Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stefnir í klofning Samfylkingarinnar í Kópavogi

Kristján Guð­munds­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri Kópa­vogs og áhrifa­mað­ur í Sam­fylk­ing­unni þar, seg­ir að það stefni í klofn­ing flokks­ins vegna um­deilda áforma um að bæj­ar­skrif­stof­urn­ar flytji í Norð­urt­urn Smáralind­ar. Ása Rich­ards­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi flokks­ins, neit­ar að gefa upp af­stöðu sína til máls­ins.

Stefnir í klofning Samfylkingarinnar í Kópavogi
Bæjarfulltrúi Ása Richardsóttir neitar að gefa upp afstöðu sína til flutnings bæjarskrifstofna. Mynd: Arnaldur

Það stefnir í að Samfylkingin í Kópavogi klofni og fjöldi félaga segi sig úr flokknum vegna mjög umdeildrar tillögu um flutning bæjarskrifstofu. Þetta kemur fram í máli Kristjáns Guðmundssonar, fyrrverandi bæjarstjóra Kópavogs og áhrifamann í Samfylkingunni í Kópavogi. Að hans sögn sauð upp úr á almennum íbúafundi sem haldinn var um húsnæði stjórnsýslu Kópavogs síðastliðinn þriðjudag. Kristján segir að samfylkingarfólk óttist að Ása Richardsdóttir, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar, muni styðja áform bæjarstjórans um flutning bæjarskrifstofunnar. Ása neitaði að gefa upp afstöðu sína til málsins þegar Stundin leitaði viðbragða hennar.

Fyrrverandi bæjarstjóri
Fyrrverandi bæjarstjóri Kristján Guðmundsson segir að fjöldi manns hafi hótað því að segja sig úr Samfylkingunni ef bæjarfulltrúar flokksins kjósi flutning bæjarskrifstofu.

Stundin hefur áður fjallað um þá ólgu sem er innan bæjarfélagsins vegna áforma um kaup á nýju húsnæði í Norðurturni við Smáralind. Á meðal eigenda Norðurturnsins er félagið Hjúpur, dótturfyrirtæki Byggingafélags Gunnars Þorlákssonar og Gylfa Ómars Héðinssonar (Bygg ehf.) sem var aðalverktaki turnsins. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, hefur barist hve harðast fyrir því að bæjarskrifstofurnar verði fluttar í turninn. Nokkur tengsl eru á milli hans og Bygg, félagið styrkti hann fjárhagslega í prófkjöri fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar og sonur Gylfa, Hörður Már Gylfason, keypti í sumar einbýlishús bæjarstjórans við Mánalind fyrir 75 milljónir króna.

Kosið verður um málið í bæjarstjórn næsta þriðjudag.

Óeining í flokkum

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
6
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár