Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ung kona vaknaði ekki á aðfangadag - safnað fyrir fjölskylduna

Fjöl­skylda Ástrós­ar Kristrún­ar­dótt­ur náði ekki að vekja hana á að­fanga­dags­morg­un. Að­stand­end­ur fjöl­skyld­unn­ar og Ástrós­ar hafa stofn­að til söfn­un­ar henni til hjálp­ar.

Ung kona vaknaði ekki á aðfangadag - safnað fyrir fjölskylduna

Ung kona, Ástrós Kristrúnardóttir, lést á aðfangadag, í blóma lífsins. Ástrós var aðeins 22 ára gömul. Fjölskylda hennar náði ekki að vekja hana um  morguninn.

Safnað er fyrir fjölskyldu Ástrósar til þess að hjálpa henni með kostnað vegna jarðarfarar og afleiðinga áfallsins af missinum. Í samtali við Stundina segir frænka Ástrósar, Sólveig Harpa Helgadóttir, að Ástrós hafi verið elskuð af fjölskyldu sinni. Fjölskyldan þarfnist nú stuðnings.

„Elsku Ástrós. Unga og fallega frænka okkar lést á aðfangadag. Sorgin og söknuðurinn er mikill fyrir fjölskyldu hennar og vini,“ segir Sólveig Harpa í Facebook-færslu. „Þetta er erfiður tími fyrir þennan hræðilega missi því langar mig, fyrir hönd stórfjölskyldunnar, að setja af stað söfnun fyrir fjölskyldu hennar sem nú þarf að undirbúa jarðarför og erfidrykkju fyrir stóran fjölda fólks sem vill kveðja þessa ástkæru, yndislegu og litríku stelpu sem fór alltof fljótt frá okkur.“

Vinkona Ástrósar lýsir einnig eftir stuðningi fyrir fjölskyldu hennar í Facebook-hópnum Góða systir.

Ástrós var fædd 24. júlí 1994.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár