Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Nauðgunaratriði í barnabók vekur athygli: „Ekki við hæfi barna,“ segir höfundurinn

Face­book-færsla þar sem vak­in er at­hygli á nauðg­un­ar­at­riði í bók ætl­uð börn­um hef­ur far­ið víða í dag. Helgi Jóns­son höf­und­ur bók­ar­að­ar­inn­ar seg­ist ekki úti­loka að ein­hver bók hafi far­ið yf­ir strik­ið.

Nauðgunaratriði í barnabók vekur athygli: „Ekki við hæfi barna,“ segir höfundurinn

„Það er ekki hægt að taka fyrir það að einhver bók hafi farið yfir strikið,“ segir Helgi Jónsson, höfundur barnabókaflokksins Gæsahúð, en mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum í dag vegna barnabóka í seríunni. Bækurnar, sem ætlaðar eru börnum, lýsa meðal annars nauðgun á fjórtán ára stelpu og móður sem sér fyrir fjölskyldu sinni með því að stunda vændi. 

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Um fjórtán ára stelpu er meðal annars skrifað í bókinni Gæsahúð fyrir eldri - Villi vampíra: „Hann kom upp að henni og dró buxurnar alla leið niður á gólf. EKKI! Villi reif bókina í sundur og hélt henni í klemmdum í hnefa. Hann lagðist þétt upp að Sirrí. NEI! EKKI! Kommon. Þetta er svo gott. Þær segja það alltaf, þú sérð ekki eftir því. Þú verður alveg óð í þetta!“

Helgi hafði ekki séð færsluna þegar blaðamaður náði tali af honum síðdegis en hafði heyrt af henni. Aðspurður hvað hann vilji segja um nauðgunaratriðið í bókinni segist Helgi ekki vera með allar bækurnar sem hann hefur skrifað í kollinum og geti því ekki svarað fyrir það á þessari stundu. Umrædd bók kom út árið 2007 og er því tíu ára gömul. Helgi segist aldrei áður hafa fengið gagnrýni vegna efni bókarinnar. 

„Það er ekki hægt að taka fyrir það að einhver bók hafi farið yfir strikið. Ég get ekki neitað því.“

Blaðamaður las upp yfirstrikaðar tilvitnanir fyrir Helga og spurði aftur hvað honum fyndist um þetta atriði. „Þessar Gæsahúðar-bækur voru skrifaðar fyrir þennan aldur og það komu nokkrar bækur út sem fjölluðu um ýmis konar efni. Það var allskonar, það má kalla það óhugnað. En það var tekið fram á sínum tíma, líka fyrir yngri, að í rauninni væru þetta óraunverulegar bækur. Þetta væru spennusögur sem voru flestar óraunverulegar. Ein var geimvísindasaga. Þær voru óraunverulegar og áttu í raun ekki að geta gerst í raunveruleikanum. En fyrst og fremst voru þetta óraunverulegar sögur, spennusögur. En það er ekki hægt að taka fyrir það að einhver bók hafi farið yfir strikið. Ég get ekki neitað því,“ segir Helgi. 

Gæsahúðar bókaflokknum er skipt í tvennt. Annars vegar eru bækur ætlaðar börnum í kringum tíu ára og hins vegar bækur ætlaðar eldri börnum, á gagnfræðaskólaaldri, að sögn Helga. Aðalpersónan í umræddri bók er fjórtán ára. 

Finnst þér þetta vera við hæfi barna á þessum aldri?

„Þetta er ekki við hæfi barna, nei. Þegar þú segir barn, þá náttúrlega, þetta er ekki hugsað fyrir tíu ára sko. Þetta er ekki hugsað fyrir tólf ára. Þetta er eldra en fjórtán ára sko. Þetta er gagga-aldurinn.“

Það er þá fjórtán, fimmtán og sextán ára?

„Já, já, auðvitað og flestir lesa upp fyrir sig. Ég svo sem ætla ekkert að réttlæta eitt eða neitt. Ef fólk vill gagnrýna þá bara tek ég því og játa að gagnrýnin eigi rétt á sér.“ 

En hefur þú ekki áhyggjur af því að svona atriði í bók sem er ætluð börnum 14, 15 og 16 ára geti gefið þeim óheilbrigða mynd af kynlífi?

„Vissulega. Þess vegna segi ég, eins og ég sagði áðan, það hefur ekki komið fram gagnrýni um þetta áður og ég tek gagnrýni alvarlega.“    

Blaðamaður spurði Helga einnig út í kafla í Gæsahúðarbók 14, Týnda drengnum, þar sem móðir drengsins stundar vændi til að eiga í sig og á. Sú bók er ætluð enn yngri börnum. „Strákurinn er einn í heiminum að bjarga sér,“ svarar Helgi. „Það er aðalmálið. Þú getur örugglega fundið eina setningu sem segir eitthvað um þetta í þá veru en það er þá allt og sumt. Þessi bók er um strák sem er einn í heiminum og þarf að bjarga sér.“

Hér má sjá umrædda Facebook-færslu:

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár