Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar hefur borist á fimmta tug bréfa þar sem farið er fram á að Jónína Ágústsdóttir, skólastjóri í Breiðholtsskóla, verði látin víkja sem skólastjóri „í ljósi umfjöllunar um mál Breiðholtsskóla, kvartana foreldra um stjórnun skólans sem og ítrekuð brot skólastjóra í starfi,“ eins og segir í bréfunum, en flest þeirra munu einnig hafa verið send á menntamálaráðuneytið. Í svörum skóla- og frístundasviðs var foreldrum boðið upp á samtal til að koma umkvörtunum sínum á framfæri. Aðeins ein beiðni hefur borist um slíkt samtal og hefur það farið fram, segir í svörum skóla- og frístundasviðs.
Stundin greindi frá því í síðasta tölublaði að drengir í þriðja bekk hefðu brotið kynferðislega á dreng í fyrsta bekk í Breiðholtsskóla í vetur og að foreldrar þolandans væru mjög óánægðir með viðbrögð stjórnenda skólans í málinu. Að minnsta kosti eitt barn til viðbótar hefur verið tekið úr skólanum í vetur vegna óánægju …
Athugasemdir