Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Líklegt að uppljóstrarar stígi ekki fram af ótta við ákæru

Heim­ila mætti að veita upp­ljóstr­ur­um frið­helgi frá sak­sókn, að mati fram­kvæmda­stjóra Laga­stofn­un­ar. Slíkt gæti auk­ið lík­ur á upp­ljóstr­un­um um flók­in og skipu­lögð af­brot á borð við pen­inga­þvætti.

Líklegt að uppljóstrarar stígi ekki fram af ótta við ákæru
Friðrik Árni Friðriksson Hirst Höfundur greinarinnar er doktorsnemi við lagadeild HÍ og framkvæmdastjóri Lagastofnunar.

Líklegt er að mögulegir uppljóstrarar um glæpi á borð við peningaþvætti veigri sér við að stíga fram af ótta við rannsókn og ákæru undir núgildandi lögum, jafnvel þó þeirra þáttur í glæpnum sé léttvægur. Þetta skrifar Friðrik Árni Friðriksson Hirst, framkvæmdastjóri Lagastofnunar, í grein í Morgunblaðinu í dag.

„Upplýsingar frá þeim sem sjálfir eru flæktir í brot geta þó skipt sköpum fyrir rannsókn flókinna og umfangsmikilla brota,“ skrifar Friðrik. „Því er rökrétt að lagareglum á þessu sviði sé þannig háttað að þær ýti undir að hlutaðeigandi veiti lögregluyfirvöldum liðsinni sitt við að upplýsa slík brot, að viðeigandi lagaskilyrðum uppfylltum.“

Í greininni fjallar Friðrik um frumvarp til laga um vernd uppljóstrara sem liggur fyrir Alþingi. Samkvæmt frumvarpinu verður starfsmanni heimilt að miðla upplýsingum um lögbrot eða ámælisverða háttsemi án þess að það verði virt sem brot á þagnar- og trúnaðarskyldu starfsmannsins. Slík miðlun geti því ekki varðað viðkomandi refsi- og skaðabótaábyrgð eða því að starfsmaðurinn sæti óréttlátri meðferð. Gildir þetta bæði um starfsmenn hjá hinu opinbera og einkamarkaði.

Í frumvarpinu er fjallað um svokallaða „innri uppljóstrun“, þar sem upplýsingunum er miðlað til yfirmanna á vinnustað eða eftir atvikum til lögreglu eða opinberra eftirlitsaðila. Svokölluð „ytri uppljóstrun“, sem varðar að koma upplýsingum til fjölmiðla eða með öðrum hætti til almennings, er hins vegar ekki heimil nema í undantekningartilvikum þar sem að hagsmunir vinnuveitanda eða annarra verða að víkja fyrir hagsmunum af því að upplýsingum sé miðlað til utanaðkomandi aðila, svo sem til að vernda öryggi ríkisins, hagsmuni þess á sviði varnarmála, efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins, heilsu manna eða umhverfið. Ekki er tekin afstaða til þess í frumvarpinu hvort uppljóstra megi um upplýsingar sem koma til fyrir gildistöku laganna.

Friðrik bendir hins vegar á að frumvarpið feli ekki í sér heimild fyrir lögreglu og ákærendur til þess að veita uppljóstrara friðhelgi frá saksókn ef hann hefur sjálfur gerst sekur um refsivert brot. Tilefni sé til að ræða slíka lagasetningu, að mati hans.

„Slík umræða er enn fremur tímabær í ljósi þess að þeir einstaklingar sem á annað borð búa yfir vitneskju um flókin og skipulögð afbrot í atvinnurekstri, svo sem peningaþvætti, geta oft á tíðum sjálfir átt aðild að viðkomandi brotum, hvort heldur sem aðal- eða hlutdeildarmenn,“ skrifar Friðrik. „Við þær aðstæður er líklegt að viðkomandi starfsmaður veigri sér við því að veita yfirvöldum upplýsingar um brot ef hann getur sjálfur átt von á því að sæta rannsókn og ákæru og það jafnvel þegar þáttur hans er e.t.v. mun léttvægari en annarra.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár