Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Umfangsmiklir fjármálaglæpir í Moldavíu minna á Ísland

Áhrifa­mikl­ir ein­stak­ling­ar í Molda­víu eru bendl­að­ir við fjár­málaglæpi sem minna á að­drag­and­ann að ís­lenska banka­hrun­inu. Stór hluti af þjóð­ar­­fram­leiðslu Molda­víu, fá­tæk­asta rík­is Evr­ópu, lek­ur úr landi með hjálp við­ur­kenndra end­ur­skoð­enda. Rík­ið þurfti að bjarga bönk­un­um.

Umfangsmiklir fjármálaglæpir  í Moldavíu minna á Ísland
Stéphane Bridé Fyrrverandi deildarstjóri málefna Moldavíu hjá Grant Thornton var gerður að efnahagsráðherra.

Eitt af stærstu endurskoðunar­fyrirtækjum heims hefur verið sakað um vanrækslu og vanhæfni eftir að einn milljarður Bandaríkjadala lak út úr moldavíska hagkerfinu í lok síðasta árs. Sú upphæð jafngildir 15% af þjóðar­framleiðslu þessa fyrrverandi Sovét­lýðveldis sem jafnframt er fátækasta ríki Evrópu.

Grant Thornton er eitt af stærstu endurskoðunar- og bókhaldsfyrirtækjum Bretlands með útibú í tæplega 20 ríkjum víðsvegar um heiminn. Þeir voru ábyrgir fyrir endurskoðun þriggja stærstu banka Moldavíu þegar fjármagnslekinn átti sér stað. Segja má að upphæðin sem nefnd er hér að ofan hafi með flóknu neti fjármagnsfærslna verið arðrænt úr landinu í gegnum bresk fyrirtæki. Bankarnir þrír hafa stuðst við endurskoðendafyrirtækið Grant Thornton frá því 2010 (Unibank), 2011 (Banca de Economii) og 2013 (Banca Sociala).

Ein afleiðing þessa mikla fjármagnsleka út úr moldóvíska hagkerfinu var sú að ríkisstjórn landsins varð að bjarga fyrrnefndum bönkum með lausnarfé sem jafngildir hálfsárs veltu bankanna þriggja. Eins og gefur að skilja voru áhrifin á þjóðarbúið og gjaldmiðilinn gígantísk; gjaldmiðillinn féll um fjórðung í byrjun árs auk þess sem tímabil samdráttar hófst. Segja má að þessi fjármagnssvik hafi eyðilagt hagkerfi þjóðarinnar á einni nóttu en Moldavía, sem þegar bar þann óeftirsóknaverða titil að vera fátækasta ríki Evrópu, mátti því tæplega við meiri samdrætti.

Upp komst um arðránið í nóvember í fyrra

Moldavíski þingmaðurinn Iurie Chirinciuc, sem var partur af nefnd sem sett var á laggirnar til að rannsaka málið, telur að Grant Thornton hafi vanrækt skyldur sínar sem endurskoðandi umræddra banka. Nýlega spurði hann 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár