Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vandræðalegustu mál stjórnarandstöðunnar

Stund­in tók sam­an nokk­ur mál sem hafa dreg­ið úr trú­verð­ug­leika stjórn­ar­and­stöðu­flokka.

Vandræðalegustu mál stjórnarandstöðunnar

Í nýjasta tölublaði Stundarinnar er fjallað um yfirstandandi kjörtímabil, meðal annars arfleifð ríkisstjórnarinnar og hneykslismál sem komið hafa upp á undanförnum árum. Þá eru tekin saman þrjú vandræðalegustu mál stjórnarandstöðunnar. Sá kafli birtist hér að neðan.

Hjáseta við afgreiðslu búvörufrumvarps

Hjáseta Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna í atkvæðagreiðslu um búvörusamninga ríkisstjórnarinnar við bændur þann 13. september síðastliðinn vakti mikla hneykslan og reiði á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Í frumvarpinu eru bændum gefin fyrirheit um ríkisstuðning upp á 12 til 13 milljarða á ári næstu 10 árin. Alls eru þetta samtals meira en 130 milljarðar króna en ofan á þetta bætist óbeinn stuðningur í formi tollverndar upp á um það bil 9 milljarða.

 

Haft var eftir þingmönnum Pírata að þeir hefðu ekki kynnt sér málið nægilega vel til að treysta sér til að taka afstöðu. Þingmenn Samfylkingarinnar, sem sjálfir höfðu lýst yfir áhyggjum af því að endurskoðunarákvæði frumvarpsins væri veikburða og hefði lítið vægi, réttlætu hjásetu sína eftir atkvæðagreiðsluna með því að vísa til sama endurskoðunarákvæðis og fagna tilkomu þess. Málið reyndist þingmönnum Vinstri grænna ekki jafn óþægilegt, enda hefur flokkurinn aldrei gefið sig sérstaklega út fyrir að vilja koma á róttækum kerfisbreytingum í landbúnaði öðrum en þeim er lúta að umhverfismálum og dýravelferð. Björt framtíð stóð uppi sem eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu og hefur í kjölfarið aukið við fylgi sitt í skoðanakönnunum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár