Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vandræðalegustu mál stjórnarandstöðunnar

Stund­in tók sam­an nokk­ur mál sem hafa dreg­ið úr trú­verð­ug­leika stjórn­ar­and­stöðu­flokka.

Vandræðalegustu mál stjórnarandstöðunnar

Í nýjasta tölublaði Stundarinnar er fjallað um yfirstandandi kjörtímabil, meðal annars arfleifð ríkisstjórnarinnar og hneykslismál sem komið hafa upp á undanförnum árum. Þá eru tekin saman þrjú vandræðalegustu mál stjórnarandstöðunnar. Sá kafli birtist hér að neðan.

Hjáseta við afgreiðslu búvörufrumvarps

Hjáseta Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna í atkvæðagreiðslu um búvörusamninga ríkisstjórnarinnar við bændur þann 13. september síðastliðinn vakti mikla hneykslan og reiði á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Í frumvarpinu eru bændum gefin fyrirheit um ríkisstuðning upp á 12 til 13 milljarða á ári næstu 10 árin. Alls eru þetta samtals meira en 130 milljarðar króna en ofan á þetta bætist óbeinn stuðningur í formi tollverndar upp á um það bil 9 milljarða.

 

Haft var eftir þingmönnum Pírata að þeir hefðu ekki kynnt sér málið nægilega vel til að treysta sér til að taka afstöðu. Þingmenn Samfylkingarinnar, sem sjálfir höfðu lýst yfir áhyggjum af því að endurskoðunarákvæði frumvarpsins væri veikburða og hefði lítið vægi, réttlætu hjásetu sína eftir atkvæðagreiðsluna með því að vísa til sama endurskoðunarákvæðis og fagna tilkomu þess. Málið reyndist þingmönnum Vinstri grænna ekki jafn óþægilegt, enda hefur flokkurinn aldrei gefið sig sérstaklega út fyrir að vilja koma á róttækum kerfisbreytingum í landbúnaði öðrum en þeim er lúta að umhverfismálum og dýravelferð. Björt framtíð stóð uppi sem eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu og hefur í kjölfarið aukið við fylgi sitt í skoðanakönnunum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár