Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Tveggja ára drengur bjargaði tvíburabróður sínum eftir að kommóða féll á hann

For­eldr­ar drengj­anna birtu mynd­band af at­vik­inu til þess að vara aðra við hætt­unni sem fylg­ir því að vegg­festa ekki þung hús­gögn. Dreng­irn­ir voru við leik í svefn­her­berg­inu þeg­ar þeir klifr­uðu upp í skúff­urn­ar og komm­óð­an féll fram fyr­ir sig. Ann­ar dreng­ur­inn lenti und­ir komm­óð­unni en bróð­ir hans bjarg­aði hon­um með því að lyfta komm­óð­unni af hon­um.

Tveggja ára drengur bjargaði tvíburabróður sínum eftir að kommóða féll á hann

Tveggja ára drengur bjargaði tvíburabróður sínum þegar kommóða féll á hann. Myndband af atvikinu hefur farið eins og eldur um sinu á internetinu, en þar má sjá hvernig kommóðan fellur þegar drengirnir klifra upp í skúffurnar. Annar drengurinn, Brock, lendir undir kommóðunni og liggur þar fastur, en bróðir hans, Bowdy, sýnir ótrúlegan styrk, lyftir kommóðunni upp og bjargar bróður sínum.  

Bræðurnir eru frá Utah í Bandaríkjunum og voru við leik inni í svefnherberginu sínu þar sem atvikið átti sér stað á nýársdag. Foreldrar þeirra, þau Ricky og Kayli Shoff, segjast hafa verið hikandi við að deila myndbandinu en ákváðu engu að síður að gera það til þess að vara aðra við hættunni sem fylgir því að veggfesta ekki húsgögn. Það hafa foreldrarnir nú gert, auk þess sem þau tóku handföngin af skúffunum til þess að draga úr hættunni á því að drengirnir klifruðu á kommóðunni.

Í samtali við CBS News …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár