Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Formaður þingnefndar ver kaup vogunarsjóða á Arion banka - konan hans yfirmaður í bankanum

Óli Björn Kára­son, formað­ur efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar Al­þing­is, seg­ir að eign­ar­hald í skatta­skjóli sé ekki lög­brot og bið­ur Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son að vera já­kvæð­ur yf­ir kaup­um vog­un­ar­sjóða á Ari­on banka. Eig­in­kona Óla Björns er hins veg­ar í fram­kvæmda­stjórn bank­ans og einn æðsti stjórn­andi hans.

Formaður þingnefndar ver kaup vogunarsjóða á Arion banka - konan hans yfirmaður í bankanum
Óli Björn Kárason Stýrir þeirri þingnefnd löggjafarsamkomunnar sem hefur með málefni bankanna að gera. Mynd: xd.is

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, hefur ítrekað komið til varnar kaupum vogunarsjóða á þriðjungshlut í Arion banka. Óli Björn er hins vegar tengdur Arion banka hagsmunaböndum í gegnum fjölskyldu sína, þar sem eiginkona hans er einn af æðstu yfirmönnum bankans.

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, sem Óli Björn veitir formennsku, er sá vettvangur löggjafarvalds Alþingis sem fjallar sérstaklega um bankamál. 

Í siðareglum Alþingismanna segir að þeim beri að forðast hagsmunaárekstra milli sín og fjölskyldu sinnar, annars vegar, og starfa sinna. 

Ræddi við bankastjórann vegna málsins

Óli Björn hefur meðal annars rætt við Höskuld Ólafsson, bankastjóra Arion banka, vegna málsins, og boðið honum á fund efnahags- og viðskiptanefndar. Hann greindi frá því í umræðuþætti í fréttum Stöðvar 2 á mánudag, þar sem hann mætti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í umræðum undir stjórn Þorbjörns Þórðarsonar. Í þættinum biðlaði hann til Sigmundar um að vera jákvæðari vegna málsins. Ekki kom hins vegar fram þar að einn af æðstu stjórnendum Arion banka er eiginkona Óla Björns og þar með náin samstarfskona bankastjórans sem Óli Björn boðar á fund. Eiginkona hans, Margrét Sveinsdóttir, er framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Arion banka og situr í framkvæmdastjórn bankans ásamt Höskuldi Ólafssyni.

Óli Björn svaraði því til í þættinum á mánudag að hann hefði boðað bankastjórann, samstarfsmann og yfirmann eiginkonu sinnar, á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 

„Það er nú þannig að ég var búinn að ræða við Höskuld Ólafsson áður en sú beiðni kom, Höskuldur  Ólafsson, bankastjóri Arion banka, mun koma á fund nefndarinnar næstkomandi miðvikudag, og líka sérfræðingar Fjármálaeftirlitsins, þannig að við munum fá örugglega ítarlegri og betri upplýsingar um þetta og vonandi minnka áhyggjurnar eitthvað.“ 

Jákvæður á kaup vogunarsjóðanna

Óli Björn varði einnig í samtali við Ríkisútvarpið að bankinn skyldu nú vera kominn í ógegnsætt eignarhald í gegnum skattaskjól, þótt hann hafi einnig lagt áherslu á gegnsætt eignarhald til lengri tíma. „Auðvitað er það nú kannski ekki það jákvæðasta sem maður heyrir en menn verða þó að hafa í huga að það er í sjálfu sér ekki ólöglegt að tengjast Cayman-eyjum eða öðrum slíkum svæðum,“ sagði hann.

Í umræðunum með Sigmundi Davíð á Stöð 2 lýsti hann viðskiptunum sem jákvæðum tíðindum. 

„Ég held að þetta séu nú fremur jákvæð tíðindi heldur en hitt. Auðvitað geta menn velt sér fyrir sér hvort þessir aðilar séu heppilegustu eigendur til framtíðar að banka. En ég held að það sem skiptir máli er að við erum þó að minnsta kosti að hluta til að fá beint eignarhald í Arion banka og það er verið að undirbúa jarðveginn að skráningu bankans á almennum hlutabréfamarkaði, og það held ég að sé gríðarlega mikilvægt.

„Ég held líka að vinur minn Sigmundur eigi að vera pínulítið kátur líka“

Og ég held líka að vinur minn Sigmundur eigi að vera pínulítið kátur líka, vegna þess að það var auðvitað ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, með Sigmund Davíð sem forsætisráðherra, sem lagði grunninn að því að við gátum náð þeim árangri að taka stór skref í því að afnema fjármagnshöftin, og aflétta þeim að mestu núna í seinustu viku og síðan núna að taka þetta skref, sem ég vonast til að verði okkur til gæfu. En ég held að hann eigi líka að leyfa sér það að fagna þessum áfanga vegna þess að hann á svo stóran þátt í því að við erum að ná þeim áfanga sem við erum búin að ná.“

Óli Björn var spurður í þættinum á Stöð 2 hvort honum þætti ekki óeðlilegt að kaupendurnir skyldu haga því þannig að þeir væru með 9,99 prósent hlut og slyppu þar með undan náinni skoðun Fjármálaeftirlitsins á bakgrunni félaganna.

„Ég held að svarið sé augljóst. Það er auðvitað vegna þess að það hefur sjálfsagt ekki gefist tími hjá þeim til þess að fara í gegnum þetta nálarauga Fjármálaeftirlitsins og að minnsta kosti annar þessa aðila er þegar búinn að óska eftir því að fara í gegnum þetta nálarauga, hæfnismat hjá Fjármálaeftirlitinu, sem byggir auðvitað á því, annars vegar, orðspor viðkomandi sé óflekkað, þannig að hann geti haldið utan um hlut í fjármálastofnunum, að viðkomandi sé fjárhagslega stæður þannig að hann geti haldið utan um eignarhlutinn, viðkomandi tengist ekki einhverjum ólöglegum viðskiptum, peningaþvætti eða einhverju slíku, og aðeignarhaldið sé skýrt.“ 

Vanhæfi vegna fjölskyldutengsla

Í siðareglum Alþingismanna er fjallað um að þingmenn eigi að forðast hagsmunaárekstra. Er reglunum ætlað að koma í veg fyrir að þingmenn beiti sér í þágu annars en almannahagsmuna þegar þeir taka afstöðu.

„Þingmenn skulu við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða annarra persónulegra hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar hins vegar. Takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skal hann upplýsa um þá,“ segir í 8. grein siðareglanna. Þá segir í 9. grein að þeir eigi að vekja athygli á tengslum sínum. „Þingmenn skulu, þar sem við á, vekja athygli á persónulegum hagsmunum sínum sem máli skipta við meðferð þingmála.“ 

Ekki náðist í Óla Björn vegna málsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár