Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Líklegt að uppljóstrarar stígi ekki fram af ótta við ákæru

Heim­ila mætti að veita upp­ljóstr­ur­um frið­helgi frá sak­sókn, að mati fram­kvæmda­stjóra Laga­stofn­un­ar. Slíkt gæti auk­ið lík­ur á upp­ljóstr­un­um um flók­in og skipu­lögð af­brot á borð við pen­inga­þvætti.

Líklegt að uppljóstrarar stígi ekki fram af ótta við ákæru
Friðrik Árni Friðriksson Hirst Höfundur greinarinnar er doktorsnemi við lagadeild HÍ og framkvæmdastjóri Lagastofnunar.

Líklegt er að mögulegir uppljóstrarar um glæpi á borð við peningaþvætti veigri sér við að stíga fram af ótta við rannsókn og ákæru undir núgildandi lögum, jafnvel þó þeirra þáttur í glæpnum sé léttvægur. Þetta skrifar Friðrik Árni Friðriksson Hirst, framkvæmdastjóri Lagastofnunar, í grein í Morgunblaðinu í dag.

„Upplýsingar frá þeim sem sjálfir eru flæktir í brot geta þó skipt sköpum fyrir rannsókn flókinna og umfangsmikilla brota,“ skrifar Friðrik. „Því er rökrétt að lagareglum á þessu sviði sé þannig háttað að þær ýti undir að hlutaðeigandi veiti lögregluyfirvöldum liðsinni sitt við að upplýsa slík brot, að viðeigandi lagaskilyrðum uppfylltum.“

Í greininni fjallar Friðrik um frumvarp til laga um vernd uppljóstrara sem liggur fyrir Alþingi. Samkvæmt frumvarpinu verður starfsmanni heimilt að miðla upplýsingum um lögbrot eða ámælisverða háttsemi án þess að það verði virt sem brot á þagnar- og trúnaðarskyldu starfsmannsins. Slík miðlun geti því ekki varðað viðkomandi refsi- og skaðabótaábyrgð eða því að starfsmaðurinn sæti óréttlátri meðferð. Gildir þetta bæði um starfsmenn hjá hinu opinbera og einkamarkaði.

Í frumvarpinu er fjallað um svokallaða „innri uppljóstrun“, þar sem upplýsingunum er miðlað til yfirmanna á vinnustað eða eftir atvikum til lögreglu eða opinberra eftirlitsaðila. Svokölluð „ytri uppljóstrun“, sem varðar að koma upplýsingum til fjölmiðla eða með öðrum hætti til almennings, er hins vegar ekki heimil nema í undantekningartilvikum þar sem að hagsmunir vinnuveitanda eða annarra verða að víkja fyrir hagsmunum af því að upplýsingum sé miðlað til utanaðkomandi aðila, svo sem til að vernda öryggi ríkisins, hagsmuni þess á sviði varnarmála, efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins, heilsu manna eða umhverfið. Ekki er tekin afstaða til þess í frumvarpinu hvort uppljóstra megi um upplýsingar sem koma til fyrir gildistöku laganna.

Friðrik bendir hins vegar á að frumvarpið feli ekki í sér heimild fyrir lögreglu og ákærendur til þess að veita uppljóstrara friðhelgi frá saksókn ef hann hefur sjálfur gerst sekur um refsivert brot. Tilefni sé til að ræða slíka lagasetningu, að mati hans.

„Slík umræða er enn fremur tímabær í ljósi þess að þeir einstaklingar sem á annað borð búa yfir vitneskju um flókin og skipulögð afbrot í atvinnurekstri, svo sem peningaþvætti, geta oft á tíðum sjálfir átt aðild að viðkomandi brotum, hvort heldur sem aðal- eða hlutdeildarmenn,“ skrifar Friðrik. „Við þær aðstæður er líklegt að viðkomandi starfsmaður veigri sér við því að veita yfirvöldum upplýsingar um brot ef hann getur sjálfur átt von á því að sæta rannsókn og ákæru og það jafnvel þegar þáttur hans er e.t.v. mun léttvægari en annarra.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár