Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vonast til að þessi breyting á ríkisstjórninni lægi óánægjuraddirnar

Bjarni Bene­dikts­son vill halda rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu áfram. Seg­ir Sig­mund Dav­íð hafa gef­ið sér tvo kosti; stuðn­ing eða þingrof.

Vonast til að þessi breyting á ríkisstjórninni lægi óánægjuraddirnar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vill halda ríkisstjórnarsamstarfi við Framsóknar áfram. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á Bessastöðum í dag. Hann muni ræða áframhaldandi samstarf við Sigurð Inga Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, á næstu dögum. Meðal þess sem þeir muni ræða er hvenær á endanum verði kosið, það er hvort kjörtímabilið verði látið renna sitt skeið eða ekki. Hann segist ekki gera neina kröfu um að verða forsætisráðherra. 

Segir Sigmundur hafa boðið afarkosti

Bjarni sagði forseta Íslands hafa gert rétt í því að hafna beiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um þingrof enda hafi málið verið algjörlega órætt milli ríkisstjórnarflokkanna. Hann hafi hins vegar tilkynnt Sigmundi að það yrði ekki unað við óbreytt ástand. Aðspurður hvort útspil Sigmundar Davíðs í morgun hafi komið honum á óvart sagði Bjarni: „Sigmundur Davíð var skýr á því við mig að hann teldi bara tvo kosti í stöðunni. Annað hvort óskoraðan stuðning við ríkisstjórnina undir hans forystu eða þingrof. Ég tjáði honum þá skoðun mína að ég teldi fleiri kosti í boði og það má segja að einn af þeim kostum sé mögulega í fæðingu núna.“

Hann sagðist hins vegar ekki hræðast kosningar. 

Bjarni segir að samtalið við Framsóknarflokkinn gæti tekið nokkra daga, en að það ætti ekki að taka langan tíma að leiða fram niðurstöðu. 

Vonast til að komast til móts við óánægju

Aðspurður hvort hann telji að þetta sé nóg til að lægja óánægjuraddirnar segir Bjarni: „Ég vonast til að þessi breyting á ríkisstjórninni komi til móts við þá óánægju sem hefur orðið.“

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem mælist með langmestan stuðning hjá almenningi í skoðanakönnunum, segir hins vegar að enginn á mótmælunum hafi farið fram á að Sigurður Ingi Jóhannsson yrði forsætisráðherra, eins og nú virðist standa til.  

Sigurður Ingi hefur verið gagnrýndur fyrir margar umdeildar ákvarðanir á ferli sínum sem umhverfisráðherra og síðar sjávarútvegsráðherra. Hann studdi Sigmund Davíð eindregið og gagnrýndi þá harðlega sem leyfðu sér að setja út á leynda hagsmuni Sigmundar í gegnum eiginkonu hans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár