Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

VG mælist stærsti flokkur landsins

Stuðn­ing­ur við rík­is­stjórn­ina er að­eins 32,6% í nýrri könn­un.

VG mælist stærsti flokkur landsins
Katrín Jakobsdóttir Er formaður Vinstri grænna. Mynd: Kristinn Magnússon

Vinstri hreyfingin - Grænt framboð mælist með mesta fylgi í nýrri skoðanakönnun MMR. 

VG fær 27 prósent fylgi í könnuninni og hækkar um fimm prósent á milli kannana, en Sjálfstæðisflokkurinn kemur næstur með 23,8 prósent fylgi. 

Þetta er í fyrsta skiptið frá árinu 2009 sem VG mælist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinnn. Breytingin er mikil frá síðustu könnun þegar Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 24,6 prósent og VG með 22 prósent.

Stuðningur við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, mælist ennþá lágur, eða 32,6 prósent. Hann mældist 35 prósent í fyrri könnun MMR 26. janúar.

Fylgi flokka í könnun MMR

Vinstri grænir 27%

Sjálfstæðisflokkurinn 23,8%

Píratar 13,5%

Framsóknarflokkurinn 9,7%

Samfylkingin 7,8%

Viðreisn 5,6%

Björt framtíð 5,3%

Flokkur fólksins 3,6%

Dögun 1,7%

Alþýðufylkingin 0,7%

Aðrir 1,1%

Munur á könnunum

Nokkur munur er á könnun MMR og niðurstöðum í þjóðarpúlsi Gallup sem birtar voru í fyrradag. Þar kom fram að 44% styddu ríkisstjórnina, sem þó er það minnsta sem mælst hefur hjá nýrri ríkisstjórn, og að 28 prósent styddu Sjálfstæðisflokkinn, en 23 prósent Vinstri græn.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár