Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þyrla í háskaflugi hjá Henglinum

Fimmtán manna göngu­hópi var brugð­ið og héldu að þyrla hefði hrap­að. „Grodda­legt flug,” sagði einn göngu­mann­anna. Átta tím­um síð­ar hrap­aði þyrla Ól­afs Ólafs­son­ar, að­aleig­anda Sam­skipa, við Nesja­valla­virkj­un.

Þyrla í háskaflugi hjá Henglinum
Þyrla Ólafs Ólafssonar Brotlenti suður af Nesjavallavirkjun.

„Við fengum áfall við að horfa á þetta og héldum að þyrlan hefði hrapað,” segir maður sem var í 15 manna gönguhópi á leið upp Hengil, skömmu fyrir hádegi í gær.

Göngumaðurinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að hópurinn hafi verið kominn langleiðina upp á Vörðuskeggja, hæsta tind Hengilsins, þegar þyrla birtist og flaug rólega yfir tindinum. Skyndilega stefndi hún með nefið á undan og miklum drunum niður fjallið.

„Þegar við heyrðum af þyrluslysinu í gærkvöld kom þetta atvik strax upp” 

Rúmlega átta klukkustundum síðar hrapaði þyrla í eigu Ólafs Ólafssonar athafnamanns á þessu svæði með þeim afleiðingum að þrír af fimm manns sem voru um borð slösuðust. Viðmælandi Stundarinnar segir þyrluna sem gönguhópurinn sá vera mjög líka þeirri sem steypt var niður við Vörðuskeggja.

„Okkur var öllum mjög brugðið við að sjá hana stefna á miklum hraða niður. Nefið var á undan. Þegar við heyrðum af þyrluslysinu í gærkvöld kom þetta atvik strax upp í huga,” segir göngumaðurinn.

Þyrla Ólafs skráð í Sviss

Stundin hafði samband við svissnesk flugmálayfirvöld en þar höfðu menn ekki fengið tilkynningu um flugslysið en þyrla Ólafs Ólafssonar er skráð þar í landi í gegnum tvö félög sem hafa annarsvegar aðsetur í Kaupmannahöfn og hinsvegar í Sviss.

Ekki hefur fengist staðfest hjá flugmálayfirvöldum hér á landi hvort þyrlan sem gönguhópurinn sá sé sú sama og brotlenti klukkan 19:49 en þá barst gervihnetti neyðarboð um slysið. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur þyrla Ólafs í tvígang, á fimm dögum, slökkt á búnaði sem gerir almenningi kleyft að fylgjast með ferðum hennar yfir landinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár