Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stjórnarliðar styðja tillögu Sigríðar og benda á að ráðherra hafi verið ósammála dómnefndinni

Meiri­hluti stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Al­þing­is styð­ur til­lögu dóms­mála­ráð­herra um að víkja frá hæfn­ismati nefnd­ar við skip­un dóm­ara í Lands­rétt. „Eig­um við að leyfa Sjálf­stæð­is­flokkn­um og Við­reisn að stela dómsvald­inu?“ spyr stjórn­ar­and­stöðu­þing­mað­ur.

Stjórnarliðar styðja tillögu Sigríðar og benda á að ráðherra hafi verið ósammála dómnefndinni

Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis styður tillögu dómsmálaráðherra þess efnis að vikið verði frá mati nefndar um mat á umsækjendum um dómarastörf við skipun í Landsrétt.

Tillaga ráðherra felur í sér að fjórir umsækjendur af þeim fimmtán sem dómnefndin taldi hæfasta verða ekki skipaðir dómarar en aðrir fjórir umsækjendur verða skipaðir í þeirra stað.

Á meðal þeirra sem dómsmálaráðherra og meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vilja skipa þvert á mat dómnefndarinnar eru Jón Finnbjörnsson og Arnfríður Einarsdóttir.

Jón Finnbjörnsson lenti í 30. sæti á lista dómnefndarinnar, en hann er eiginmaður Erlu S. Árnadóttur sem var vinnuveitandi ráðherra til margra ára hjá lögmannsstofunni Lex. Arnfríður Einarsdóttir er eiginkona Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Brynjar er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og vinnur þannig náið með meirihluta nefndarinnar.

„Meiri hlutinn tekur fram að hann hefur fjallað um þær forsendur sem liggja að baki tillögu ráðherra um tilnefningar einstakra dómara í Landsrétt, þ.m.t. um að breyta út frá tillögu dómnefndar, og fellst á þær,“ segir í nefndaráliti meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem birtist á vef Alþingis nú á ellefta tímanum. Fulltrúar stjórnarmeirihlutans í nefndinni eru sjálfstæðismennirnir Birg­ir Ármanns­son, Njáll Trausti Friðberts­son, Vil­hjálm­ur Árna­son og Hildur Sverrisdóttir og Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar. Sagði Brynjar Níelsson sig frá málinu vegna fyrrnefndra tengsla. 

Í nefndarálitinu kemur fram að dómsmálaráðherra telji enga formgalla hafa verið á meðferð dómnefndar við mat á umsækjendum. Eftir að dómnefnd skilaði umsögn sinni til ráðherra hafi ráðherra sem veitingarvaldshafi þurft að meta tillögurnar sjálfstætt. „Fram kom að ráðherra hefði hins vegar verið að hluta til ósammála vægi dómnefndarinnar á einstaka matsþáttum, m.a. varðandi þætti er lúta að dómarareynslu, þ.e. stjórn þinghalds, samningu og ritun dóma og almenna starfshæfni,“ segir í álitinu. „Bendir ráðherra á að með því að gera ekki tilraun til þess að leggja tvo fyrrnefndu þættina til grundvallar heildarmati verði ekki annað ráðið en að reynsla dómara hafi ekki fengið það vægi sem tilefni er til og gert er ráð fyrir í reglum nr. 620/2010 um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti.“ 

„Eigum við að leyfa Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn að stela dómsvaldinu?“ 

Mikil reiði hefur blossað upp í netheimum og meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar vegna málsins. „Hvað er til ráða? Á að leyfa ráðherra að skapa vantraust gagnvart heilu nýju dómstigi með því að frekjast fram með órökstudda hentisemisskoðun sína? Eigum við að leyfa Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn að stela dómsvaldinu?“ skrifar Smári McCarthy, þingmaður Pírata, á Facebook en Píratar hafa hótað að leggja fram vantrauststillögu gegn dómsmálaráðherra. Þá skrifar Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar: „Tillaga dómsmálaráðherra að skipan dómara við nýjan Landsrétt er hneyksli. Breytingar hennar á tillögu dómnefndar um hæfustu umsækjendur er órökstudd og virðist byggð á huglægu mati. Framganga ráðherrans grefur undan trausti og er fúsk leyfi ég mér að segja. En stjórnarliðar ætla styðja fúskið.“

Í áliti meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis kemur fram að fyrir nefndinni hafi verið skiptar skoðanir um hvort ráðherra eigi að vera bundinn af umsögn dómnefnda. „Með því mundi dómnefnd í raun ráða hverjir verði skipaðir dómarar. Ef ráðherra væri undantekningarlaust skylt að fara eftir áliti dómnefndar væri ábyrgðin á skipun dómara hjá stjórnvaldi sem er ekki ábyrgt gagnvart þinginu en slík tilhögun hefur sums staðar þótt orka tvímælis,“ segir í álitinu. „Meiri hlutinn tekur fram að með þeirri tilhögun sem samþykkt var með lögum á Alþingi um að ráðherra sé óheimilt að skipa í dómaraembætti mann sem dómefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda, nema Alþingi samþykki tillögu ráðherra um heimild til að skipa í embættið annan nafngreindan umsækjenda sem fullnægir að mati dómnefndar skilyrðum laganna, er tekin skýr afstaða til þess að veitingarvaldið er hjá ráðherra en ekki hjá dómnefndinni. Til þess að tillaga ráðherra sem víkur frá niðurstöðu dómnefndar öðlist gildi þarf hún engu síður aðkomu annars handhafa ríkisvaldsins, í þessu tilviki löggjafarsamkomunnar.“

Fulltrúar meirihlutans í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fullyrða að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi litið til jafnréttissjónarmiða þegar hún setti tillögu sína fram. „Meiri hlutinn tekur fram að nái tillaga ráðherra fram að ganga hefur ekki áður verið sett á laggirnar jafn mikilvægt nýtt embætti með svo jöfnum kynjahlutföllum sem hér um ræðir.“ Eins og Stundin hefur áður greint frá hefur Sigríður lýst sig mótfallna því að litið sé sérstaklega til kynjasjónarmiða þegar skipað er í dómarastöður. Þann 7. febrúar síðastliðinn sagði hún að ekki yrðu gerðar ráðstafanir til að gefa slíkum sjónarmiðum vægi við hæfnismat og skipan í embætti dómara við Landsrétt. „Tel ég ekki til velfarnaðar fallið almennt að hugsa skipan í jafn mikilvæg embætti og dómarastörf eru með þeim hætti sem fyrirspyrjandi er að kalla eftir að mögulega sé gert, ef ég skil hann rétt, að litið sé sérstaklega til kynjasjónarmiða,“ sagði hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár