Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var vöru- og þjónustujöfnuður síðasta árs jákvæður um 158,8 milljarða. Það er 8% lækkun frá árinu 2015. Á síðasta ári dróst verðmæti útflutnings sjávarafurða og iðnaðarvara saman en tekjur af erlendum ferðamönnum jukust um eitt prósent milli ára. Hlutfall ferðaþjónustunnar af útflutningi jókst hins vegar um tíu prósent en var 41% af heildarútflutning seinasta árs. Þetta kemur fram á Hagstofunnar.
Á síðasta ári dróst aflaverðmæti sjávarútvegsins saman um 10,5% en gistinóttum á hótelum fjölgaði um 34% miðað við sama tímabil árið áður. Tekjur af erlendum ferðamönnum hérlendis og erlendis jukust þó aðeins lítillega. Tölur Hagstofunnar benda til þess að sérhæfing síðastliðin misseri hafi þróast í atvinnugreinar með hlutfallslega litla verðmætasköpun.
Gengishækkun hefur áhrif
Í samtali við Stundina segir Hallveig Ólafsdóttir, hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, gengisstyrkingu íslensku krónunnar vera meginástæðu fyrir þróun á aflaverðmæti sjávarafurða á síðasta tímabili. Hallveig segir þó vera undantekningu á því. …
Athugasemdir