Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þrír menn fylltu bensínbrúsa á Skeljungi og skömmu seinna var kveikt í þremur bifreiðum

Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hand­tók tvo menn á sjötta tím­an­um í morg­un vegna gruns um að hafa kveikt í þrem­ur bíl­um í Breið­holti. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar mættu þeir á Skelj­ung við Breið­holts­braut, fylltu tvo bens­ín­brúsa og skömmu seinna steig upp reykjar­mökk­ur.

Þrír menn fylltu bensínbrúsa á Skeljungi og skömmu seinna var kveikt í þremur bifreiðum
Sást víða í Breiðholti Lögregla og slökkvilið voru fljót á vettvang í morgun en þrjár bifreiðir gjöreyðilögðust í íkveikjunni.

Fylltu bensínbrúsa
Fylltu bensínbrúsa Vitni sem var staddur á bensínstöðinni segir þrjá menn hafa fyllt á tvo bensínbrúsa og skömmu síðar hafi sést reykjarmökkur yfir Breiðholtinu.

Tveir menn voru handteknir á sjötta tímanum í morgun grunaðir um að hafa kveikt í þremur bifreiðum í Breiðholti.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru þeir nú vistaðir í fangageymslu en heimildir Stundarinnar herma að mennirnir hafi verið þrír.

Samkvæmt sömu heimildum komu umræddir menn inn á bensínstöð Skeljungs við Breiðholtsbraut um klukkan sex í morgun, fylltu á tvo bensínbrúsa og skömmu síðar sást reykjarmökkur í nærliggjandi hverfi. Vitni segja þrjár bifreiðir hafa gjöreyðilagst í íkveikjunni en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um málið hjá lögreglunni.

Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar af íbúa í Breiðholti sem hafði samband við Stundina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár