Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vonast til að þessi breyting á ríkisstjórninni lægi óánægjuraddirnar

Bjarni Bene­dikts­son vill halda rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu áfram. Seg­ir Sig­mund Dav­íð hafa gef­ið sér tvo kosti; stuðn­ing eða þingrof.

Vonast til að þessi breyting á ríkisstjórninni lægi óánægjuraddirnar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vill halda ríkisstjórnarsamstarfi við Framsóknar áfram. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á Bessastöðum í dag. Hann muni ræða áframhaldandi samstarf við Sigurð Inga Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, á næstu dögum. Meðal þess sem þeir muni ræða er hvenær á endanum verði kosið, það er hvort kjörtímabilið verði látið renna sitt skeið eða ekki. Hann segist ekki gera neina kröfu um að verða forsætisráðherra. 

Segir Sigmundur hafa boðið afarkosti

Bjarni sagði forseta Íslands hafa gert rétt í því að hafna beiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um þingrof enda hafi málið verið algjörlega órætt milli ríkisstjórnarflokkanna. Hann hafi hins vegar tilkynnt Sigmundi að það yrði ekki unað við óbreytt ástand. Aðspurður hvort útspil Sigmundar Davíðs í morgun hafi komið honum á óvart sagði Bjarni: „Sigmundur Davíð var skýr á því við mig að hann teldi bara tvo kosti í stöðunni. Annað hvort óskoraðan stuðning við ríkisstjórnina undir hans forystu eða þingrof. Ég tjáði honum þá skoðun mína að ég teldi fleiri kosti í boði og það má segja að einn af þeim kostum sé mögulega í fæðingu núna.“

Hann sagðist hins vegar ekki hræðast kosningar. 

Bjarni segir að samtalið við Framsóknarflokkinn gæti tekið nokkra daga, en að það ætti ekki að taka langan tíma að leiða fram niðurstöðu. 

Vonast til að komast til móts við óánægju

Aðspurður hvort hann telji að þetta sé nóg til að lægja óánægjuraddirnar segir Bjarni: „Ég vonast til að þessi breyting á ríkisstjórninni komi til móts við þá óánægju sem hefur orðið.“

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem mælist með langmestan stuðning hjá almenningi í skoðanakönnunum, segir hins vegar að enginn á mótmælunum hafi farið fram á að Sigurður Ingi Jóhannsson yrði forsætisráðherra, eins og nú virðist standa til.  

Sigurður Ingi hefur verið gagnrýndur fyrir margar umdeildar ákvarðanir á ferli sínum sem umhverfisráðherra og síðar sjávarútvegsráðherra. Hann studdi Sigmund Davíð eindregið og gagnrýndi þá harðlega sem leyfðu sér að setja út á leynda hagsmuni Sigmundar í gegnum eiginkonu hans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Aðalsteinn Kjartansson
2
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Ísland vaknar
5
GreiningÓgnir Íslands

Ís­land vakn­ar

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir breyttu lands­lagi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í vik­unni til­lögu að mót­un varn­ar­stefnu sem mið­ar að því að greina ógn­ir og varn­ar­bún­að. Gagn­rýn­end­ur telja stjórn­völd hafa van­rækt varn­ar­mál­in og ekki lag­að stefn­una að breytt­um veru­leika. Pró­fess­or sagði fyr­ir þrem­ur ár­um: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætl­um við að sofa á verð­in­um?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
5
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Aðalsteinn Kjartansson
6
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár