Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Steinþór við mótmælendur: „Við erum að reyna að vanda okkur“

Tæp­lega hundrað manns mót­mæltu sölu Lands­bank­ans á hlut sín­um í Borg­un í morg­un. Mót­mæl­end­ur krefjast rann­sókn­ar.

Steinþór við mótmælendur: „Við erum að reyna að vanda okkur“

Tæplega hundrað manns mótmæltu sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun við Landsbankann í Austurstræti í hádeginu. Mótmælin fluttust fljótlega inn í bankann þar sem Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, ræddi við mótmælendur og tók við undirskriftalista og táknrænu uppsagnarbréfi. „Málið er það að við seljum á verði sem endurspeglar mikinn vöxt,“ sagði Steinþór. „Þannig við erum að taka framtíðarávinning inn í söluverðið.“

Þá fullyrti hann að bankinn hefði ekki orðið af neinum milljörðum í þessum viðskiptum. Þegar hann var inntur eftir því hvers vegna salan hefði farið fram á bakvið luktar dyr sagði Steinþór: „Málið er þetta, þeir nálgast okkur með stjórnendum og gera tilboð. Á sama tíma er Samkeppniseftirlitið að biðja okkur um að það sé bara einn banki, þeir vilja að við seljum. Þeir segja: Við erum ekki sátt við hvernig kortamarkaðurinn er og við segjum bara: Við skulum vinna með ykkur og breyta honum,“ sagði hann og benti fólki að fara inn á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins og skoða sáttina við Íslandsbanka þar sem þetta kæmir fram. „Við hugsuðum: Eigum við að fara með þetta í opið söluferli? Til þess að fara með þetta í opið söluferli þá hefðum við þurft að fá upplýsingar frá hverjum? Stjórnendunum. Stjórnendurnir vildu fá þetta sjálfir, hjá Borgun. Þannig við vorum í svolítið þröngri stöðu.“

Bankastjórinn
Bankastjórinn Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, ræddi við mótmælendur.

Að lokum þakkaði Steinþór mótmælendum fyrir að koma og tala hreint og beint við sig um þetta mál. „Við höfum sagt það að við erum að reyna að vanda okkur og ég minni á að Landsbankinn er búinn að borga yfir fimmtíu milljarða í arðgreiðslur. Landsbankinn stóð mjög illa fyrir fimm, sex árum og við munum gera okkar besta í að bregðast við gagnrýni eins og hér frá ykkur í dag.“

„Augljóst klúður“ segir forsætisráðherra

Forsaga málsins er sú að í nóvember á síðasta ári seldi Landsbankinn 31,2 prósenta eignarhlut í Borgun til Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf. á tæplega 2,2 milljarða króna. Ekkert formlegt söluferli fór fram áður en félagið var selt og gafst því öðrum ekki tækifæri til þess að bjóða í það. Kjarninn greindi síðar frá því að sterkar vísbendingar væru um að kaupverðið hafi verið of lágt. Steinþór hefur haldið því fram, og gerir enn, að bankinn hafi verið undir þrýstingi frá Samkeppniseftirlitinu um að selja hlut sinn í Borgun. Í yfirlýsingu frá Samkeppniseftirlitinu segir hins vegar bankanum hafi ekki verið sett nein tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi fyrirkomulag á sölu eignarhluta. Sala Landsbankans á hlutum sínum í Borgun og Valitor og tilhögun hennar hafi því alfarið verið á forræði og á ábyrgð Landsbankans. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur sagt sölu Landsbankans á eignarhlut sínum í Borgun „augljóst klúður“ og þá segir hann eðlileg að þingið fylgi málinu á eftir. 

Mótmælendur
Mótmælendur Kristján H. Gíslason, Hallgrímur Eggert Vébjörnsson og Þórgunnur Guðfinnsdóttir mótmæltu við Landsbankann í hádeginu.

Vilja rannsóknarnefnd

Stundin ræddi við nokkra mótmælendur á svæðinu. „Við erum gjörsamlega búin að fá upp í kok á því hvernig er komið fram við okkur endalaust. Við erum að fara aftur í þessa hringekju að allt fari hérna á hausinn og selt á útsölu. Svo eru alltaf börnin okkar látin borga,“ segir Þórgunnur Guðfinnsdóttir.

„Þegar við horfum endalaust upp á það að sömu vildarvinirnir, sömu flokksgæðingarnir, valsa um og ræna öllu og stela úr sameiginlegum auðlindum og eignum. Þeir valsa um rænandi og ruplandi og þeir komast upp með þetta eins og ekkert sé,“ segir Hallgrímur Eggert Vébjörnsson.

„Þetta er orðið svo augljóst“

„Þetta er orðið svo augljóst,“ skýtur Þórgunnur inn í . „Þetta eru nokkrir hausar sem eru að eignast allt. Það er bara verið að valta yfir okkur enn og aftur. Núna verðum við að koma saman og mótmæla, eins og við gerðum í búsáhaldabyltingunni.“

„Það voru ekki farnar í neinar endurbætur á kerfinu og þess vegna er þetta allt að gerast aftur, nákvæmlega eins, átta árum seinna,“ segir Kristján H. Gíslason. 

Hvað mynduð þið vilja að gerist í kjölfarið? „Það þarf að hreinsa út og rannsaka,“ segir Þórgunnur. „Ég vil fá rannsóknanefnd á slitastjórnirnar og allt sem er búið að gerast síðan hrunið varð. Það er ekkert annað sem dugar,“ segir Kristján. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár