Norðurál ehf., sem á álver Norðuráls á Grundartanga, skuldaði bandarísku móðurfélagi sínu rúmlega 90 milljarða króna í árslok í fyrra en hafði þá á síðustu fjórum árunum þar á undan greitt bandaríska fyrirtækinu afborganir og vexti upp á rúmlega 50 milljarða króna. Frá stofnun álversins á Grundartanga árið 2005 hefur fyrirtækið greitt tæpa 74 milljarða króna í fjármagnskostnað vegna lána sinna en á sama tíma nemur bókfærður hagnaður fyrirtækisins rúmlega 45 milljörðum.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
Svona sleppa álfyrirtækin við að borga skatta á Íslandi
Norðurál hefur greitt 74 milljarða í fjármagnskostnað, mest til eigin móðurfélags, á sama tíma og fyrirtækið hefur skilað bókfærðum hagnaði upp á 45 milljarða króna. Indriði Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, segir fyrirtækið nota „fléttu“ til að komast hjá skattgreiðslum á Íslandi. Öll álfyrirtækin þrjú beita ýmsum aðferðum til að eiga í sem mestum viðskiptum við móðurfélög sín og önnur tengd fyrirtæki. Álfyrirtækin segja að um eðlileg lán vegna fjárfestinga sé að ræða. Unnið er að breytingum á skattalögum í fjármálaráðuneytinu sem eiga að girða fyrir óeðlileg viðskipti tengdra fyrirtækja.
Athugasemdir