Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sunny Sweetness ákærð fyrir líflátshótun gegn framkvæmdastjóra barnaverndar

Sunna Guð­rún Eaton, sem vakti mikla at­hygli í upp­hafi árs, hef­ur ver­ið ákærð fyr­ir líf­láts­hót­un í garð fram­kvæmda­stjóra Barna­vernd­ar. Hún hef­ur auk þess ver­ið ákærð fyr­ir ærumeið­andi að­drótt­an­ir í henn­ar garð og held­ur fram al­var­leg­um að­drótt­un­um í ný­legu mynd­bandi.

Sunny Sweetness ákærð fyrir líflátshótun gegn framkvæmdastjóra barnaverndar
Sunny Sweetness Sunna Guðrún Eaton hefur verið ákærð af Ríkissaksóknara. Mynd: YouTube

Sunna Guðrún Eaton, sem vakti mikla athygli fyrr á þessu ári vegna myndbands þar sem hún gagnrýnir íslenska femínista, hefur verið ákærð af Ríkissaksóknara fyrir líflátshótanir í garð framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur, Halldóru Drafnar Gunnarsdóttur. Hún er ákærð fyrir brot gegn valdstjórn og ærumeiðandi aðdróttanir gegn Halldóru.

Myndband Sunnu, sem kallar sig Sunny Sweetness, „feminists in Iceland“ fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla í upphafi árs. Sunnar tjáir sig um Barnavernd Reykjavíkur ítrekað í nýlegum myndböndum og telur hún sig ofsótta af stofnuninni. Í þessu sama myndbandi ræðst hún á Halldóru Dröfn. Sunna kaus að tjá sig ekki málið þegar Stundin sóttist eftir viðbrögðum hennar.  

Hótaði að pynta starfsmanninn

Um er að ræða þrjú mismunandi atvik sem Sunna Guðrún er ákærð fyrir. Samkvæmt ákæru á Sunna að hafa hótað Halldóru ofbeldi og lífláti sumarið 2012 ef hún hefði afskipti af sínum málum. Í ákæru kemur fram að annar starfsmaður Barnaverndar var viðstaddur þegar sú hótun fór fram. Seinna atvikið var 8. febrúar árið 2013 en þá er Sunna sögð hafa hótað Halldóru ofbeldi og lífláti á ný í símtali við annan starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur. Sunna er sögð hafa lýst því yfir að Halldóra væri „erkióvinur sinn og fórnarlamb sitt og kvaðst ætla pynta Halldóru Dröfn þangað til hún deyi.“ Þriðja atvikið var svo 12. apríl árið 2013 en samkvæmt ákæru sendi Sunna tvö sms skeyti á Halldóru úr farsímanúmeri sínu þann dag. Samkvæmt ákæru var efni skeytanna stutt: „Barnaræningi“ annars vegar og „Skítamella“ hins vegar.

Fékk kvíðahnút að sjá bréf frá Reykjavíkurborg

Þann 28. apríl birti Sunna Guðrún myndband á Youtube sem ber heitið „Child protective services in Reykjavik“, þar sem hún bæði gagnrýnir Barnavernd Reykjavíkur og segir sína hlið á málinu. „Ég var alltaf svo hrædd við að fara í póstkassann minn og sjá bréf frá Reykjavíkurborg. Ég þekki margar mæður sem eru hræddar við að fara í póstkassann sinn því þær eru hræddar um að einhver hafi tilkynnt þær til Barnaverndar. Ég skal segja ykkur það, í Skandinavíu tilkynnir fólk mann ef maður segir haltu kjafti eða hækkar róminn við barnið,“ segir Sunna meðal annars í myndbandinu.

„... í Skandinavíu tilkynnir fólk mann ef maður segir haltu kjafti eða hækkar róminn við barnið“

Hún segist alltaf hafa áhyggjur af því að lenda upp á kant við einhvern myndi viðkomandi tilkynna sig til Barnaverndar. „Ég hlakka til að fara í póstkassann minn til að sjá hvaða hálfviti hefur tilkynnt mig vegna einhvers. Það er fokking gaman. Ég verð spennt. Ég fæ ekki lengur kvíðahnút í magann þegar ég sé bréf frá Reykjavíkurborg. Ég vil sjá núna hvað fólk er að segja um mig. Ég hef ekkert að gera svo það veitir mér spennu,“ segir Sunna síðar í sama myndbandi.

Lýsir atvikinu

Um mitt myndband lýsir Sunna raunar hennar hlið á málinu sem hún hefur nú verið ákærð fyrir. „Þau tóku börn vegna þess að ég fékk flog og var í uppnámi. Ég braut eitthvað og öskraði. Þau létu handtaka mig, fyrsta skipti sem ég hef verið handtekin og sett í fangaklefa í nokkra klukkutíma. Þegar ég kom út höfðu þeir farið í leikskólann og tekið börnin,“ segir Sunna. Því næst ræðst hún á Halldóru Dröfn, framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur, og birtir mynd af henni. Hún segir Halldóru Dröfn stýra glæpasamtökum sem kalli sig Barnavernd Reykjavíkur.

Viðurkennir sök í Youtube-myndbandi

 „Á Íslandi, ef þú sýnir einhvers konar ósamvinnuþýði eða tilfinningar vegna þess sem Barnavernd geri manni, ef maður sýnir þeim reiði þá segja þeir að maður sé ekki í tilfinningalegu jafnvægi,“ segir Sunna. Hún dregur því næst upp bréf frá Ríkissaksóknara og ræðir ákæruna. „Ég hef sagt henni hvað mér finnst um hennar illvirki, ég hef ekkert gott um hana að segja [...] Ég kannast ekki við að hafa hótað henni, en ég veit að ég hef sagt henni hvað mér finnst um hana,“ segir Sunna. Hún stendur við orð sín um að hún telur Halldóru vera „barnaræninga“ en kannast ekki við að hafa skrifað „skítamella“ í sms-skeyti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár