Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stjórnarliðar styðja tillögu Sigríðar og benda á að ráðherra hafi verið ósammála dómnefndinni

Meiri­hluti stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Al­þing­is styð­ur til­lögu dóms­mála­ráð­herra um að víkja frá hæfn­ismati nefnd­ar við skip­un dóm­ara í Lands­rétt. „Eig­um við að leyfa Sjálf­stæð­is­flokkn­um og Við­reisn að stela dómsvald­inu?“ spyr stjórn­ar­and­stöðu­þing­mað­ur.

Stjórnarliðar styðja tillögu Sigríðar og benda á að ráðherra hafi verið ósammála dómnefndinni

Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis styður tillögu dómsmálaráðherra þess efnis að vikið verði frá mati nefndar um mat á umsækjendum um dómarastörf við skipun í Landsrétt.

Tillaga ráðherra felur í sér að fjórir umsækjendur af þeim fimmtán sem dómnefndin taldi hæfasta verða ekki skipaðir dómarar en aðrir fjórir umsækjendur verða skipaðir í þeirra stað.

Á meðal þeirra sem dómsmálaráðherra og meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vilja skipa þvert á mat dómnefndarinnar eru Jón Finnbjörnsson og Arnfríður Einarsdóttir.

Jón Finnbjörnsson lenti í 30. sæti á lista dómnefndarinnar, en hann er eiginmaður Erlu S. Árnadóttur sem var vinnuveitandi ráðherra til margra ára hjá lögmannsstofunni Lex. Arnfríður Einarsdóttir er eiginkona Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Brynjar er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og vinnur þannig náið með meirihluta nefndarinnar.

„Meiri hlutinn tekur fram að hann hefur fjallað um þær forsendur sem liggja að baki tillögu ráðherra um tilnefningar einstakra dómara í Landsrétt, þ.m.t. um að breyta út frá tillögu dómnefndar, og fellst á þær,“ segir í nefndaráliti meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem birtist á vef Alþingis nú á ellefta tímanum. Fulltrúar stjórnarmeirihlutans í nefndinni eru sjálfstæðismennirnir Birg­ir Ármanns­son, Njáll Trausti Friðberts­son, Vil­hjálm­ur Árna­son og Hildur Sverrisdóttir og Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar. Sagði Brynjar Níelsson sig frá málinu vegna fyrrnefndra tengsla. 

Í nefndarálitinu kemur fram að dómsmálaráðherra telji enga formgalla hafa verið á meðferð dómnefndar við mat á umsækjendum. Eftir að dómnefnd skilaði umsögn sinni til ráðherra hafi ráðherra sem veitingarvaldshafi þurft að meta tillögurnar sjálfstætt. „Fram kom að ráðherra hefði hins vegar verið að hluta til ósammála vægi dómnefndarinnar á einstaka matsþáttum, m.a. varðandi þætti er lúta að dómarareynslu, þ.e. stjórn þinghalds, samningu og ritun dóma og almenna starfshæfni,“ segir í álitinu. „Bendir ráðherra á að með því að gera ekki tilraun til þess að leggja tvo fyrrnefndu þættina til grundvallar heildarmati verði ekki annað ráðið en að reynsla dómara hafi ekki fengið það vægi sem tilefni er til og gert er ráð fyrir í reglum nr. 620/2010 um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti.“ 

„Eigum við að leyfa Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn að stela dómsvaldinu?“ 

Mikil reiði hefur blossað upp í netheimum og meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar vegna málsins. „Hvað er til ráða? Á að leyfa ráðherra að skapa vantraust gagnvart heilu nýju dómstigi með því að frekjast fram með órökstudda hentisemisskoðun sína? Eigum við að leyfa Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn að stela dómsvaldinu?“ skrifar Smári McCarthy, þingmaður Pírata, á Facebook en Píratar hafa hótað að leggja fram vantrauststillögu gegn dómsmálaráðherra. Þá skrifar Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar: „Tillaga dómsmálaráðherra að skipan dómara við nýjan Landsrétt er hneyksli. Breytingar hennar á tillögu dómnefndar um hæfustu umsækjendur er órökstudd og virðist byggð á huglægu mati. Framganga ráðherrans grefur undan trausti og er fúsk leyfi ég mér að segja. En stjórnarliðar ætla styðja fúskið.“

Í áliti meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis kemur fram að fyrir nefndinni hafi verið skiptar skoðanir um hvort ráðherra eigi að vera bundinn af umsögn dómnefnda. „Með því mundi dómnefnd í raun ráða hverjir verði skipaðir dómarar. Ef ráðherra væri undantekningarlaust skylt að fara eftir áliti dómnefndar væri ábyrgðin á skipun dómara hjá stjórnvaldi sem er ekki ábyrgt gagnvart þinginu en slík tilhögun hefur sums staðar þótt orka tvímælis,“ segir í álitinu. „Meiri hlutinn tekur fram að með þeirri tilhögun sem samþykkt var með lögum á Alþingi um að ráðherra sé óheimilt að skipa í dómaraembætti mann sem dómefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda, nema Alþingi samþykki tillögu ráðherra um heimild til að skipa í embættið annan nafngreindan umsækjenda sem fullnægir að mati dómnefndar skilyrðum laganna, er tekin skýr afstaða til þess að veitingarvaldið er hjá ráðherra en ekki hjá dómnefndinni. Til þess að tillaga ráðherra sem víkur frá niðurstöðu dómnefndar öðlist gildi þarf hún engu síður aðkomu annars handhafa ríkisvaldsins, í þessu tilviki löggjafarsamkomunnar.“

Fulltrúar meirihlutans í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fullyrða að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi litið til jafnréttissjónarmiða þegar hún setti tillögu sína fram. „Meiri hlutinn tekur fram að nái tillaga ráðherra fram að ganga hefur ekki áður verið sett á laggirnar jafn mikilvægt nýtt embætti með svo jöfnum kynjahlutföllum sem hér um ræðir.“ Eins og Stundin hefur áður greint frá hefur Sigríður lýst sig mótfallna því að litið sé sérstaklega til kynjasjónarmiða þegar skipað er í dómarastöður. Þann 7. febrúar síðastliðinn sagði hún að ekki yrðu gerðar ráðstafanir til að gefa slíkum sjónarmiðum vægi við hæfnismat og skipan í embætti dómara við Landsrétt. „Tel ég ekki til velfarnaðar fallið almennt að hugsa skipan í jafn mikilvæg embætti og dómarastörf eru með þeim hætti sem fyrirspyrjandi er að kalla eftir að mögulega sé gert, ef ég skil hann rétt, að litið sé sérstaklega til kynjasjónarmiða,“ sagði hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár