„Ég tók þátt til að taka stöðu með kynsystrum mínum sem eru skammaðar og smánaðar fyrir að ritskoða ekki nógu vel á sér líkamann áður en þær birta myndir af sér,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar sem birti mynd af brjósti sínu á Twitter í gær, með yfirskriftinni: „Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur #FreeTheNipple“.
Þar með tók hún þátt í brjóstabyltingu sem snýr að frelsun geirvörtunnar, eða kynfrelsi kvenna, en fjöldi íslenskra kvenna hafa birt myndir af sér á brjóstunum á Twitter í gær og í dag. Þá ákvað femínistafélag Verslunarskólans að hafa #FreeTheNipple dag í dag og MH, MR og femínistafélag Háskóla Íslands fylgdu í kjölfarið. Þá tóku berbrjósta nemendur Kvennaskólans sér stöðu fyrir utan Alþingishúsið í dag.
Björt segir að framtakið sé nátengt …
Athugasemdir