Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Mótmælaalda í Bandaríkjunum getur af sér goðsagnakennda fréttaljósmynd

„Svört líf skipta máli“ er yf­ir­skrift mót­mæla sem blás­ið hef­ur ver­ið til víða í Banda­ríkj­un­um und­an­farna daga og vik­ur.

Mótmælaalda í Bandaríkjunum getur af sér goðsagnakennda fréttaljósmynd
Leshia Evans. Mynd sem þykir táknræn fyrir yfirstandandi baráttu svartra fyrir réttlæti. Mynd: Reuters

Yfir 200 hafa verið handteknir í mótmælum sem sprottið hafa upp um gervöll Bandaríkin, þar sem ofbeldi lögreglunnar gegn svörtu fólki er andmælt. Hefur myllumerkið [e. hashtag] #blacklivesmatter, eða „svört líf skipta máli orðið gríðarlega áberandi á samfélagsmiðlum og er nú eins konar yfirskrift mótmælanna. Yfirvöld halda því fram að maðurinn sem myrti fimm lögregluþjóna í friðsömum mótmælum í Dallas í síðustu viku hafi haft uppi áform um sprengjuárásir.

Á sunnudaginn voru tugir mótmælenda handteknir í Baton Rouge í Louisiana fylki í Suðurríkjunum, en svartur maður, Alton Sterling, var tekinn af lífi af tveimur hvítum lögregluþjónum síðastliðinn fimmtudag. Myndbandsupptaka náðist þar sem sjá má lögreglumennina halda Sterling niðri og skjóta hann. Mikil spenna hefur verið undanfarin misseri á vegna ítrekaðra tilefnislausra drápa lögreglunnar á svörtu fólki og hervæðingar bandarísku lögreglunnar.

Ljósmynd sem tekin var við mótmælin í Baton Rouge sýnir unga konu í kjól standa yfirvegaða fyrir framan tvo lögregluþjóna sem nálgast hana í fullum herskrúða. Þegar Shaun King, fréttamaður New York Daily News deildi myndinni þóttu ein ummæli bera af:

Jami West: „Horfið á líkamsstöðuna. Hún er í jafnvægi, voldug, hnarreist og jarðtengd með báða fæturnar á jörðinni. Horfið á línuna sem verður til frá hvirflinum á höfði hennar niður í hælana. Eina verndin er hennar eigin persónulegi kraftur.

Akkúrat öfugt við lögregluþjónana, sem eru færanlegir, tímabundnir, verndaðir af öllum sínum útbúnaði sem verður fjarlægður þegar þeir ljúka sinni vakt. Þeim hefur verið þrýst aftur á hælana, misst allt jafnvægi og virðast vera að detta aftur fyrir sig, allt vegna kraftsins sem kemur frá henni.

Þetta er goðsagnarkennd mynd. Héðan í frá mun hún rata í sögu- og listabækurnar.

Ummælin.
Ummælin. Jami segir hug sinn.

Konan á myndinni heitir Leshia Evans og er hjúkrunarfræðingur. Var hún handtekinn og sat eina nótt í fangaklefa. Eftir að henni var sleppt þakkaði hún guði og sagðist ánægð að vera á lífi og ómeidd, og að enginn hefði látist í mómælunum.

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, varaði mótmælendur við því að stimpla alla lögregluþjóna sem andstæðinga svartra: „Ef við setjum lögregluna alla undir sama hatt án þess að viðurkenna að stærsti hluti lögregluþjóna er að vinna mjög gott starf, þá munum við missa stuðningsmenn okkar í baráttunni fyrir réttarbótum. Obama mun á þriðjudag ferðast til Dallas þar sem hann ávarpar minningarathöfn vegna atburða síðustu viku, og reynir að lægja ófriðaröldurnar sem brjóta nú á landinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mótmæli

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
6
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár