Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Nauðgunaratriði í barnabók vekur athygli: „Ekki við hæfi barna,“ segir höfundurinn

Face­book-færsla þar sem vak­in er at­hygli á nauðg­un­ar­at­riði í bók ætl­uð börn­um hef­ur far­ið víða í dag. Helgi Jóns­son höf­und­ur bók­ar­að­ar­inn­ar seg­ist ekki úti­loka að ein­hver bók hafi far­ið yf­ir strik­ið.

Nauðgunaratriði í barnabók vekur athygli: „Ekki við hæfi barna,“ segir höfundurinn

„Það er ekki hægt að taka fyrir það að einhver bók hafi farið yfir strikið,“ segir Helgi Jónsson, höfundur barnabókaflokksins Gæsahúð, en mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum í dag vegna barnabóka í seríunni. Bækurnar, sem ætlaðar eru börnum, lýsa meðal annars nauðgun á fjórtán ára stelpu og móður sem sér fyrir fjölskyldu sinni með því að stunda vændi. 

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Um fjórtán ára stelpu er meðal annars skrifað í bókinni Gæsahúð fyrir eldri - Villi vampíra: „Hann kom upp að henni og dró buxurnar alla leið niður á gólf. EKKI! Villi reif bókina í sundur og hélt henni í klemmdum í hnefa. Hann lagðist þétt upp að Sirrí. NEI! EKKI! Kommon. Þetta er svo gott. Þær segja það alltaf, þú sérð ekki eftir því. Þú verður alveg óð í þetta!“

Helgi hafði ekki séð færsluna þegar blaðamaður náði tali af honum síðdegis en hafði heyrt af henni. Aðspurður hvað hann vilji segja um nauðgunaratriðið í bókinni segist Helgi ekki vera með allar bækurnar sem hann hefur skrifað í kollinum og geti því ekki svarað fyrir það á þessari stundu. Umrædd bók kom út árið 2007 og er því tíu ára gömul. Helgi segist aldrei áður hafa fengið gagnrýni vegna efni bókarinnar. 

„Það er ekki hægt að taka fyrir það að einhver bók hafi farið yfir strikið. Ég get ekki neitað því.“

Blaðamaður las upp yfirstrikaðar tilvitnanir fyrir Helga og spurði aftur hvað honum fyndist um þetta atriði. „Þessar Gæsahúðar-bækur voru skrifaðar fyrir þennan aldur og það komu nokkrar bækur út sem fjölluðu um ýmis konar efni. Það var allskonar, það má kalla það óhugnað. En það var tekið fram á sínum tíma, líka fyrir yngri, að í rauninni væru þetta óraunverulegar bækur. Þetta væru spennusögur sem voru flestar óraunverulegar. Ein var geimvísindasaga. Þær voru óraunverulegar og áttu í raun ekki að geta gerst í raunveruleikanum. En fyrst og fremst voru þetta óraunverulegar sögur, spennusögur. En það er ekki hægt að taka fyrir það að einhver bók hafi farið yfir strikið. Ég get ekki neitað því,“ segir Helgi. 

Gæsahúðar bókaflokknum er skipt í tvennt. Annars vegar eru bækur ætlaðar börnum í kringum tíu ára og hins vegar bækur ætlaðar eldri börnum, á gagnfræðaskólaaldri, að sögn Helga. Aðalpersónan í umræddri bók er fjórtán ára. 

Finnst þér þetta vera við hæfi barna á þessum aldri?

„Þetta er ekki við hæfi barna, nei. Þegar þú segir barn, þá náttúrlega, þetta er ekki hugsað fyrir tíu ára sko. Þetta er ekki hugsað fyrir tólf ára. Þetta er eldra en fjórtán ára sko. Þetta er gagga-aldurinn.“

Það er þá fjórtán, fimmtán og sextán ára?

„Já, já, auðvitað og flestir lesa upp fyrir sig. Ég svo sem ætla ekkert að réttlæta eitt eða neitt. Ef fólk vill gagnrýna þá bara tek ég því og játa að gagnrýnin eigi rétt á sér.“ 

En hefur þú ekki áhyggjur af því að svona atriði í bók sem er ætluð börnum 14, 15 og 16 ára geti gefið þeim óheilbrigða mynd af kynlífi?

„Vissulega. Þess vegna segi ég, eins og ég sagði áðan, það hefur ekki komið fram gagnrýni um þetta áður og ég tek gagnrýni alvarlega.“    

Blaðamaður spurði Helga einnig út í kafla í Gæsahúðarbók 14, Týnda drengnum, þar sem móðir drengsins stundar vændi til að eiga í sig og á. Sú bók er ætluð enn yngri börnum. „Strákurinn er einn í heiminum að bjarga sér,“ svarar Helgi. „Það er aðalmálið. Þú getur örugglega fundið eina setningu sem segir eitthvað um þetta í þá veru en það er þá allt og sumt. Þessi bók er um strák sem er einn í heiminum og þarf að bjarga sér.“

Hér má sjá umrædda Facebook-færslu:

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
6
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
5
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár