Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Steinþór við mótmælendur: „Við erum að reyna að vanda okkur“

Tæp­lega hundrað manns mót­mæltu sölu Lands­bank­ans á hlut sín­um í Borg­un í morg­un. Mót­mæl­end­ur krefjast rann­sókn­ar.

Steinþór við mótmælendur: „Við erum að reyna að vanda okkur“

Tæplega hundrað manns mótmæltu sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun við Landsbankann í Austurstræti í hádeginu. Mótmælin fluttust fljótlega inn í bankann þar sem Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, ræddi við mótmælendur og tók við undirskriftalista og táknrænu uppsagnarbréfi. „Málið er það að við seljum á verði sem endurspeglar mikinn vöxt,“ sagði Steinþór. „Þannig við erum að taka framtíðarávinning inn í söluverðið.“

Þá fullyrti hann að bankinn hefði ekki orðið af neinum milljörðum í þessum viðskiptum. Þegar hann var inntur eftir því hvers vegna salan hefði farið fram á bakvið luktar dyr sagði Steinþór: „Málið er þetta, þeir nálgast okkur með stjórnendum og gera tilboð. Á sama tíma er Samkeppniseftirlitið að biðja okkur um að það sé bara einn banki, þeir vilja að við seljum. Þeir segja: Við erum ekki sátt við hvernig kortamarkaðurinn er og við segjum bara: Við skulum vinna með ykkur og breyta honum,“ sagði hann og benti fólki að fara inn á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins og skoða sáttina við Íslandsbanka þar sem þetta kæmir fram. „Við hugsuðum: Eigum við að fara með þetta í opið söluferli? Til þess að fara með þetta í opið söluferli þá hefðum við þurft að fá upplýsingar frá hverjum? Stjórnendunum. Stjórnendurnir vildu fá þetta sjálfir, hjá Borgun. Þannig við vorum í svolítið þröngri stöðu.“

Bankastjórinn
Bankastjórinn Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, ræddi við mótmælendur.

Að lokum þakkaði Steinþór mótmælendum fyrir að koma og tala hreint og beint við sig um þetta mál. „Við höfum sagt það að við erum að reyna að vanda okkur og ég minni á að Landsbankinn er búinn að borga yfir fimmtíu milljarða í arðgreiðslur. Landsbankinn stóð mjög illa fyrir fimm, sex árum og við munum gera okkar besta í að bregðast við gagnrýni eins og hér frá ykkur í dag.“

„Augljóst klúður“ segir forsætisráðherra

Forsaga málsins er sú að í nóvember á síðasta ári seldi Landsbankinn 31,2 prósenta eignarhlut í Borgun til Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf. á tæplega 2,2 milljarða króna. Ekkert formlegt söluferli fór fram áður en félagið var selt og gafst því öðrum ekki tækifæri til þess að bjóða í það. Kjarninn greindi síðar frá því að sterkar vísbendingar væru um að kaupverðið hafi verið of lágt. Steinþór hefur haldið því fram, og gerir enn, að bankinn hafi verið undir þrýstingi frá Samkeppniseftirlitinu um að selja hlut sinn í Borgun. Í yfirlýsingu frá Samkeppniseftirlitinu segir hins vegar bankanum hafi ekki verið sett nein tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi fyrirkomulag á sölu eignarhluta. Sala Landsbankans á hlutum sínum í Borgun og Valitor og tilhögun hennar hafi því alfarið verið á forræði og á ábyrgð Landsbankans. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur sagt sölu Landsbankans á eignarhlut sínum í Borgun „augljóst klúður“ og þá segir hann eðlileg að þingið fylgi málinu á eftir. 

Mótmælendur
Mótmælendur Kristján H. Gíslason, Hallgrímur Eggert Vébjörnsson og Þórgunnur Guðfinnsdóttir mótmæltu við Landsbankann í hádeginu.

Vilja rannsóknarnefnd

Stundin ræddi við nokkra mótmælendur á svæðinu. „Við erum gjörsamlega búin að fá upp í kok á því hvernig er komið fram við okkur endalaust. Við erum að fara aftur í þessa hringekju að allt fari hérna á hausinn og selt á útsölu. Svo eru alltaf börnin okkar látin borga,“ segir Þórgunnur Guðfinnsdóttir.

„Þegar við horfum endalaust upp á það að sömu vildarvinirnir, sömu flokksgæðingarnir, valsa um og ræna öllu og stela úr sameiginlegum auðlindum og eignum. Þeir valsa um rænandi og ruplandi og þeir komast upp með þetta eins og ekkert sé,“ segir Hallgrímur Eggert Vébjörnsson.

„Þetta er orðið svo augljóst“

„Þetta er orðið svo augljóst,“ skýtur Þórgunnur inn í . „Þetta eru nokkrir hausar sem eru að eignast allt. Það er bara verið að valta yfir okkur enn og aftur. Núna verðum við að koma saman og mótmæla, eins og við gerðum í búsáhaldabyltingunni.“

„Það voru ekki farnar í neinar endurbætur á kerfinu og þess vegna er þetta allt að gerast aftur, nákvæmlega eins, átta árum seinna,“ segir Kristján H. Gíslason. 

Hvað mynduð þið vilja að gerist í kjölfarið? „Það þarf að hreinsa út og rannsaka,“ segir Þórgunnur. „Ég vil fá rannsóknanefnd á slitastjórnirnar og allt sem er búið að gerast síðan hrunið varð. Það er ekkert annað sem dugar,“ segir Kristján. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár