Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Verkafólki í Norður-Kóreu gefið amfetamíni til að flýta fyrir byggingu háhýsa

Verk­stjór­ar í Pyongyang, höf­uð­borg Norð­ur-Kór­eu, eru und­ir mik­illi pressu að klára verk­efni sín og hafa tek­ið upp á því að gefa verka­mönn­um sín­um metam­feta­mín til þess að fá þá til að vinna hrað­ar.

Verkafólki í Norður-Kóreu gefið amfetamíni til að flýta fyrir byggingu háhýsa
Amfetamín kristallar Efnið hefur verið framleitt af yfirvöldum í Norður-Kóreu frá áttunda áratugnum.

Norður-Kóresku verkafólki er gefið eiturlyfið metamfetamín í von um að flýta fyrir gríðarlegum byggingarframkvæmdum, samkvæmt heimildarmanni Radio Free Asia fréttastofunnar. Phil Robertson, stjórnandi Human Rights Watch í Asíu sagði brotin á verkafólkinu, vegna þrælahalds og nauðungarvinnu, minna á ástandið í síðari heimstyrjöldinni.

Verkstjórar í höfuðborginni Pyongyang eru sagðir vera undir svo miklu álagi að klára verk sín innan ákveðins tímaramma að þeir hafa tekið upp á því að bjóða verkafólki upp á eiturlyf. Lyfið gengur undir gælunafninu „ice“ [ísl. ís] og er gríðarlega örvandi. Þegar það er sogið inn um nefið eða reykt gefur það notandanum mikla vellíðanatilfinningu, aukna orku auk þess sem það minnkar matarlyst. Áhrifin geta varað í allt að tólf klukkustundir.

Svara höftum með því að byggja hús

Hundruð þúsunda Norður-Kóreskra borgara hafa verið neyddir til að vinna að verkefnunum, sem samanstendur af 70 hæða háhýsum og meira en 60 íbúðarblokkum. Verkefnið var sett á laggirnar af leiðtoga landsins, Kim Jong-Un  fyrr á þessu ári. Er það eins konar svar við höftum sem lögð voru á landið einangraða vegna tilrauna þess með kjarnorkuvopn.

Kim Jong-Un
Kim Jong-Un Leiðtoginn hefur víst sjálfur verið undir gríðarlegu álagi síðustu misseri.

„Verkstjórar eru opniberlega að bjóða verkafólki eiturlyf svo það vinni hraðar,“ sagði heimildarmaður RFA í Pyongyang. „Það er gríðarleg þjáning að eiga sér stað á þessum vinnustöðum.“

„Hversvegna ekki að borga þeim laun ef þau vilja að verkafólkið vinni hraðar, í stað þess að taka upp á því að gefa þeim eiturlyf?“

Mannréttindasamtök í Asíu hafa sagt aðstæður verkafólk líkjast þrælahaldi og hvetja Sameinuðu þjóðirnar til frekari aðgerða gegn Kim Jong-Un. Phil Robertson, stjórnandi Human Rights Watch í Asíu sagði: „Það gæti orðið erfitt að staðfesta að þetta sé að eiga sér stað, en ef það verður staðfest þá fordæmum við það algjörlega. Hið raunverulega vandamál hérna er þrælahaldið. Hversvegna ekki að borga þeim laun ef þau vilja að verkafólkið vinni hraðar, í stað þess að taka upp á því að gefa þeim eiturlyf?“

Sagði hann Norður-Kóresk yfirvöld vilja klára að reisa þessar byggingar til þess að sanna á einhvern hátt hversu þróað landið sé. „En þessi aðferð við að þvinga fólk til vinnu er algjörlega fordæmd af alþjóðasamfélaginu.“ Robertson bætti því við að ástandið væri aftuhvarf til síðari heimstyrjaldarinnar, þegar ríkisstjórnir brugðu reglulega á það ráð að neyða þegna sína í þrælavinnu. 

Langvarandi notkun
Langvarandi notkun amfetamíns hefur gríðarlega neikvæð áhrif á heilsu fólks.

Norður-Kórea hefur framleitt amfetamín til þess að auka gjaldeyrisforða landsins frá áttunda áratug síðustu aldar. Upphaflega var það selt sem lyf en varð fljótlega gríðarlega vinsælt eiturlyf. Er það framleitt í ríkisreknum verksmiðjum af illa launuðum efnafræðingum og selt bæði heima og erlendis.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþjóðamál

Þunna línan á milli þjóðernisstolts og oflátungsháttar
GreiningUppgjörið við uppgjörið

Þunna lín­an á milli þjóð­ern­is­stolts og of­látungs­hátt­ar

InD­efence-hóp­ur­inn svo­kall­aði beitti þjóð­ern­is­legri orð­ræðu í áróð­urs­stríði við Breta, að mati Markús­ar Þór­halls­son­ar sagn­fræð­ings. Sótt var í 20. ald­ar sögu­skoð­un um gull­öld og nið­ur­læg­ing­ar­tíma­bil Ís­lend­inga­sög­unn­ar. 83 þús­und manns skrif­uðu und­ir „Iceland­ers are not terr­orists“-und­ir­skriftal­ist­ann og hóp­ur­inn or­sak­aði fyrstu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu lýð­veld­is­tím­ans.

Mest lesið

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Ljósið á koddanum bjargaði Yazan
3
Afhjúpun

Ljós­ið á kodd­an­um bjarg­aði Yaz­an

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
4
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
6
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
9
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
10
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár