Vinstri hreyfingin - Grænt framboð mælist með mesta fylgi í nýrri skoðanakönnun MMR.
VG fær 27 prósent fylgi í könnuninni og hækkar um fimm prósent á milli kannana, en Sjálfstæðisflokkurinn kemur næstur með 23,8 prósent fylgi.
Þetta er í fyrsta skiptið frá árinu 2009 sem VG mælist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinnn. Breytingin er mikil frá síðustu könnun þegar Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 24,6 prósent og VG með 22 prósent.
Stuðningur við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, mælist ennþá lágur, eða 32,6 prósent. Hann mældist 35 prósent í fyrri könnun MMR 26. janúar.
Fylgi flokka í könnun MMR
Vinstri grænir 27%
Sjálfstæðisflokkurinn 23,8%
Píratar 13,5%
Framsóknarflokkurinn 9,7%
Samfylkingin 7,8%
Viðreisn 5,6%
Björt framtíð 5,3%
Flokkur fólksins 3,6%
Dögun 1,7%
Alþýðufylkingin 0,7%
Aðrir 1,1%
Munur á könnunum
Nokkur munur er á könnun MMR og niðurstöðum í þjóðarpúlsi Gallup sem birtar voru í fyrradag. Þar kom fram að 44% styddu ríkisstjórnina, sem þó er það minnsta sem mælst hefur hjá nýrri ríkisstjórn, og að 28 prósent styddu Sjálfstæðisflokkinn, en 23 prósent Vinstri græn.
Athugasemdir