Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Verkafólki í Norður-Kóreu gefið amfetamíni til að flýta fyrir byggingu háhýsa

Verk­stjór­ar í Pyongyang, höf­uð­borg Norð­ur-Kór­eu, eru und­ir mik­illi pressu að klára verk­efni sín og hafa tek­ið upp á því að gefa verka­mönn­um sín­um metam­feta­mín til þess að fá þá til að vinna hrað­ar.

Verkafólki í Norður-Kóreu gefið amfetamíni til að flýta fyrir byggingu háhýsa
Amfetamín kristallar Efnið hefur verið framleitt af yfirvöldum í Norður-Kóreu frá áttunda áratugnum.

Norður-Kóresku verkafólki er gefið eiturlyfið metamfetamín í von um að flýta fyrir gríðarlegum byggingarframkvæmdum, samkvæmt heimildarmanni Radio Free Asia fréttastofunnar. Phil Robertson, stjórnandi Human Rights Watch í Asíu sagði brotin á verkafólkinu, vegna þrælahalds og nauðungarvinnu, minna á ástandið í síðari heimstyrjöldinni.

Verkstjórar í höfuðborginni Pyongyang eru sagðir vera undir svo miklu álagi að klára verk sín innan ákveðins tímaramma að þeir hafa tekið upp á því að bjóða verkafólki upp á eiturlyf. Lyfið gengur undir gælunafninu „ice“ [ísl. ís] og er gríðarlega örvandi. Þegar það er sogið inn um nefið eða reykt gefur það notandanum mikla vellíðanatilfinningu, aukna orku auk þess sem það minnkar matarlyst. Áhrifin geta varað í allt að tólf klukkustundir.

Svara höftum með því að byggja hús

Hundruð þúsunda Norður-Kóreskra borgara hafa verið neyddir til að vinna að verkefnunum, sem samanstendur af 70 hæða háhýsum og meira en 60 íbúðarblokkum. Verkefnið var sett á laggirnar af leiðtoga landsins, Kim Jong-Un  fyrr á þessu ári. Er það eins konar svar við höftum sem lögð voru á landið einangraða vegna tilrauna þess með kjarnorkuvopn.

Kim Jong-Un
Kim Jong-Un Leiðtoginn hefur víst sjálfur verið undir gríðarlegu álagi síðustu misseri.

„Verkstjórar eru opniberlega að bjóða verkafólki eiturlyf svo það vinni hraðar,“ sagði heimildarmaður RFA í Pyongyang. „Það er gríðarleg þjáning að eiga sér stað á þessum vinnustöðum.“

„Hversvegna ekki að borga þeim laun ef þau vilja að verkafólkið vinni hraðar, í stað þess að taka upp á því að gefa þeim eiturlyf?“

Mannréttindasamtök í Asíu hafa sagt aðstæður verkafólk líkjast þrælahaldi og hvetja Sameinuðu þjóðirnar til frekari aðgerða gegn Kim Jong-Un. Phil Robertson, stjórnandi Human Rights Watch í Asíu sagði: „Það gæti orðið erfitt að staðfesta að þetta sé að eiga sér stað, en ef það verður staðfest þá fordæmum við það algjörlega. Hið raunverulega vandamál hérna er þrælahaldið. Hversvegna ekki að borga þeim laun ef þau vilja að verkafólkið vinni hraðar, í stað þess að taka upp á því að gefa þeim eiturlyf?“

Sagði hann Norður-Kóresk yfirvöld vilja klára að reisa þessar byggingar til þess að sanna á einhvern hátt hversu þróað landið sé. „En þessi aðferð við að þvinga fólk til vinnu er algjörlega fordæmd af alþjóðasamfélaginu.“ Robertson bætti því við að ástandið væri aftuhvarf til síðari heimstyrjaldarinnar, þegar ríkisstjórnir brugðu reglulega á það ráð að neyða þegna sína í þrælavinnu. 

Langvarandi notkun
Langvarandi notkun amfetamíns hefur gríðarlega neikvæð áhrif á heilsu fólks.

Norður-Kórea hefur framleitt amfetamín til þess að auka gjaldeyrisforða landsins frá áttunda áratug síðustu aldar. Upphaflega var það selt sem lyf en varð fljótlega gríðarlega vinsælt eiturlyf. Er það framleitt í ríkisreknum verksmiðjum af illa launuðum efnafræðingum og selt bæði heima og erlendis.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþjóðamál

Þunna línan á milli þjóðernisstolts og oflátungsháttar
GreiningUppgjörið við uppgjörið

Þunna lín­an á milli þjóð­ern­is­stolts og of­látungs­hátt­ar

InD­efence-hóp­ur­inn svo­kall­aði beitti þjóð­ern­is­legri orð­ræðu í áróð­urs­stríði við Breta, að mati Markús­ar Þór­halls­son­ar sagn­fræð­ings. Sótt var í 20. ald­ar sögu­skoð­un um gull­öld og nið­ur­læg­ing­ar­tíma­bil Ís­lend­inga­sög­unn­ar. 83 þús­und manns skrif­uðu und­ir „Iceland­ers are not terr­orists“-und­ir­skriftal­ist­ann og hóp­ur­inn or­sak­aði fyrstu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu lýð­veld­is­tím­ans.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár