Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Stundin birtir hagsmunaskráningu ritstjóra

Rit­stjór­ar Stund­ar­inn­ar greina frá hags­mun­um sín­um með sama hætti og al­þing­is­menn. Til­gang­ur­inn er að upp­lýsa um öll mögu­leg form­leg tengsl við hags­muna­öfl í stjórn­mál­um eða við­skipt­um.

Stundin birtir hagsmunaskráningu ritstjóra

Stundin birtir héðan í frá skrá yfir hagsmunatengsl ritstjóra miðilsins opinberlega. Ákvörðun um birtingu hagsmunaskráningar er tekin til að auka gagnsæi í störfum miðilsins. Stundin er fyrsti fjölmiðillinn hérlendis til þess að láta ritstjóra undirgangast sömu reglur og alþingismenn í skráningu hagsmuna.

Hagsmunaskráningin er birt á slóðinni http://stundin.is/stundin/hagsmunaskraning/

Ákvörðun um skráningu hagsmuna á sér stoð í samþykktum útgáfufélagsins Stundarinnar. Þar segir: „Stjórn er skylt að setja reglur er kveður á um að stjórn félagsins og ritstjórn sé skylt að skrá opinberlega á heimasíðu félagsins hagsmuni sína, meðal annars störf fyrir hagsmunasamtök, stjórnmálaflokka, lánafyrirgreiðslur vegna hlutafjárkaupa og eignir í hlutabréfum.“

Reglurnar gilda um núverandi og framtíðarritstjóra Stundarinnar. Núverandi ritstjórar Stundarinnar eru Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson.

Sú hagsmunaskráning sem Stundin styðst við er því sem næst samhljóða hagsmunaskráningu þingmanna, að viðbættum spurningum um störf fyrir stjórnmálaflokka. Þess ber að geta að hvorugur ritstjóra Stundarinnar hefur starfað fyrir stjórnmálaflokka.

Yfirtökuvarnir og ákvæði um valddreifingu

Einnig eru reglur í samþykktum Útgáfufélags Stundarinnar sem skylda hluthafa, sem eignast hefur meira en 33 prósent af hlutafé félagsins, til að upplýsa um uppruna lánsfjár að baki kaupum á hlutafé. Þá þarf samþykki meirihluta stjórnar til þess að einn aðili og aðilar honum fjárhagslega tengdir eignist meira en 10 prósent af hlutafé félagsins. Sérstakt samþykki stjórnar þarf til að einn aðili, að viðbættum aðilum honum fjárhagslega tengdum, fari með meira en 10 prósent atkvæðamagns á stjórnarfundum. Loks er valddreifingarákvæði í samþykktum félagsins um að enginn einn hluthafi geti farið með meira en 15 prósent atkvæðamagns á hluthafafundum, þrátt fyrir að eignarhlutur kunni að vera hærri.

Stundin er í eigu 16 aðila sem eiga allir undir 13 prósenta hlut. Hún var stofnuð fyrir tilstuðlan hópfjármögnunar í ársbyrjun 2015.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
4
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár