Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vandræðalegustu mál stjórnarandstöðunnar

Stund­in tók sam­an nokk­ur mál sem hafa dreg­ið úr trú­verð­ug­leika stjórn­ar­and­stöðu­flokka.

Vandræðalegustu mál stjórnarandstöðunnar

Í nýjasta tölublaði Stundarinnar er fjallað um yfirstandandi kjörtímabil, meðal annars arfleifð ríkisstjórnarinnar og hneykslismál sem komið hafa upp á undanförnum árum. Þá eru tekin saman þrjú vandræðalegustu mál stjórnarandstöðunnar. Sá kafli birtist hér að neðan.

Hjáseta við afgreiðslu búvörufrumvarps

Hjáseta Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna í atkvæðagreiðslu um búvörusamninga ríkisstjórnarinnar við bændur þann 13. september síðastliðinn vakti mikla hneykslan og reiði á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Í frumvarpinu eru bændum gefin fyrirheit um ríkisstuðning upp á 12 til 13 milljarða á ári næstu 10 árin. Alls eru þetta samtals meira en 130 milljarðar króna en ofan á þetta bætist óbeinn stuðningur í formi tollverndar upp á um það bil 9 milljarða.

 

Haft var eftir þingmönnum Pírata að þeir hefðu ekki kynnt sér málið nægilega vel til að treysta sér til að taka afstöðu. Þingmenn Samfylkingarinnar, sem sjálfir höfðu lýst yfir áhyggjum af því að endurskoðunarákvæði frumvarpsins væri veikburða og hefði lítið vægi, réttlætu hjásetu sína eftir atkvæðagreiðsluna með því að vísa til sama endurskoðunarákvæðis og fagna tilkomu þess. Málið reyndist þingmönnum Vinstri grænna ekki jafn óþægilegt, enda hefur flokkurinn aldrei gefið sig sérstaklega út fyrir að vilja koma á róttækum kerfisbreytingum í landbúnaði öðrum en þeim er lúta að umhverfismálum og dýravelferð. Björt framtíð stóð uppi sem eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu og hefur í kjölfarið aukið við fylgi sitt í skoðanakönnunum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár