Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ung kona vaknaði ekki á aðfangadag - safnað fyrir fjölskylduna

Fjöl­skylda Ástrós­ar Kristrún­ar­dótt­ur náði ekki að vekja hana á að­fanga­dags­morg­un. Að­stand­end­ur fjöl­skyld­unn­ar og Ástrós­ar hafa stofn­að til söfn­un­ar henni til hjálp­ar.

Ung kona vaknaði ekki á aðfangadag - safnað fyrir fjölskylduna

Ung kona, Ástrós Kristrúnardóttir, lést á aðfangadag, í blóma lífsins. Ástrós var aðeins 22 ára gömul. Fjölskylda hennar náði ekki að vekja hana um  morguninn.

Safnað er fyrir fjölskyldu Ástrósar til þess að hjálpa henni með kostnað vegna jarðarfarar og afleiðinga áfallsins af missinum. Í samtali við Stundina segir frænka Ástrósar, Sólveig Harpa Helgadóttir, að Ástrós hafi verið elskuð af fjölskyldu sinni. Fjölskyldan þarfnist nú stuðnings.

„Elsku Ástrós. Unga og fallega frænka okkar lést á aðfangadag. Sorgin og söknuðurinn er mikill fyrir fjölskyldu hennar og vini,“ segir Sólveig Harpa í Facebook-færslu. „Þetta er erfiður tími fyrir þennan hræðilega missi því langar mig, fyrir hönd stórfjölskyldunnar, að setja af stað söfnun fyrir fjölskyldu hennar sem nú þarf að undirbúa jarðarför og erfidrykkju fyrir stóran fjölda fólks sem vill kveðja þessa ástkæru, yndislegu og litríku stelpu sem fór alltof fljótt frá okkur.“

Vinkona Ástrósar lýsir einnig eftir stuðningi fyrir fjölskyldu hennar í Facebook-hópnum Góða systir.

Ástrós var fædd 24. júlí 1994.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár