Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Söguleg úrslit á Spáni: Felldu gömlu valdaflokkana

Ný fram­boð bylta spænsk­um stjórn­mál­um. Gömlu valda­flokk­arn­ir töp­uðu fylgi í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um á Spáni. Vin­sæll að­gerðasinni næsti borg­ar­stjóri í Barcelona.

Söguleg úrslit á Spáni: Felldu gömlu valdaflokkana
Vinsæll aðgerðasinni Ada Colau, næsti borgarstjóri Barcelona, hefur margoft verið í haldi lögreglu vegna mótmæla. Mynd: AFP

Spænski lýðflokkurinn og sósíalistar töpuðu miklu fylgi í spænsku sveitarstjórnarkosningunum um helgina en flokkarnir tveir hafa ráðið ríkjum á Spáni áratugum saman. Svo virðist sem framboð, sem studd eru af nýju fjöldahreyfingunni Podemos, nái völdum í tveimur stærstu borgum landsins, Madrid og Barcelona.

Stærsti sigurvegarinn er án efa Ada Colau, næsti borgarstjóri Barcelona og vinsæll aðgerðasinni á Spáni, sem hefur helgað sig baráttunni gegn fátækt. Árið 2013 fór hún til að mynda fyrir hópi sem lagði undir sig spænskan banka sem gekk að veði spænskra heimila vegna vanskila. Mynd af Colau þar sem hún er dregin í burtu af óeirðalögreglunni hefur verið vinsæl á samskiptavefnum Twitter um helgina en Colau hefur margoft verið í haldi lögreglu vegna mótmæla. Sjálf var hún nærri því borin út af eigin heimili fyrir nokkrum árum. „Stjórnmálamennirnir okkar forgangsröðuðu og björguðu spænskum bönkum fremur en spænskum borgurum,“ sagði hún nýlega í viðtali við NPR. Colau leggur áherslu á beint lýðræði, endalok útburðar, hún vill byggja fleiri félagsleg húsnæði í borginni og jafna lífsgæði.  

„Stjórnmálamennirnir okkar forgangsröðuðu og björguðu spænskum bönkum fremur en spænskum borgurum.“

Hertogynja eða kommúnisti?

Flokkur Colau, Barcelona en Comú, naut stuðnings hreyfingarinnar Podemos-hreyfingarinnar sem þýðir „Við getum“ og er afsprengi mótmæla gegn ójöfnuði og spillingu á árunum 2011-2012. Kosningabandalagið Ahora Madrid í Madrid, höfuðborg Spánar, naut sömuleiðis atfylgis Podemos. Í Madrid verður ein tveggja kvenna borgarstjóri. Baráttan stendur á milli Esperönzu Aguirre, 63 ára hertogynju úr lýðflokknum, og Manuelu Carmena, 71 árs fyrrverandi hæstaréttardómara og kommúnista, sem bauð 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár