Tillaga um að þjóðareign auðlinda yrði fest í stjórnarskrá náði ekki fram að ganga á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina.
Í ályktunardrögum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd flokksins, sem lá fyrir fundinum, var að finna eftirfarandi málsgrein: „Í stjórnarskránni ætti að vera ákvæði um að auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, séu ævarandi eign íslensku þjóðarinnar sem nýttar skuli með sjálfbærni og hagsmuni landsmanna allra að leiðarljósi“. Í lokaályktun nefndarinnar er þessa tillögu hins vegar hvergi að finna.
Athugasemdir