Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Stefnir í klofning Samfylkingarinnar í Kópavogi

Kristján Guð­munds­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri Kópa­vogs og áhrifa­mað­ur í Sam­fylk­ing­unni þar, seg­ir að það stefni í klofn­ing flokks­ins vegna um­deilda áforma um að bæj­ar­skrif­stof­urn­ar flytji í Norð­urt­urn Smáralind­ar. Ása Rich­ards­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi flokks­ins, neit­ar að gefa upp af­stöðu sína til máls­ins.

Stefnir í klofning Samfylkingarinnar í Kópavogi
Bæjarfulltrúi Ása Richardsóttir neitar að gefa upp afstöðu sína til flutnings bæjarskrifstofna. Mynd: Arnaldur

Það stefnir í að Samfylkingin í Kópavogi klofni og fjöldi félaga segi sig úr flokknum vegna mjög umdeildrar tillögu um flutning bæjarskrifstofu. Þetta kemur fram í máli Kristjáns Guðmundssonar, fyrrverandi bæjarstjóra Kópavogs og áhrifamann í Samfylkingunni í Kópavogi. Að hans sögn sauð upp úr á almennum íbúafundi sem haldinn var um húsnæði stjórnsýslu Kópavogs síðastliðinn þriðjudag. Kristján segir að samfylkingarfólk óttist að Ása Richardsdóttir, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar, muni styðja áform bæjarstjórans um flutning bæjarskrifstofunnar. Ása neitaði að gefa upp afstöðu sína til málsins þegar Stundin leitaði viðbragða hennar.

Fyrrverandi bæjarstjóri
Fyrrverandi bæjarstjóri Kristján Guðmundsson segir að fjöldi manns hafi hótað því að segja sig úr Samfylkingunni ef bæjarfulltrúar flokksins kjósi flutning bæjarskrifstofu.

Stundin hefur áður fjallað um þá ólgu sem er innan bæjarfélagsins vegna áforma um kaup á nýju húsnæði í Norðurturni við Smáralind. Á meðal eigenda Norðurturnsins er félagið Hjúpur, dótturfyrirtæki Byggingafélags Gunnars Þorlákssonar og Gylfa Ómars Héðinssonar (Bygg ehf.) sem var aðalverktaki turnsins. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, hefur barist hve harðast fyrir því að bæjarskrifstofurnar verði fluttar í turninn. Nokkur tengsl eru á milli hans og Bygg, félagið styrkti hann fjárhagslega í prófkjöri fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar og sonur Gylfa, Hörður Már Gylfason, keypti í sumar einbýlishús bæjarstjórans við Mánalind fyrir 75 milljónir króna.

Kosið verður um málið í bæjarstjórn næsta þriðjudag.

Óeining í flokkum

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár