Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Söguleg úrslit á Spáni: Felldu gömlu valdaflokkana

Ný fram­boð bylta spænsk­um stjórn­mál­um. Gömlu valda­flokk­arn­ir töp­uðu fylgi í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um á Spáni. Vin­sæll að­gerðasinni næsti borg­ar­stjóri í Barcelona.

Söguleg úrslit á Spáni: Felldu gömlu valdaflokkana
Vinsæll aðgerðasinni Ada Colau, næsti borgarstjóri Barcelona, hefur margoft verið í haldi lögreglu vegna mótmæla. Mynd: AFP

Spænski lýðflokkurinn og sósíalistar töpuðu miklu fylgi í spænsku sveitarstjórnarkosningunum um helgina en flokkarnir tveir hafa ráðið ríkjum á Spáni áratugum saman. Svo virðist sem framboð, sem studd eru af nýju fjöldahreyfingunni Podemos, nái völdum í tveimur stærstu borgum landsins, Madrid og Barcelona.

Stærsti sigurvegarinn er án efa Ada Colau, næsti borgarstjóri Barcelona og vinsæll aðgerðasinni á Spáni, sem hefur helgað sig baráttunni gegn fátækt. Árið 2013 fór hún til að mynda fyrir hópi sem lagði undir sig spænskan banka sem gekk að veði spænskra heimila vegna vanskila. Mynd af Colau þar sem hún er dregin í burtu af óeirðalögreglunni hefur verið vinsæl á samskiptavefnum Twitter um helgina en Colau hefur margoft verið í haldi lögreglu vegna mótmæla. Sjálf var hún nærri því borin út af eigin heimili fyrir nokkrum árum. „Stjórnmálamennirnir okkar forgangsröðuðu og björguðu spænskum bönkum fremur en spænskum borgurum,“ sagði hún nýlega í viðtali við NPR. Colau leggur áherslu á beint lýðræði, endalok útburðar, hún vill byggja fleiri félagsleg húsnæði í borginni og jafna lífsgæði.  

„Stjórnmálamennirnir okkar forgangsröðuðu og björguðu spænskum bönkum fremur en spænskum borgurum.“

Hertogynja eða kommúnisti?

Flokkur Colau, Barcelona en Comú, naut stuðnings hreyfingarinnar Podemos-hreyfingarinnar sem þýðir „Við getum“ og er afsprengi mótmæla gegn ójöfnuði og spillingu á árunum 2011-2012. Kosningabandalagið Ahora Madrid í Madrid, höfuðborg Spánar, naut sömuleiðis atfylgis Podemos. Í Madrid verður ein tveggja kvenna borgarstjóri. Baráttan stendur á milli Esperönzu Aguirre, 63 ára hertogynju úr lýðflokknum, og Manuelu Carmena, 71 árs fyrrverandi hæstaréttardómara og kommúnista, sem bauð 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu