Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Stundin birtir hagsmunaskráningu ritstjóra

Rit­stjór­ar Stund­ar­inn­ar greina frá hags­mun­um sín­um með sama hætti og al­þing­is­menn. Til­gang­ur­inn er að upp­lýsa um öll mögu­leg form­leg tengsl við hags­muna­öfl í stjórn­mál­um eða við­skipt­um.

Stundin birtir hagsmunaskráningu ritstjóra

Stundin birtir héðan í frá skrá yfir hagsmunatengsl ritstjóra miðilsins opinberlega. Ákvörðun um birtingu hagsmunaskráningar er tekin til að auka gagnsæi í störfum miðilsins. Stundin er fyrsti fjölmiðillinn hérlendis til þess að láta ritstjóra undirgangast sömu reglur og alþingismenn í skráningu hagsmuna.

Hagsmunaskráningin er birt á slóðinni http://stundin.is/stundin/hagsmunaskraning/

Ákvörðun um skráningu hagsmuna á sér stoð í samþykktum útgáfufélagsins Stundarinnar. Þar segir: „Stjórn er skylt að setja reglur er kveður á um að stjórn félagsins og ritstjórn sé skylt að skrá opinberlega á heimasíðu félagsins hagsmuni sína, meðal annars störf fyrir hagsmunasamtök, stjórnmálaflokka, lánafyrirgreiðslur vegna hlutafjárkaupa og eignir í hlutabréfum.“

Reglurnar gilda um núverandi og framtíðarritstjóra Stundarinnar. Núverandi ritstjórar Stundarinnar eru Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson.

Sú hagsmunaskráning sem Stundin styðst við er því sem næst samhljóða hagsmunaskráningu þingmanna, að viðbættum spurningum um störf fyrir stjórnmálaflokka. Þess ber að geta að hvorugur ritstjóra Stundarinnar hefur starfað fyrir stjórnmálaflokka.

Yfirtökuvarnir og ákvæði um valddreifingu

Einnig eru reglur í samþykktum Útgáfufélags Stundarinnar sem skylda hluthafa, sem eignast hefur meira en 33 prósent af hlutafé félagsins, til að upplýsa um uppruna lánsfjár að baki kaupum á hlutafé. Þá þarf samþykki meirihluta stjórnar til þess að einn aðili og aðilar honum fjárhagslega tengdir eignist meira en 10 prósent af hlutafé félagsins. Sérstakt samþykki stjórnar þarf til að einn aðili, að viðbættum aðilum honum fjárhagslega tengdum, fari með meira en 10 prósent atkvæðamagns á stjórnarfundum. Loks er valddreifingarákvæði í samþykktum félagsins um að enginn einn hluthafi geti farið með meira en 15 prósent atkvæðamagns á hluthafafundum, þrátt fyrir að eignarhlutur kunni að vera hærri.

Stundin er í eigu 16 aðila sem eiga allir undir 13 prósenta hlut. Hún var stofnuð fyrir tilstuðlan hópfjármögnunar í ársbyrjun 2015.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár