„Þetta mál snertir ekki aðeins þig heldur okkur alla sem meðhöfunda. Mörg af svörum þínum hefðu getað verið orðuð betur,“ sagði Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, í tölvupósti til ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarinis um mánaðamótin maí-júní í fyrra eftir að greint hafði verið frá því í sænska ríkissjónvarpinu að grunur léki á að Ítalinn hefði gerst sekur um vísindalegt misferli í rannsóknum sínum á plastbörkum.
Tómas er meðhöfundur Macchiarinis að grein sem birt var í læknatímaritinu Lancet þann 24. nóvember árið 2011 sem lýsir fyrstu plastbarkaaðgerðinni sem framkvæmd var í heiminum, á Erítreumanninum Andemariam Beyene í júní árið 2011 og árangri þeirrar aðgerðar. Tómas var
Athugasemdir