Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

United Silicon segir mengun muni minnka í Keflavík: „Ekki skamma okkur eins og hunda“

„Við er­um meng­andi iðn­að­ur, það verð­ur ekki kom­ist hjá því,“ seg­ir Helgi Þór­halls­son, for­stjóri United Silicon í Helgu­vík. Stæka bruna­lykt hef­ur lagt frá verk­smiðj­unni frá því hún var gang­sett fyr­ir fjór­um dög­um. Helgi bið­ur fólk þó að bíða með sleggju­dóma þar til reynsla fæst á ofn­inn í full­um af­köst­um.

United Silicon segir mengun muni minnka í Keflavík: „Ekki skamma okkur eins og hunda“
Mennirnir sem ráða Frá vinstri: Þórður Magnússon rekstrarstjóri United Silicon, Magnús Garðarsson einn helsti eigandi United Silicon og Helgi Þórhallsson forstjóri. Mynd: United Silicon

Sterk brunalykt hefur fundist víða í Reykjanesbæ undanfarna daga, en líkt og Stundin greindi frá í gær þá hefur kvörtunum rignt yfir Umhverfisstofnun vegna mengunarinnar sem kemur frá kísilveri United Silicon í Helguvík.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa starfsmenn kísilversins átt í vandræðum með hreinsibúnað auk þess sem bilun hafi átt sér stað í ofni verksmiðjunnar en hann er sá fyrsti af fjórum sem fyrirtækið hyggst gangsetja.

Stundin hafði samband við Helga Þórhallsson, forstjóra United Silicon í Helguvík, sem staðfesti heimildir Stundarinnar um að vandræði hefðu verið með hreinsibúnað. Vandræðin séu til komin vegna timburs sem þeir brenndu í ofninum til þess að hita hann. Mikill raki hafi verið í timbrinu sem hafi síðan smitast í pokasíur sem eiga að hreinsa reykinn. Fjölmargar af þessum pokasíum hafi eyðilagst og því hafi þurft að skipta um þær. Við gangsetningu hafi einnig skaut eyðilagst og því hafi þurft að skipta um það og endurræsa ofninn. Þá hafi einnig ekki verið nægilegt rafmagn til þess að keyra viftur sem tengdar eru í reykræstivirki verksmiðjunnar.

Rétt hjá íbúabyggð
Rétt hjá íbúabyggð Hér á þessu yfirlitskorti er hægt að sjá hversu nálægt verksmiðjan er íbúabyggð í Reykjanesbæ.

Biður íbúa að bíða með sleggjudóma

Helgi vildi þó ekki kannast við að þetta vandamál væri enn til staðar því viðgerðir hafi staðið langt fram á kvöld og hafi lokið í nótt. Búið sé að skipta um pokasíur, skaut og nægt rafmagn sé nú til staðar til þess að keyra vifturnar. Enga lykt ætti því að vera hægt að finna lengur. Blaðamaður getur þó vitnað til um það að lyktin hafi enn verið til staðar um klukkan þrjú í dag. Helgi biður samt íbúa og aðra að bíða með sleggjudóma þar til reynsla er komin á ofninn.

„Þegar ofninn er kominn í eðlilegt ástand og skilar fullum afköstum þá er fyrst hægt að dæma um það hvort einhver óvenjuleg mengun berist frá verksmiðjunni eða ekki.“

Hvenær verður ofninn kominn í fulla keyrslu?

„Ef við lendum ekki í frekari hremmingum með skaut erum við að tala um fjóra eða fimm daga. Þá erum við komnir í þrjátíu megawött. Þá erum við að tala allan reyk í gegnum reykræstivirkið og erum þá komnir með stabílt ástand. Menn verða að hafa smá þolinmæði og ekki skamma okkur eins og hunda á meðan við erum á fyrstu metrunum. Þegar verið er að gangsetja svona verksmiðju að þá getur orðið röskun og ójafnvægi og þá geta ákveðin óþægindi skapast sem ég vona að heyri sögunni til þegar við erum komnir í fulla keyrslu.“

Helgi, efnaverkfræðingur að mennt og hokinn af reynslu á þessum vettvangi eins og hann orðar sjálfur, segir allt kapp lagt á að reka verksmiðjuna eins vel og hægt er, í sátt og samlyndi við nærumhverfi hennar og íbúa Reykjanesbæjar. Hann hafi verið forstjóri kísilverksmiðja víða um heim og að hér á landi séu mjög strangar reglur er varða mengun og umhverfisáhrif.

„Við verum mengandi iðnaður“

„Ég hef starfað á þessum vettvangi í yfir 34 ár og get sagt þér að við fylgjum öllum þeim kröfum og reglum sem okkur eru settar og þær eru mjög strangar og ekkert síður strangar hér en til dæmis í Noregi. Við ætlum að standa okkur og sjá til þess að allur búnaður sé í lagi sem á að halda allri mengun í skefjum. Við verum mengandi iðnaður, það verður ekki komist hjá því.“

Forstjóri með 34 ára reynslu

Helgi starfaði áður sem aðstoðarforstjóri hjá Elkem á Íslandi en þeir reka kísilverksmiðju á Grundartanga. Vandamál með lyktmengun hafi ekki komið upp en það sé þó eflaust vegna þess að sú verksmiðja hafi verið „úti í sveit“ og fjarri íbúabyggð.

Kom nálægðin við byggð í Reykjanesbæ þér á óvart?

„Þegar ég byrjaði að koma hérna fyrst þá hrökk ég dálítið í kút, hélt að svæðið væri fjær, en nota bene, ég hef verið verksmiðjustjóri í verksmiðju í Noregi sem var staðsett í miðjum bæ og bæjarfélagið varð til í kringum hana. Hún opnaði 1928 og þá var ekki til þess tækni í hreinsibúnaði sem við notum í dag og í vissum vindáttum gat fólk ekki opnað glugga eða þvegið þvott. Það voru líka meiri mengandi efni en það var hluti af því að búa á svona stað og hafa lífsviðurværi af honum,“ segir Helgi og bendir á að höfnin í Helguvík sé ástæða þess að verksmiðjan sé á þessum stað.

Umdeild verksmiðja
Umdeild verksmiðja Íbúar hafa litla trú á frekari stóriðju í Helguvík og hafa margir áhyggjur af mengun sem berst frá henni þessa dagana.

Óvissa með næsta ofn

„Það sem menn eru að horfa á hér er að búið er að byggja þessa höfn og nú þarf að finna henni verkefni og menn byggja ekki svona verksmiðju án þess að vera nálægt höfn. Þeim verksmiðjum sem ekki eru nálægt höfn hefur ávallt á endanum verið lokað því aðföngin eru svo dýr. Ég var eitt sinn forstjóri kísilverksmiðju í Kína og flutningskostnaðurinn var að drepa okkur,“ segir Helgi sem þykir eðlilegt að þær verksmiðjur sem þurfi á höfnum að halda rísi nálægt þeim.

„Kannski hefðu menn kosið að hafa höfnina í Helguvík fjær byggð.“

En nú er þetta aðeins fyrsti ofninn af fjórum sem er áætlað að gangsetja. Hvenær er áætlað að fjórði og síðasti ofninn verði gangsettur?

„Það veit enginn hvenær hægt er að byrja á ofni númer tvö. Það er ekkert rafmagn til staðar fyrir hann. Þá geta menn líka bara litið til þeirra verkefna sem eru í sama flokki og verksmiðjan okkar til að sjá að það gengur illa að fá fjármagn fyrir þetta. Verð á kísiljárni og málmum er í sögulegu lágmarki, þá er samdráttur í notkun á þessum málmum og mikil framleiðsla í Kína þannig að niðursveiflan er miklu meiri en menn hafa nokkurn tímann séð í málmi. Verð hafa reyndar aðeins verið að þokast upp á við en verða samt sem áður lág á næsta ári. Svo má ekki gleyma þessu með rafmagnið. Það þarf að tengja rafmagn við þetta og það er ekki fáanlegt á Íslandi í dag. Þetta er langhlaup eins og maður segir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Áhrif kísilvers United Silicon

Arion um sjálfbærnistefnu sína og kísilverið: „Bankinn tekur þá ábyrgð mjög alvarlega“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Ari­on um sjálf­bærni­stefnu sína og kís­il­ver­ið: „Bank­inn tek­ur þá ábyrgð mjög al­var­lega“

Ari­on banki er með­vit­að­ur um þá ábyrgð sem hvíl­ir á bank­an­um varð­andi mögu­lega enduropn­un kís­il­vers­ins í Helgu­vík. Kís­il­ver­inu var lok­að vegna meng­un­ar ár­ið 2017. Stefna bank­ans í um­hverf­is­mál­um hef­ur tek­ið breyt­ing­um á liðn­um ár­um og svar­ar bank­inn með­al ann­ars spurn­ing­um um hvernig þessa stefna rím­ar við enduropn­un meng­andi kís­il­vers.
Guðbrandur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kísilverksmiðjunni
ViðskiptiÁhrif kísilvers United Silicon

Guð­brand­ur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kís­il­verk­smiðj­unni

Ari­on banki hyggst opna aft­ur kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík sem hef­ur ver­ið lok­uð í tæpt ár. All­ir bæj­ar­full­trú­ar í Reykja­nes­bæ hafa lýst sig and­víga opn­un­inni og 350 at­huga­semd­ir bár­ust frá íbú­um í bæn­um. Guð­brand­ur Ein­ars­son', bæj­ar­full­trúi og þing­mað­ur VIð­reisn­ar, lýs­ir áhrif­um verk­smiðj­unn­ar á heilsu­far sitt og út­skýr­ir hvers vegna má ekki opna hana aft­ur.
Stjórnmálamenn töluðu upp United Silicon og fögnuðu ákaft: „Við erum búin að bíða lengi“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Stjórn­mála­menn töl­uðu upp United Silicon og fögn­uðu ákaft: „Við er­um bú­in að bíða lengi“

„Þetta er mjög stór stund,“ sagði Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráð­herra, þeg­ar fyrsta skóflu­stung­an var tek­in að verk­smiðju United Silicon, sem fór í gjald­þrot í dag eft­ir að hafa marg­brot­ið starfs­leyfi og meint­an fjár­drátt for­stjór­ans. Bæj­ar­stjór­inn í Reykja­nes­bæ gagn­rýndi úr­töluradd­ir. „Við er­um bú­in að bíða lengi,“ sagði iðn­að­ar­ráð­herra.
Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi
Fréttir

Dul­ar­full­ur barón keypti í kís­il­veri og seldi virkj­ana­rétt­indi

Ít­alsk­ur barón, Fel­ix Von Longo-Lie­ben­stein, hef­ur ver­ið virk­ur í jarða­kaup­um á Ís­landi frá síð­ustu alda­mót­um en hef­ur náð að halda sér ut­an kast­ljóss fjöl­miðla. Hann var einn af hlut­höf­un­um í kís­il­fyr­ir­tæk­inu United Silicon og seldi dótt­ur­fé­lagi HS Orku vatns­rétt­indi út af virkj­un á Strönd­um. Illa geng­ur að fá upp­lýs­ing­ar um barón­inn.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár