Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þyrla í háskaflugi hjá Henglinum

Fimmtán manna göngu­hópi var brugð­ið og héldu að þyrla hefði hrap­að. „Grodda­legt flug,” sagði einn göngu­mann­anna. Átta tím­um síð­ar hrap­aði þyrla Ól­afs Ólafs­son­ar, að­aleig­anda Sam­skipa, við Nesja­valla­virkj­un.

Þyrla í háskaflugi hjá Henglinum
Þyrla Ólafs Ólafssonar Brotlenti suður af Nesjavallavirkjun.

„Við fengum áfall við að horfa á þetta og héldum að þyrlan hefði hrapað,” segir maður sem var í 15 manna gönguhópi á leið upp Hengil, skömmu fyrir hádegi í gær.

Göngumaðurinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að hópurinn hafi verið kominn langleiðina upp á Vörðuskeggja, hæsta tind Hengilsins, þegar þyrla birtist og flaug rólega yfir tindinum. Skyndilega stefndi hún með nefið á undan og miklum drunum niður fjallið.

„Þegar við heyrðum af þyrluslysinu í gærkvöld kom þetta atvik strax upp” 

Rúmlega átta klukkustundum síðar hrapaði þyrla í eigu Ólafs Ólafssonar athafnamanns á þessu svæði með þeim afleiðingum að þrír af fimm manns sem voru um borð slösuðust. Viðmælandi Stundarinnar segir þyrluna sem gönguhópurinn sá vera mjög líka þeirri sem steypt var niður við Vörðuskeggja.

„Okkur var öllum mjög brugðið við að sjá hana stefna á miklum hraða niður. Nefið var á undan. Þegar við heyrðum af þyrluslysinu í gærkvöld kom þetta atvik strax upp í huga,” segir göngumaðurinn.

Þyrla Ólafs skráð í Sviss

Stundin hafði samband við svissnesk flugmálayfirvöld en þar höfðu menn ekki fengið tilkynningu um flugslysið en þyrla Ólafs Ólafssonar er skráð þar í landi í gegnum tvö félög sem hafa annarsvegar aðsetur í Kaupmannahöfn og hinsvegar í Sviss.

Ekki hefur fengist staðfest hjá flugmálayfirvöldum hér á landi hvort þyrlan sem gönguhópurinn sá sé sú sama og brotlenti klukkan 19:49 en þá barst gervihnetti neyðarboð um slysið. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur þyrla Ólafs í tvígang, á fimm dögum, slökkt á búnaði sem gerir almenningi kleyft að fylgjast með ferðum hennar yfir landinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu