Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þyrla í háskaflugi hjá Henglinum

Fimmtán manna göngu­hópi var brugð­ið og héldu að þyrla hefði hrap­að. „Grodda­legt flug,” sagði einn göngu­mann­anna. Átta tím­um síð­ar hrap­aði þyrla Ól­afs Ólafs­son­ar, að­aleig­anda Sam­skipa, við Nesja­valla­virkj­un.

Þyrla í háskaflugi hjá Henglinum
Þyrla Ólafs Ólafssonar Brotlenti suður af Nesjavallavirkjun.

„Við fengum áfall við að horfa á þetta og héldum að þyrlan hefði hrapað,” segir maður sem var í 15 manna gönguhópi á leið upp Hengil, skömmu fyrir hádegi í gær.

Göngumaðurinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að hópurinn hafi verið kominn langleiðina upp á Vörðuskeggja, hæsta tind Hengilsins, þegar þyrla birtist og flaug rólega yfir tindinum. Skyndilega stefndi hún með nefið á undan og miklum drunum niður fjallið.

„Þegar við heyrðum af þyrluslysinu í gærkvöld kom þetta atvik strax upp” 

Rúmlega átta klukkustundum síðar hrapaði þyrla í eigu Ólafs Ólafssonar athafnamanns á þessu svæði með þeim afleiðingum að þrír af fimm manns sem voru um borð slösuðust. Viðmælandi Stundarinnar segir þyrluna sem gönguhópurinn sá vera mjög líka þeirri sem steypt var niður við Vörðuskeggja.

„Okkur var öllum mjög brugðið við að sjá hana stefna á miklum hraða niður. Nefið var á undan. Þegar við heyrðum af þyrluslysinu í gærkvöld kom þetta atvik strax upp í huga,” segir göngumaðurinn.

Þyrla Ólafs skráð í Sviss

Stundin hafði samband við svissnesk flugmálayfirvöld en þar höfðu menn ekki fengið tilkynningu um flugslysið en þyrla Ólafs Ólafssonar er skráð þar í landi í gegnum tvö félög sem hafa annarsvegar aðsetur í Kaupmannahöfn og hinsvegar í Sviss.

Ekki hefur fengist staðfest hjá flugmálayfirvöldum hér á landi hvort þyrlan sem gönguhópurinn sá sé sú sama og brotlenti klukkan 19:49 en þá barst gervihnetti neyðarboð um slysið. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur þyrla Ólafs í tvígang, á fimm dögum, slökkt á búnaði sem gerir almenningi kleyft að fylgjast með ferðum hennar yfir landinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár