Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stefnir í klofning Samfylkingarinnar í Kópavogi

Kristján Guð­munds­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri Kópa­vogs og áhrifa­mað­ur í Sam­fylk­ing­unni þar, seg­ir að það stefni í klofn­ing flokks­ins vegna um­deilda áforma um að bæj­ar­skrif­stof­urn­ar flytji í Norð­urt­urn Smáralind­ar. Ása Rich­ards­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi flokks­ins, neit­ar að gefa upp af­stöðu sína til máls­ins.

Stefnir í klofning Samfylkingarinnar í Kópavogi
Bæjarfulltrúi Ása Richardsóttir neitar að gefa upp afstöðu sína til flutnings bæjarskrifstofna. Mynd: Arnaldur

Það stefnir í að Samfylkingin í Kópavogi klofni og fjöldi félaga segi sig úr flokknum vegna mjög umdeildrar tillögu um flutning bæjarskrifstofu. Þetta kemur fram í máli Kristjáns Guðmundssonar, fyrrverandi bæjarstjóra Kópavogs og áhrifamann í Samfylkingunni í Kópavogi. Að hans sögn sauð upp úr á almennum íbúafundi sem haldinn var um húsnæði stjórnsýslu Kópavogs síðastliðinn þriðjudag. Kristján segir að samfylkingarfólk óttist að Ása Richardsdóttir, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar, muni styðja áform bæjarstjórans um flutning bæjarskrifstofunnar. Ása neitaði að gefa upp afstöðu sína til málsins þegar Stundin leitaði viðbragða hennar.

Fyrrverandi bæjarstjóri
Fyrrverandi bæjarstjóri Kristján Guðmundsson segir að fjöldi manns hafi hótað því að segja sig úr Samfylkingunni ef bæjarfulltrúar flokksins kjósi flutning bæjarskrifstofu.

Stundin hefur áður fjallað um þá ólgu sem er innan bæjarfélagsins vegna áforma um kaup á nýju húsnæði í Norðurturni við Smáralind. Á meðal eigenda Norðurturnsins er félagið Hjúpur, dótturfyrirtæki Byggingafélags Gunnars Þorlákssonar og Gylfa Ómars Héðinssonar (Bygg ehf.) sem var aðalverktaki turnsins. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, hefur barist hve harðast fyrir því að bæjarskrifstofurnar verði fluttar í turninn. Nokkur tengsl eru á milli hans og Bygg, félagið styrkti hann fjárhagslega í prófkjöri fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar og sonur Gylfa, Hörður Már Gylfason, keypti í sumar einbýlishús bæjarstjórans við Mánalind fyrir 75 milljónir króna.

Kosið verður um málið í bæjarstjórn næsta þriðjudag.

Óeining í flokkum

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár