Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Útgerðin styrkti stjórnarflokkana um hátt í 40 milljónir á kjörtímabilinu

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn þáðu sam­tals 37,5 millj­ón­ir króna í styrki frá hand­höf­um kvóta á tíma­bil­inu 2013 til 2015. Á sama tíma­bili voru veiði­gjöld styrk­veit­end­anna lækk­uð auk þess sem reynt var að út­hluta þeim tug­millj­arða mak­ríl­kvóta.

Útgerðin styrkti stjórnarflokkana um hátt í 40 milljónir á kjörtímabilinu

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn þáðu samtals 37,5 milljónir króna í styrki frá handhöfum fiskveiðikvóta á tímabilinu 2013 til 2015. 

Þeir prófkjörsframbjóðendur Sjálfstæðisflokksins sem komust inn á þing árið 2013 þáðu jafnframt 4,3 milljónir frá slíkum fyrirtækjum, en í þeim hópi eru þrír sjálfstæðismenn sem gegnt hafa ráðherraembætti á kjörtímabilinu. 

Þetta er sú mynd sem blasir við þegar útdrættir úr ársreikningum stjórnmálaflokkanna 2015, sem birtir voru á vef Ríkisendurskoðunar á dögunum, eru bornir saman við tölur fyrri ára. 

Stundin tók saman fjárstyrki þeirra lögaðila til flokkanna sem hafa yfir fiskveiðiheimildum að ráða.

20 milljónir til Sjálfstæðisflokksins

Eins og sjá má hér að neðan hefur Sjálfstæðisflokkurinn þegið samtals rúmar 20 milljónir frá kvótahöfum á tímabilinu 2013 til 2015. Um er að ræða 28 prósent af öllum styrkjum lögaðila til flokksins. 

17,5 milljónir til Framsóknarflokksins

Þá hefur Framsóknarflokkurinn þegið um 17,5 milljónir á sama tímabili, en þetta eru 36 prósent af öllum styrkveitingum lögaðila til Framsóknarflokksins.  

Á sama tímabili fékk Samfylkingin um 3,3 milljónir frá kvótafyrirtækjum en styrkir annarra flokka frá útgerðarfélögum voru litlir sem engir. 

Veiðigjöldin lækkuð

Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins var að breyta og lækka sérstaka veiðigjaldið sem komið var á í tíð vinstristjórnarinnar. Ef ekki hefði verið hreyft við gjaldinu hefðu tekjurnar af gjaldinu farið stigvaxandi á undanförnum árum. Sé áætlun um tekjur af veiðigjöldum að óbreyttum lögum vinstristjórnarinnar borin saman við gögn Fiskistofu um álögð veiðigjöld á kjörtímabili hægristjórnarinnar, auk spár um veiðigjöld á yfirstandandi fiskveiðiári, nemur mismunurinn meira en 40 milljörðum króna. Þannig er ljóst að gríðarlegum fjárhagslegum byrðum hefur verið létt af útgerðarfyrirtækjum á sama tíma og þau veittu tugum milljóna í kosningasjóði stjórnarflokkanna. 

Á meðal þeirra fyrirtækja sem höfðu mestan ábata af lækkun veiðigjalds, samkvæmt útreikningum sem gerðir voru við Háskólann á Akureyri haustið 2013, eru Vísir, Rammi, Brim, Fisk Seafood og Þorbjörn. Umrædd fyrirtæki styrktu stjórnarflokkana um rúmar 7 milljónir á tímabilinu 2013 til 2015.

Vildu úthluta 10 fyrirtækjum 90% makrílkvótans

Þann 1. apríl 2015 lagði Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og núverandi formaður Framsóknarflokksins, fram frumvarp um að aflaheimildum í makríl yrði úthlutað til sex ára á grundvelli veiðireynslu án endurgjalds.

Samkvæmt frumvarpinu átti að festa úthlutunina í sessi með þeim hætti að ekki yrði hægt að breyta henni nema með sex ára fyrirvara; þannig yrðu hendur næstu ríkisstjórna bundnar.

Stundin greindi frá því í forsíðuúttekt þann 10. maí sama ár að ef frumvarpið yrði að lögum fengju í raun tíu einstaklingar úthlutaðan makrílkvóta að verðmæti 35 milljarða króna. Þá var áætlað söluverðmæti makrílkvóta sem átti að renna í skaut tíu stórra útgerðarfyrirtækja rúmlega 70 milljarðar, eða 90 prósent af söluverðmæti alls makrílkvótans sem til stóð að afhenda.

Fimm fyrirtæki hefðu fengið um helming makrílkvótans úthlutaðan til sex ára ef frumvarpið hefði orðið að lögum; þetta eru félögin HB Grandi, Samherji, Ísfélag Vestmannaeyja, Vinnslustöðin og Síldarvinnslan en áætlað söluverðmæti kvótans sem ríkisstjórnin hugðist úthluta fyrirtækjunum nemur um 53 milljörðum. Á yfirstandandi kjörtímabili, þ.e. árin 2013, 2014 og 2015, hafa sömu útgerðir styrkt Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um samtals 10,1 milljón króna. 

Hundruða milljóna taprekstur af Morgunblaðinu

Þeir beinu styrkir sem útgerðarfyrirtækin veita Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum blikna í samanburði við kostnað fyrirtækjanna af fjölmiðlarekstri. 

Á yfirstandandi kjörtímabili og því síðasta hefur Morgunblaðið beitt sér af mikilli hörku fyrir hagsmunum og stefnu núverandi stjórnarflokka. Þetta lýsir sér t.d. í leiðaraskrifum Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins.

Þórs­mörk ehf., eig­andi Árvak­urs sem gefur út Morgunblaðið, tap­aði 160 millj­ónum króna á árinu 2015 en rekstrartap Árvakurs nam 667 millj­­ónunum árið 2009, 330 millj­­ónum árið 2010, 205 millj­­ónum árið 2011, 47 milljónum árið 2012 og 42 millj­­ónum árið 2014. 

Guðbjörg Matthíasdóttireigandi Ísfélags Vestmannaeyja og hluthafi í Morgunblaðinu.

Á meðal eigenda Þórsmerkur eru Ísfélag Vestmannaeyja, Rammi, Síldarvinnslan og Samherji í gegnum Síldarvinnsluna, sömu félög og veitt hafa stjórnarflokkunum veglega styrki undanfarin ár og áttu jafnframt að fá drjúgan hluta makrílkvótans samkvæmt makrílfrumvarpi ríkisstjórnarinnar.

Margir af forsvarsmönnum sömu fyrirtækjanna sitja í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem hafa beitt sér eindregið gegn því að Íslendingar láti reyna á uppboðsleið í sjávarútvegi. 

Tífalt meira en hinir flokkarnir

Styrkveitingar útgerðarfyrirtækjanna til umræddra flokka eru ekki nýjar af nálinni. Á árunum 2008 til 2011 fengu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn rúmlega tífalt hærri fjárframlög frá fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi en allir aðrir flokkar til samans.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 23 milljónir og Framsóknarflokkurinn 11 milljónir en á sama tímabili beittu flokkarnir sér af hörku gegn því að hróflað yrði við íslensku fiskveiðistjórnunarkerfi. Þetta birtist í eindreginni andstöðu við upphafleg áform vinstristjórnarinnar um innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda, lögin sem sett voru um sérstakt veiðigjald og stjórnarskrárbreytingarnar sem miðuðu að lögfestingu auðlindaákvæðis. 

Berjast gegn uppboðsleið

Síðasta sumar buðu Færeyingar upp hluta af aflaheimildum sínum í tilraunaskyni. Athygli vakti að kílóverðið sem þeir fengu fyrir kvótann reyndist a.m.k. tíu sinnum hærra en tekjurnar sem íslenska ríkið aflar sér í formi veiðigjalda frá íslenskum útgerðarfyrirtækjum fyrir hvert kíló af sömu fiskitegundum.

Af sjö stærstu stjórnmálaflokkum landsins eru aðeins tveir mótfallnir því að látið verði reyna á einhvers konar uppboðsleið í sjávarútvegi; Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn. Eins og Hermann Oskarsson, fyrrverandi hagstofustjóri Færeyja, rakti nýlega í viðtali við Stundina hafa forystumenn í flokkunum haldið á lofti rangfærslum um uppboðið í Færeyjum og notað þær sem rök gegn því að látið verði reyna á uppboð aflaheimilda á Íslandi. Þá greindi Stundin frá því þann 11. október síðastliðinn að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hefði gefið villandi mynd af uppboðinu í sjónvarpsviðtali.

Í sama viðtali hvatti Bjarni Íslendinga til að líta á björtu hliðarnar. „Íslendingar, við verðum að fara að gleðjast yfir því að þessari grundvallaratvinnugrein okkar gangi vel. Eru það ekki góð tíðindi annars? Er það ekki frábært? Þegar ég var í æsku þá voru þetta bæjarútgerðir sem voru í ströggli, það gekk illa“ sagði hann og benti á að nú væri staða útgerðanna allt önnur, ekki síst vegna þeirra kerfisbreytinga sem lagt hefðu grunninn að stórkostlegri verðmætasköpun í sjávarútvegi. 

Ekki liggur fyrir hve mikla styrki Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa fengið frá útgerðarfyrirtækjum á þessu ári, né hvað einstaka frambjóðendur hafa fengið í aðdraganda prófkjara. Frambjóðendum ber að skila yfirlýsingu eða eftir atvikum uppgjöri til Ríkisendurskoðunar í síðasta lagi þremur mánuðum eftir prófkjör og fjármál flokkanna á árinu 2016 verða ekki gerð opinber fyrr en á næsta ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórnin

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir  vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga
FréttirRíkisstjórnin

Kristján Þór og Þor­steinn Már „nán­ir vin­ir“ í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafa ekki vilj­að svara spurn­ing­um um eðli vináttu sinn­ar. Sam­kvæmt hæfis­regl­um stjórn­sýslu­laga get­ur „ná­in vinátta“ haft áhrif á hæfi ráð­herra og annarra op­in­berra starfs­manna en í slíkri vináttu felst með­al ann­ars að menn um­gang­ist í frí­tíma sín­um.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Endalokin eru ekki í ruslatunnunni
4
ViðtalLoftslagsvá

Enda­lok­in eru ekki í rusla­tunn­unni

Sjálf­bærni er meg­in­stef í lífi Hrefnu Bjarg­ar Gylfa­dótt­ur, teym­is­þjálfa hjá Mar­el. Sem barn fannst henni skrít­ið að henda hlut­um í rusl­ið, það áttu ekki að vera enda­lok­in. Sjálf­bærni­veg­ferð Hrefnu Bjarg­ar hófst með óbilandi áhuga á end­ur­vinnslu. Hún próf­aði að lifa um­búða­lausu lífi sem reynd­ist þraut­in þyngri en hjálp­aði henni að móta eig­in sjálf­bærni.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
7
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár