Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ummæli eiginkonu Bjarna ekki í samræmi við gögn af framhjáhaldssíðu

Síð­asta virkni á að­gangi Bjarna Bene­dikts­son­ar var mán­uð­inn eft­ir að að­gang­ur­inn var stofn­að­ur. Að­stoð­ar­menn Bjarna hafa huns­að sím­töl frá Stund­inni allt frá því Ashley Madi­son-gögn­um var lek­ið á net­ið.

Ummæli eiginkonu Bjarna ekki í samræmi við gögn af framhjáhaldssíðu

Ummæli eiginkonu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um notkun þeirra hjóna á framhjáldsvefnum Ashley Madison samræmast ekki þeim upplýsingum sem fram koma í gögnunum sem lekið var á netið. 

Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna, fullyrðir að þau hjón hafi búið til aðgang á vefnum árið 2008 en aldrei notað hann eftir það. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hefur aðgangurinn hins vegar verið uppfærður að minnsta kosti þrisvar sinnum frá því að hann var stofnaður, síðast í ársbyrjun 2013.

Uppfært: Allt bendir til þess að uppfærslurnar á aðgangi Bjarna 2013 og 2011 hafi verið hluti af sjálfvirkri uppfærslu á vefnum. Síðasta virknin á aðgangi Bjarna átti sér stað um mánuði eftir að aðgangur hans var stofnaður, eða í október 2008. 

Þóra Margrét
Þóra Margrét eiginkona Bjarna

Orðrétt segir Þóra Margrét á Facebook: „Kæru vinir. Ekki er öll vitleysan eins. Okkur hjónum hafa borist margar ábendingar um að nú sé talsvert rætt manna í milli um að gamalt netfang Bjarna tengist gögnum af Ashley Madison vefnum sem dreift hefur verið á netinu. Svona getur forvitnin leitt mann í gönur. Við heyrðum um þennan umdeilda vef í erlendum fréttum fyrir um 7 árum (2008). Í framhaldi af því skoðuðum við vefinn fyrir forvitnissakir, en til þess þurfti að fylla út þar til gert form, skrá netfang, erlent póstnúmer og fleira sem við gerðum í algjörum hálfkæringi og af léttúð. Við höfum aldrei síðan farið inn á þennan vef. Það var aldrei greitt fyrir skráningu eða aðgang að vefnum. Þessi heimsókn hefur ekki leitt til samskipta við nokkurn mann, hvað þá trúnaðarbrots af neinum toga. Ekki er allt sem sýnist á netinu. Ást og friður.“

„Við höfum aldrei síðan farið inn á þennan vef.“

Aðstoðarmenn
Aðstoðarmenn Blaðamenn Stundarinnar hafa hringt daglega í Svanhildi og Teit, aðstoðarmenn Bjarna, eftir að gögnum Ashley Madison-síðunnar var lekið. Þau hafa ekki svarað, þrátt fyrir að fjallað sé um samskipti við fjölmiðla í leiðbeinandi erindisbréfi aðstoðarmanna.

Aðstoðarmenn Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, hafa hunsað símtöl og tölvupóst frá Stundinni eftir að gögnum Ashley Madison-vefsins var lekið á netið fyrr í þessum mánuði. Stundin hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Teit Björn Einarsson og Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmenn Bjarna Benediktssonar og einnig ráðherra sjálfan. Aðstoðarmennirnir hafa látið undir höfuð leggjast að svara í síma og að svara tölvupóstum frá Stundinni, en samkvæmt leiðbeinandi erindisbréfi fyrir aðstoðarmenn sem forsætisráðuneytið sendi ráðuneytunum um síðustu áramót ber aðstoðarmönnum að fylgjast með fjölmiðlaumfjöllun og veita fjölmiðlum viðbrögð. Í siðareglum starfsmanna stjórnarráðsins er einnig fjallað um samskipti við fjölmiðla, en fram kemur að starfsfólki stjórnarráðsins beri að veita upplýsingar greiðlega og með kerfisbundnum hætti.

Aðgangurinn var búinn til 13. september 2008 skömmu fyrir miðnætti, en þá var Bjarni Benediktsson óbreyttur þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ekki var greitt fyrir skráninguna. Samkvæmt gögnum sem sjá má á síðunni var aðgangurinn uppfærður þremur árum seinna eða 21. október 2011 og aftur þann 25. janúar árið 2013, skömmu eftir miðnætti. Staðsetningin sem gefin er upp er bærinn Bradenton í Flórída en í þeim bæ átti faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hús um tíma. 

Sá fæðingardagur sem gefinn er upp er 25. janúar 1970, en Bjarni á afmæli 26. janúar. Ekki er hægt að sjá hver öryggisspurningin er, en svarið við henni er MR. Bjarni er fyrrum nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík.

DV greindi frá því í síðustu viku að maður úr stjórnmálaheiminum væri á meðal þeirra sem notað hefðu Ashley Madison. Var lesendum boðið að sjá lýsingar Íslendinga á síðunni og byrjaði frétt DV á lýsingu Bjarna. Skömmu síðar var Bjarni fenginn í forsíðuviðtal en ekki spurður um málið.  

Eftirfarandi lýsing er gefin upp á aðganginum sem tengdur er netfangi Bjarna: „Its about being interested in a nice looking woman, wanting to have an intelligent and fun conversation and good...very good sex. Im not from the States but do travel quite often.“ Nafn aðgangsins er Icehot1.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórnin

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir  vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga
FréttirRíkisstjórnin

Kristján Þór og Þor­steinn Már „nán­ir vin­ir“ í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafa ekki vilj­að svara spurn­ing­um um eðli vináttu sinn­ar. Sam­kvæmt hæfis­regl­um stjórn­sýslu­laga get­ur „ná­in vinátta“ haft áhrif á hæfi ráð­herra og annarra op­in­berra starfs­manna en í slíkri vináttu felst með­al ann­ars að menn um­gang­ist í frí­tíma sín­um.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár