Kolbrún Freyja Þórarinsdóttir, matgæðingur með meiru, tekur á móti blaðamanni og ljósmyndara á notalegu heimili sínu á Hvanneyri þar sem hún býr ásamt eiginmanni og fjórum börnum. Þau hafa smám saman gert húsið að sínu en eldhúsið er yfirráðasvæði Kolbrúnar Freyju sem nýtur þess að eiga þar stundir með sjálfri sér og prófa sig áfram með ýmsar tilraunir. Meðal tilraunanna hefur falið í sér að þróa uppskrift að sykurlausum sörum. Það verður að segjast að blaðamaður, sem er mikill sælgætisgrís, er þess ekki fullviss að þær geti jafnast á við hinar upprunalegu en þegar Kolbrún Freyja reiðir fram smakk af sörunum kemur bragðið ánægjulega á óvart.
„Það virkar að gera sörur sykurlausar en það var dálítið erfitt að finna réttu hlutföllin til að gervisætan verði ekki of yfirþyrmandi en mér finnst sjálfri ekki gott að finna …
Athugasemdir