Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Uppskrift: Sumarsalat með sólartilfinningu

Sumar­ið er kom­ið, hvað sem hita­stig­inu líð­ur, og þá þrá­um við flest létt­ari mat, helst með fersk­um ávöxt­um, og gjarna svo­lít­ið fram­andi yf­ir­bragði. Þetta skel­fiskssal­at upp­fyll­ir öll skil­yrði um sum­armat og það ligg­ur við að mað­ur sjái fyr­ir sér sól­ina glampa á hvít­víns­glasi á dekk­uðu borði úti í garði á heit­um degi við lest­ur upp­skrift­ar­inn­ar. Og ef hann rign­ir þá fær­ir sal­at­ið okk­ur sum­ar­til­finn­ing­una beint í æð þótt við eld­hús­borð­ið sé.

Uppskriftin er fyrir fjóra og hentar rétturinn hvort sem er sem hádegisverður, forréttur eða léttur kvöldverður. Verði ykkur að góðu!

Skelfiskssalat með mangó og avókadó

  • 1-2 mangó
  • 2 avókadó
  • Smávegis sítrónusafi
  • Kókosolía og ólífuolía til steikingar
  • 400 g hörpuskel
  • 400 g risarækjur
  • 1 búnt ferskur kóríander, grófsaxaður

 

Skerðu mangóið meðfram steinum beggja vegna

Skerðu raufar í kjötið, fyrst langsum og svo þversum, og ýttu svo mangótengingunum úr hýðinu.

Flysjaðu avókadóin, taktu steinana úr og skerðu í báta

Stökktu sítrónusafa yfir kjötið svo það aflitist ekki

Svitaðu fyrst hörpuskelina í olíunni (blöndu af kókos- og ólífuolíu) á sjóðheitri pönnu í ½ nínútu á hvorri hlið og leggðu á disk. Gerðu eins með rækjurnar. Þegar skelfiskurinn er orðinn kaldur blandarðu avókadó og mangó saman við á diskinn.

Salatsósa

  • 3 msk ólífuolía
  • ½ msk tamarisósa
  • 2 msk hnetusmjör
  • 4-5 dropar fisksósa
  • Safi og börkur af einni sítrónu
  • 1 búnt ferskur kóríander
  • ½ msk smásöxuð fersk engiferrót
  • 1 dl vatn (ef þú vilt hafa sósuna sætari geturðu notað ananas- eða appelsínusafa)
  • 1 hnífsoddur cayennepipar
  • Gróft salt

Settu öll hráefnin í blandara og láttu ganga þar til áferðin er slétt og falleg.

Heltu sósunni yfir salatið og settu ferskan kóríander yfir.

 

Uppskriftin er úr bókinni Matur sem yngir og eflir eftir Þorbjörgu Hafsteinsdóttur. Útgefandi Salka

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár