Þverpólitísk þingmannanefnd um útlendingamál undir forystu Óttars Proppé þingmanns Bjartrar framtíðar vill að íslenska ríkið hverfi frá þeim sið að refsa hælisleitendum fyrir að koma til Íslands á fölsuðum eða stolnum skilríkjum.
Þetta er á meðal þess sem lagt er til í drögum að lagafrumvarpi til nýrra útlendingalaga sem kynnt voru í dag. Sams konar ákvæði var að finna í frumvarpi Ögmundar Jónassonar til nýrra útlendingalaga sem hann lagði fram á Alþingi í janúar árið 2013.
Athugasemdir