Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Verkafólki í Norður-Kóreu gefið amfetamíni til að flýta fyrir byggingu háhýsa

Verk­stjór­ar í Pyongyang, höf­uð­borg Norð­ur-Kór­eu, eru und­ir mik­illi pressu að klára verk­efni sín og hafa tek­ið upp á því að gefa verka­mönn­um sín­um metam­feta­mín til þess að fá þá til að vinna hrað­ar.

Verkafólki í Norður-Kóreu gefið amfetamíni til að flýta fyrir byggingu háhýsa
Amfetamín kristallar Efnið hefur verið framleitt af yfirvöldum í Norður-Kóreu frá áttunda áratugnum.

Norður-Kóresku verkafólki er gefið eiturlyfið metamfetamín í von um að flýta fyrir gríðarlegum byggingarframkvæmdum, samkvæmt heimildarmanni Radio Free Asia fréttastofunnar. Phil Robertson, stjórnandi Human Rights Watch í Asíu sagði brotin á verkafólkinu, vegna þrælahalds og nauðungarvinnu, minna á ástandið í síðari heimstyrjöldinni.

Verkstjórar í höfuðborginni Pyongyang eru sagðir vera undir svo miklu álagi að klára verk sín innan ákveðins tímaramma að þeir hafa tekið upp á því að bjóða verkafólki upp á eiturlyf. Lyfið gengur undir gælunafninu „ice“ [ísl. ís] og er gríðarlega örvandi. Þegar það er sogið inn um nefið eða reykt gefur það notandanum mikla vellíðanatilfinningu, aukna orku auk þess sem það minnkar matarlyst. Áhrifin geta varað í allt að tólf klukkustundir.

Svara höftum með því að byggja hús

Hundruð þúsunda Norður-Kóreskra borgara hafa verið neyddir til að vinna að verkefnunum, sem samanstendur af 70 hæða háhýsum og meira en 60 íbúðarblokkum. Verkefnið var sett á laggirnar af leiðtoga landsins, Kim Jong-Un  fyrr á þessu ári. Er það eins konar svar við höftum sem lögð voru á landið einangraða vegna tilrauna þess með kjarnorkuvopn.

Kim Jong-Un
Kim Jong-Un Leiðtoginn hefur víst sjálfur verið undir gríðarlegu álagi síðustu misseri.

„Verkstjórar eru opniberlega að bjóða verkafólki eiturlyf svo það vinni hraðar,“ sagði heimildarmaður RFA í Pyongyang. „Það er gríðarleg þjáning að eiga sér stað á þessum vinnustöðum.“

„Hversvegna ekki að borga þeim laun ef þau vilja að verkafólkið vinni hraðar, í stað þess að taka upp á því að gefa þeim eiturlyf?“

Mannréttindasamtök í Asíu hafa sagt aðstæður verkafólk líkjast þrælahaldi og hvetja Sameinuðu þjóðirnar til frekari aðgerða gegn Kim Jong-Un. Phil Robertson, stjórnandi Human Rights Watch í Asíu sagði: „Það gæti orðið erfitt að staðfesta að þetta sé að eiga sér stað, en ef það verður staðfest þá fordæmum við það algjörlega. Hið raunverulega vandamál hérna er þrælahaldið. Hversvegna ekki að borga þeim laun ef þau vilja að verkafólkið vinni hraðar, í stað þess að taka upp á því að gefa þeim eiturlyf?“

Sagði hann Norður-Kóresk yfirvöld vilja klára að reisa þessar byggingar til þess að sanna á einhvern hátt hversu þróað landið sé. „En þessi aðferð við að þvinga fólk til vinnu er algjörlega fordæmd af alþjóðasamfélaginu.“ Robertson bætti því við að ástandið væri aftuhvarf til síðari heimstyrjaldarinnar, þegar ríkisstjórnir brugðu reglulega á það ráð að neyða þegna sína í þrælavinnu. 

Langvarandi notkun
Langvarandi notkun amfetamíns hefur gríðarlega neikvæð áhrif á heilsu fólks.

Norður-Kórea hefur framleitt amfetamín til þess að auka gjaldeyrisforða landsins frá áttunda áratug síðustu aldar. Upphaflega var það selt sem lyf en varð fljótlega gríðarlega vinsælt eiturlyf. Er það framleitt í ríkisreknum verksmiðjum af illa launuðum efnafræðingum og selt bæði heima og erlendis.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþjóðamál

Þunna línan á milli þjóðernisstolts og oflátungsháttar
GreiningUppgjörið við uppgjörið

Þunna lín­an á milli þjóð­ern­is­stolts og of­látungs­hátt­ar

InD­efence-hóp­ur­inn svo­kall­aði beitti þjóð­ern­is­legri orð­ræðu í áróð­urs­stríði við Breta, að mati Markús­ar Þór­halls­son­ar sagn­fræð­ings. Sótt var í 20. ald­ar sögu­skoð­un um gull­öld og nið­ur­læg­ing­ar­tíma­bil Ís­lend­inga­sög­unn­ar. 83 þús­und manns skrif­uðu und­ir „Iceland­ers are not terr­orists“-und­ir­skriftal­ist­ann og hóp­ur­inn or­sak­aði fyrstu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu lýð­veld­is­tím­ans.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár