Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Viðskiptafélagi Eyþórs fékk milljónir frá Árborg

Ey­þór Arn­alds rak virkj­un­ar­fé­lag með helsta ráð­gjafa Ár­borg­ar við könn­un á Sel­foss­virkj­un. Kostn­að­ur við skoð­un virkj­un­ar­kost­ars­ins var rúm­lega 13 millj­ón­ir króna. Bæj­ar­full­trúi seg­ist ekki hafa vit­að um tengsl Ey­þórs við ráð­gjaf­ann.

Viðskiptafélagi Eyþórs fékk milljónir frá Árborg
Oddviti sjálfur með virkjunarfélag Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Árborg og formaður bæjarráðs á síðasta kjörtímabili, átti virkjunarfélag með helsta ráðgjafa bæjarins við könnun á Selfossvirkjun. Hann sést hér á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Pressphotos / Geirix

Viðskiptafélagi Eyþórs Arnalds, þáverandi oddvita sjálfstæðismanna í Árborg og formanns bæjarráðs, fékk milljónir króna frá sveitarfélaginu fyrir að kanna möguleikann á því að byggja virkjun í Ölfusá. Virkjunin gekk undir vinnuheitinu Selfossvirkjun en ekkert varð af henni á endanum. Kostnaðurinn við að kanna virkjunarkostinn nam tæplega 13,3 milljónum króna fyrir Árborg. Í fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar frá því í lok nóvember 2012, þar sem kostnaðurinn við könnun virkjunarkostarins er tilgreindur, kemur ekki fram hversu mikið af milljónunum þrettán hafi runnið til viðskiptafélaga Eyþórs. Fundargerðirnar sýna að Eiríkur kom á marga fundi með sveitastjórnarmönnum vegna virkjunarinnar og kynnti hann hana líka opinberlega á ýmsum fundum.

Í samtali við Stundina segir sveitastjórnarfulltrúi Framsóknarflokksins, Helgi Sigurður Haraldsson, að Eyþór hafi verið helsti hvatamaður þess að kanna virkjunarkostinn en að hann hafi ekki vitað um viðskiptaleg tengsl þeirra Eiríks þegar virkjunarkosturinn var ennþá til skoðunar. 

Eggert Valur Guðmundsson, sveitarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar og nefndarmaður í framkvæmda- og veitustjórn Árborgar, segir að fjármunirnir frá Árborg vegna skoðunar á Selfossvirkjun hafi að langmestu leyti farið til Eiríks. „Þetta var bara sóun á opinberu fé því hugmyndin um þessa virkjun er bara galin eins og við margoft bentum á.“ Eggert segir að hann minnist þess ekki að vinna Eiríks fyrir Árborg hafi verið boðin út.

Viðskiptafélaginn, verkfræðingurinn Eiríkur Bragason, sem vann fyrir Árborg, á fyrirtækið Íslensk vatnsorka með Eyþóri. Fyrirtækið hefur unnið að því að fá að byggja vatnsaflsvirkjun sem kallast Hagavatnsvirkjun við sunnanverðan Langjökul. Þeir Eyþór og Eiríkur eiga fyrirtækið saman, ásamt Herði Jónssyni, en það félag á svo annað fyrirtæki, Hagavatnsvirkjun ehf., sem stofnað hefur verið utan um virkjunina mögulegu. 

Hagavatnsvirkjun var næstum því sett í nýtingarflokk rammáætlunar á yfirstandandi kjörtímabili. 

Tengsl Eyþórs, Eiríks og Illuga

Eiríkur þessi er einnig forstjóri Orku Energy sem talsvert hefur verið í fréttum í vor vegna tengsla Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra við fyrirtækið. Illugi starfaði meðal annars fyrir Orku Energy þegar hann fór í leyfi frá þingstörfum árið 2011.  

Eyþór Arnalds, sem var sveitastjórnarmaður í Árborg í tvö kjörtímabil frá 2006 til 2014 en er hættur í stjórnmálum, hefur það sem af er árinu verið skipaður af Illuga Gunnarssyni til að gegna trúnaðarstörfum fyrir hans hönd. Hann var skipaður sem formaður leikhúsráðs Þjóðleikhússins, en aðstoðarmaður Illuga lét af því starfi þegar hann réði sig til Símans, og fyrir skömmu skipaði menntamálaráðherra hann til að leiða starfshóp sem greina á fjárhagsvanda Ríkisútvarpsins. Samhliða störfum sínum sem sveitarstjórnarmaður í Árborg var Eyþór í ýmsum fjárfestingarverkefnum á sviði stóriðju, meðal annars í gegnum Íslenska vatnsorku og Strokk Energy. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Virkjanir

Vörðufell: Vatnsból sveitar eða rafhlaða vindorkuvera?
ÚttektVirkjanir

Vörðu­fell: Vatns­ból sveit­ar eða raf­hlaða vindorku­vera?

Orku­veita Reykja­vík­ur hætti við kynn­ing­ar­fund á áform­aðri virkj­un uppi á Vörðu­felli vegna and­stöðu land­eig­enda. „Við höf­um ekki áhuga á að gera þetta öðru­vísi en í sátt og góðri sam­vinnu við sam­fé­lag­ið,“ seg­ir Hera Gríms­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra hjá OR. „Fyr­ir okk­ur er vatn­ið mik­il­væg­ara en ódýrt raf­magn sem færi jafn­vel í raf­mynta­gröft eða stór­iðju,“ seg­ir land­eig­andi.
„Dísilknúnu rafbílarnir“ sennilega um ellefu talsins
ÚttektVirkjanir

„Dísil­knúnu raf­bíl­arn­ir“ senni­lega um ell­efu tals­ins

Í sum­ar hef­ur því ver­ið hald­ið fram, m.a. af ráð­herra, að „góð­ar lík­ur“ séu á því að raf­magns­bíl­ar á Vest­fjörð­um séu hlaðn­ir með raf­magni fram­leiddu úr olíu. Orku­stofn­un reikn­aði út fyr­ir Heim­ild­ina að dísil­knúnu raf­bíl­arn­ir hafi ver­ið mjög fá­ir enda fór lang­mest af þeirri olíu sem not­uð var á vara­afls­stöðv­ar til hús­hit­un­ar.

Mest lesið

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Reikningar frá Klíníkinni í skoðun hjá Sjúkratryggingum
5
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Reikn­ing­ar frá Klíník­inni í skoð­un hjá Sjúkra­trygg­ing­um

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hafa opn­að mál gegn einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­inu Klíník­inni vegna meintra of hárra reikn­inga til rík­is­ins fyr­ir þjón­ustu við við­skipta­vini. Eitt mál­ið snýst um tugi millj­óna króna. Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands svör­uðu ekki spurn­ing­um þrátt fyr­ir tæp­lega tveggja vikna frest.
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
9
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
1
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
3
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
4
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.
María Rut Kristinsdóttir
10
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
4
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
8
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu