Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Það sem Sigmundur Davíð gerði áður en hann hætti

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra byrj­aði dag­inn á yf­ir­lýs­ing­um um að rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið héngi ekki á blá­þræði, fór síð­an á fund for­seta Ís­lands þar sem hann ósk­aði eft­ir heim­ild til að rjúfa þing en ákvað svo að hætta. Hér er tíma­lína yf­ir helstu at­riði í þess­um við­burð­ar­ríka degi for­sæt­is­ráð­herra.

Það sem Sigmundur Davíð gerði áður en hann hætti

Dagurinn hefur sannarlega verið viðburðarríkur í lífi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Hans fyrsta verk í morgun var að mæta í útvarpsviðtal þar sem hann fullyrti að ríkisstjórnarsamstarfið héngi ekki á bláþræði vegna umræðunnir um Wintris-málið. Rétt í þessu var svo tilkynnt að hann hyggðist hætta sem forsætisráðherra. Það var þó ekki Sigmundur Davíð sjálfur sem tilkynnti það heldur Sigurður Ingi Jóhannsson, flokksbróðir hans, sem Sigmundur Davíð vildi að tæki við forsætisráðuneytinu. Við skoðum hvað gerðist fram að því og hvað varð til þess að hann hætti. 

Tímalína yfir helstu atburði dagsins: 

08:00 - „Samstarfið hangir ekki á bláþræði“

Dagurinn hófst á því að Sigmundur Davíð mætti í viðtal í Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann hélt því meðal annars fram að ríkisstjórnarsamstarfið héngi ekki á bláþræði. 

„Nei, samstarfið hangir ekki á bláþræði vegna umræðu núna frekar en að umræðan áður, sem oft hefur verið hörð, hafi valdið því að samstarfið hangi á bláþræði. Samstarfið hangir eingöngu á bláþræði ef menn vilja ekki starfa saman,“ sagði hann orðrétt. 

Í gær fóru fram fjölmennstu mótmæli sem lögreglan man eftir hér á landi. Sigmundur Davíð hafði gert lítið úr mótmælunum fyrir fram þegar hann sagði í hádegisfréttum í gær: „Það mætir
nú ekki allt fólkið á Austurvöll.“ Síðar um kvöldið mætti hann öllu auðmjúkari í viðtal við Ísland í dag. En í morgun hélt hann áfram að gera lítið úr mótmælum gærdagsins. 

„Hafandi upplifað þetta svo oft, og jafnvel mótmæli þar sem hlutir fóru algjörlega úr böndunum, þá, ég segi ekki að þetta sé komið upp í vana, en þetta er orðið miklu tíðara en var. Það liggur alveg ljóst fyrir að það styðja ekki allir mig eða mína ríkisstjórn og mjög margir sem gera það ekki og alls ekki. Þannig er það í lýðræðisríki og sjálfsagt að menn noti slíkar leiðir til að sýna þá skoðun sína.“

Þá sagði hann viðtalið sem birtist í fréttaskýringaþætti Kastljóss og Reykjavík Media á sunnudag hafa verið hannað til að rugla hann í ríminu. Áður hafði hann beðist afsökunar á frammistöðu sinni í viðtalinu, en ekki því sem fram kom í þættinum. 

11:16 - Stillti Sjálfstæðisflokknum upp við vegg

 

Sigmundur Davíð fór því næst á fund með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, á leynistað stuttu eftir að viðtalinu lauk. 

Óvíst er hvað fór fram á fundinum en að honum loknum birti Sigmundur Davíð færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagðist munu rjúfa þing og boða til kosninga hið fyrsta ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina til að ljúka verkefnum hennar.

Í ljós kom að hann hafði birt færsluna án samráðs við þingflokkinn og án stuðnings hans.  

Þá sagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins að það væri „ekki hægt að berja þá til hlýðni.“

11:30 - „Bless, bless.“

Frá Bjarna virðist Sigmundur Davíð hafa farið beinustu leið á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, á Bessastöðum. 

Áður höfðu þeir komið sér saman um að hittast klukkan eitt en eftir fundinn með Bjarna óskaði Sigmundur Davíð eftir að því yrði flýtt. Hann fengi að koma strax. 

Ólafur Ragnar ákvað því að afboða fund sem hann átti með forseta Kýpur til að taka á móti Sigmundi Davíð, sem mætti með embættismönnum úr forsætisráðuneytinu sem höfðu með sér bréf sem þeir vildu að forseti Íslands undirritaði og veitti þar með Sigmundi Davíð heimild til að rjúfa þing. 

Fjöldi fréttamanna var á vettvangi þegar Sigmundur Davíð gekk út af fundinum án þess að virða þá viðlits. Aðspurður hvort þing yrði rofaði svaraði hann því til að þeir hefðu bara verið að spjalla. „Við sjáum til með þetta allt saman. Bless, bless,“ var það eina sem Sigmundur Davíð sagði við blaðamennina á leið sinni út í bíl. 

Þegar Sigmundur Davíð var farinn ákvað Ólafur Ragnar hins vegar að breyta frá þeirri almennu reglu að ræða ekki við fjölmiðla um efni fundar með forsætisráðherra. Þar sagðist hann ekki ætla að verða leiksoppur í valdabaráttu flokksformanna. 

„Eins og ég tjáði forsætisráðherra, í ljósi þess að hann gerði ykkur og almenningi á Facebókarsíðu sinni, að ég held grein fyrir því að hann stefndi að þingrofi og myndi beita því afli í viðræðum sínum við samstarfsflokkinn, að þá væri á vissan hátt verið að draga forsetann með ákveðnum hætti inn í deilur eða aflraunir á milli stjórnmálaflokkanna á ákveðnum tímapunkti og það er ekki við hæfi,“ sagði Ólafur Ragnar. 

Ólafur Ragnar
Ólafur Ragnar

Hann greindi fréttamönnum frá því að Sigmundur Davíð hefði óskað eftir heimild til að rjúfa þing en forsetinn hefði hafnað því á þeim forsendum að Sigmundur Davíð gat ekki greint frá afstöðu formanns Sjálfstæðisflokksins til þess að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu með þessum hætti. 

Forsetinn sagðist hafa rætt lengi við Sigmund Davíð og útskýrt fyrir honum að forseti „leggur sjáfstætt mat á það hvort hann samþykkir þá þegar, eða síðar, ósk forsætisráðherra um þingrof.

Það sem forseti hlýtur að meta í slíku tilviki er í fyrsta lagi hvort stuðningur sé við þá ósk hjá ríksistjórnarflokkunum og hvort líklegt sé að þingrof leiði til farsællar niðurstöðu.“ 

Þá er ljóst að Sigmundur skorti ekki aðeins umboð frá samstarfsmönnum sínum í ríkisstjórninni heldur hafði hann ekki heldur ráðfært sig við þingflokk Framsóknarflokksins áður en hann bað forseta um heimild til að rjúfa þing. 

13:30 - „Kíktu bara á Facebook“

Eftir fundinn á Bessastöðum fór Sigmundur Davíð í Stjórnarráðið þar sem hann var í um klukkutíma. Fréttamaður Ríkisútvarpsins var á staðnum þegar hann gekk út úr Stjórnarráðinu og reyndi að ná af honum tali, heldur hljóp á undanum honum og inn í bíl.

Fréttamaðurinn náði engu að síður að stinga míkrafóninum að Sigmundi Davíð til að spyrja hvort Bjarni hefði haft vitneskju um fyrirætlanir hans skaut Sigmundur Davíð á forsetann með því að benda honum á að lesa Facebook. 

„Kíktu bara á Facebook það er jafnvel betri heimild en það sem maður heyrir á blaðamannafundum,“ sagði hann við Ægi Þór Eysteinsson, fréttamann á RÚV. 

13:45 - „Spjalla við ykkur síðar“

Nokkrum mínútum síðar var Sigmundur Davíð mættur í Alþingishúsið, þar sem hann var enn á hlaupum undan fréttamönnum. 

Þingflokkurinn hafði þá fundað án hans í um klukkustund, á meðan hann var einn í forsætisráðuneytinu. 

Hann var mættur í Alþingishúsið rétt fyrir klukkan tvö og þegar fréttamaður kallaði á eftir honum hvort hann ætlaði af segja sér. Sigmundur Davíð sneri sér þá skyndilega við, benti valdsmannslega á blaðamennina og brosti: 

„Ég væri til í að spjalla við ykkur síðar en ég verð að fara á fund,“ var það eina sem Sigmundur Davíð sagði áður en hann hljóp inn á fundinn.

15:15 - Sigmundur Davíð hættir sem forsætisráðherra

Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk rétt eftir klukkan þrjú. Sigmundur Davíð neitaði enn að veita fréttamönnum viðtal en sagði: „Það er margt mjög skemmtilegt og áhugavert að gerast,“ áður en hann bætti því við að hann myndi ræða við blaðamenn fljótlega. „Það er alveg tilefni fyrir því hvað þið eruð spennt,“ sagði hann að lokum og gekk í burtu. 

Skömmu síðar steig Sigurður Ingi fram og greindi frá því að á fundinum hefði Sigmundur Davíð lagt til að hann myndi sjálfur láta af störfum sem forsætisráðherra en Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, yrði forsætisráðherra.

Tillagan var samþykkt af þingfloknum en enn á eftir að koma í ljós hvort Sjálfstæðismenn muni sætta sig við þessa lausn. 

16:38 - Sakaði forsetann um ósannindi

Þótt Sigmundur Davíð hefði lagt til að hann myndi hverfa frá störfum forsætisráðherra er hann ekki enn hættur. Síðdegis birtist á vef forsætisráðuneytisins fréttatikynning um fundinn sem Sigmundur Davíð átti við forsetann í morgun. Þar sagði að formleg tillaga um þingrof hafi hvorki verið borin upp á fundinum né kynnt forseta að fundi loknum. Á blaðamannafundi í hádeginu sagði forsetinn að Sigmundur Davíð hefði óskað eftir heimild til að rjúfa þing, ekki að hann hafi lagt það til.

Í tilkynningu forsætisráðuneytisins sagði að á fundinum hefði forsætisráðherra upplýst forseta um stöðu mála í stjórnmálum hér á landi og greint frá áformum sínum um að leggja til við forseta að þing yrði rofið og boðað til amennra alþingiskosninga ef í ljós kæmi að meirihluta stuðnignur við ríkisstjórnina væri brostinn. 

Þá var forsetinn sakaður um að hafa farið með ósannindi á blaðamannafundinum: Formleg tillaga um þingrof var hvorki borin upp á fundinum né kynnt forseta eins og skilja mátti af ummælum forseta Íslands að fundi loknum. Forsætisráðherra tjáði forseta að hann hyggðist bera þingrofstillögu formlega upp við forseta ef niðurstaða um framangreint lægi fyrir.

 

Nokkrum vikum eftir að Sigmundur Davíð tók við völdum sem forsætisráðherra birti hann pistil á heimasíðu sinni sem hét Fyrsti mánuður loftárása, þar sem hann kvartaði undan umræðunni og fréttaflutningi fjölmiðla, eins og hann hefur ítrekað gert síðan. Þetta var árið 2013 en nú tæpum þremur árum síðar má segja að síðasti dagur loftárása hafi runnið upp, þegar hann tilkynnti um afsögn sína sem forsætisráðherra. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár