Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Umfangsmiklir fjármálaglæpir í Moldavíu minna á Ísland

Áhrifa­mikl­ir ein­stak­ling­ar í Molda­víu eru bendl­að­ir við fjár­málaglæpi sem minna á að­drag­and­ann að ís­lenska banka­hrun­inu. Stór hluti af þjóð­ar­­fram­leiðslu Molda­víu, fá­tæk­asta rík­is Evr­ópu, lek­ur úr landi með hjálp við­ur­kenndra end­ur­skoð­enda. Rík­ið þurfti að bjarga bönk­un­um.

Umfangsmiklir fjármálaglæpir  í Moldavíu minna á Ísland
Stéphane Bridé Fyrrverandi deildarstjóri málefna Moldavíu hjá Grant Thornton var gerður að efnahagsráðherra.

Eitt af stærstu endurskoðunar­fyrirtækjum heims hefur verið sakað um vanrækslu og vanhæfni eftir að einn milljarður Bandaríkjadala lak út úr moldavíska hagkerfinu í lok síðasta árs. Sú upphæð jafngildir 15% af þjóðar­framleiðslu þessa fyrrverandi Sovét­lýðveldis sem jafnframt er fátækasta ríki Evrópu.

Grant Thornton er eitt af stærstu endurskoðunar- og bókhaldsfyrirtækjum Bretlands með útibú í tæplega 20 ríkjum víðsvegar um heiminn. Þeir voru ábyrgir fyrir endurskoðun þriggja stærstu banka Moldavíu þegar fjármagnslekinn átti sér stað. Segja má að upphæðin sem nefnd er hér að ofan hafi með flóknu neti fjármagnsfærslna verið arðrænt úr landinu í gegnum bresk fyrirtæki. Bankarnir þrír hafa stuðst við endurskoðendafyrirtækið Grant Thornton frá því 2010 (Unibank), 2011 (Banca de Economii) og 2013 (Banca Sociala).

Ein afleiðing þessa mikla fjármagnsleka út úr moldóvíska hagkerfinu var sú að ríkisstjórn landsins varð að bjarga fyrrnefndum bönkum með lausnarfé sem jafngildir hálfsárs veltu bankanna þriggja. Eins og gefur að skilja voru áhrifin á þjóðarbúið og gjaldmiðilinn gígantísk; gjaldmiðillinn féll um fjórðung í byrjun árs auk þess sem tímabil samdráttar hófst. Segja má að þessi fjármagnssvik hafi eyðilagt hagkerfi þjóðarinnar á einni nóttu en Moldavía, sem þegar bar þann óeftirsóknaverða titil að vera fátækasta ríki Evrópu, mátti því tæplega við meiri samdrætti.

Upp komst um arðránið í nóvember í fyrra

Moldavíski þingmaðurinn Iurie Chirinciuc, sem var partur af nefnd sem sett var á laggirnar til að rannsaka málið, telur að Grant Thornton hafi vanrækt skyldur sínar sem endurskoðandi umræddra banka. Nýlega spurði hann 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár