Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Spyr hvort komið hafi verið í veg fyrir hagsmunaárekstra ráðherra vegna samkomulags við aflandskrónueigendur

Björn Val­ur Gísla­son vara­formað­ur Vinstri grænna vill vita hvort Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra hafi spurt ráð­herra rík­is­stjórn­ar­inn­ar um hugs­an­leg fjár­hags­leg hags­muna­tengsl vegna sam­komu­lags við eig­end­ur af­l­andskróna og breyt­inga á regl­um um fjár­magns­flutn­inga.

Spyr hvort komið hafi verið í veg fyrir hagsmunaárekstra ráðherra vegna samkomulags við aflandskrónueigendur

Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, vill vita hvort Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi kallað eftir upplýsingum frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar um hugsanlega fjárhagslega hagsmuni þeirra og tengdra aðila vegna samkomulags við eigendur aflandskróna og breytinga á reglum um fjármagnsflutninga. 

Björn lagði fram fyrirspurn um málið á Alþingi í dag. Þar er spurt hvort einhverjir ráðherrar hafi upplýst innan ríkisstjórnar um fjárhagslega hagsmuni sína eða tengdra aðila vegna málsins og hvort forsætisráðherra telji ástæðu til að kalla eftir frekari upplýsingum um hugsanlega fjárhagslega hagsmuni samráðherra sinna.

Í greinargerð sem fylgir fyrirspurn Björns Vals er bent á að í ræðu um afnám gjaldeyrishafta á Alþingi þann 13. mars síðastliðinn sagði Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra að miklir hagsmunir væru í húfi við afnám haftanna. Um þau giltu innherjareglur og mikilvægt væri að allir markaðsaðilar sætu við sama borð.

„Sumir þeirra komu á vettvang stjórnmálanna,
og skömmu síðar í ráðherraembætti, beint úr störfum fyrir hagsmunaaðila“

„Í ríkisstjórninni eiga nú sæti nokkrir ráðherrar sem haft hafa mikil tengsl í atvinnu- og viðskiptalífinu. Sumir þeirra komu á vettvang stjórnmálanna, og skömmu síðar í ráðherraembætti, beint úr störfum fyrir hagsmunaaðila og aðrir rakleitt frá því að vera virkir aðilar og stjórnendur í fjármála- og viðskiptalífinu,“ skrifar Björn Valur.

„Nýlegar ráðstafanir í gjaldeyrismálum geta varðað miklu fyrir ýmsar greinar atvinnustarfsemi og viðskipta. Mikilvægt er að hafið sé yfir allan vafa að ráðherrar og aðilar þeim tengdir hafi ekki haft hagsmuni af slíkum ákvörðunum umfram almenning og þær kringumstæður sem að framan var lýst krefjast þess að um það sé spurt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár