franskur og hefur rekið listarýmið Gömlu bókabúðina á Seyðisfirði og fatamerkið Esualc. Fyrirtæki hans er í 50 prósenta eigu Sigríðar Guðlaugsdóttur, sem þekkt er sem Sigga á Boston og hefur verið í skemmtistaðarekstri. Hún opnaði í sumar staðinn Sirkus á Seyðisfirði í samstarfi við Philippe, en Sirkus var lengi rekinn við Klapparstíg í miðborg Reykjavíkur.

Í myndband sem hann birti á Facebook segist hann hafa rekið manneskjuna sem sér um fjármál fyrirtækisins. Philippe vildi ekki tjá sig um einstaka aðila eða málsatvik þegar Stundin hafði samband og vísaði í myndbandið. Lögreglan á Austurlandi gat ekki staðfest málavexti. „Ég hef mætt áreiti á nánast hverjum degi og í gær var mér hótað, sagt að óttast um líf mitt á íslensku,“ segir Philippe í myndbandinu. „Mér var sagt: „Ég skal drepa þig. Ég ætla að drepa þig.“ Þetta eru óhugnanlegir hlutir og ég sætti mig ekki við þá. Áður en þetta gerðist reyndi sama manneskja að keyra mig niður á bílnum sínum. Viðkomandi sendi ættingja til að ógna mér og reyna að berja mig.“

„Þetta eru óhugnanlegir hlutir og ég sætti mig ekki við þá“
Sirkus ReykjavíkPhilippe hefur verið í samstarfi um rekstur skemmtistaðarins Sirkus á Seyðisfirði með Sigríði Guðlaugsdóttur.

Hann segir einnig að umrædd manneskja hafi fengið ættingja til að brjótast inn í íbúðina sína. „Ég hef verið móðgaður og það er ófrægingarherferð í gangi gegn mér með viðbjóðslegum lygum um einkalíf mitt, heilsu, kynhneigð og lífstíl,“ segir hann. „Afleiðingar þess eru að allt þorpið, samfélagið hérna, sem ég hef gefið tíma minn, ást og vinnu undanfarin ár, hefur snúist gegn mér. Nema nokkrir sem styðja mig því þeir hafa séð ofbeldið.“

Philippe segir lögreglu og bæjaryfirvöld ekki vilja hjálpa sér. „Þetta er ákall á hjálp,“ segir hann í myndbandinu. „Ég hef allan lagalegan rétt til að gera það sem þarf með fyrirtækið mitt. En ég er örvæntingafullur að kalla eftir stuðningi af því að ég er útlendingur í landinu og fallegt, virt fólk í þessu fallega samfélagi hefur sagt mér að það muni gera hvað sem er til að tortíma fyrirtækinu mínu. Að ég sé ekki velkominn lengur í samfélaginu, ég sé einangraður og þau muni gera allt í þeirra valdi til að losna við mig og ég eigi engin réttindi. Jafnvel þó þau hafi samþykkt mig sem samkynhneigðan þá hafi ég ekkert að gera hér lengur og ég eigi ekki að ráða lögfræðing til að verja mig því við séum ein stór fjölskylda. Þetta er mafíu starfsemi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár