Hugmyndin um að sofa úti hefur ef til vill hljómað rómantísk í kollinum á mér þegar ég lagðist til hvílu. Ég hafði fundið mér góðan stað á milli tveggja trjáa þar sem ég klæddi mig í öll fötin mín, fór ofan í svefnpokann og horfið upp til himins, á stjörnurnar. Það er alltaf stjörnubjartara úti á landi heldur en í Reykjavík, vegna þess að þar er mun minni sjónmengun. Auk þess glitra stjörnurnar í mörgum mismunandi litum og ekki annað hægt en að dást að næturhimninum.
Þegar ég svaf undir berum himni í janúarkuldanum
Ísak Gabríel Regal yfirgaf borgina til að ferðast einn um Ísland, aðeins með lítinn bakpoka og það markmið að njóta þess að sjá og upplifa eitthvað nýtt.
Athugasemdir