Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Söguleg úrslit á Spáni: Felldu gömlu valdaflokkana

Ný fram­boð bylta spænsk­um stjórn­mál­um. Gömlu valda­flokk­arn­ir töp­uðu fylgi í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um á Spáni. Vin­sæll að­gerðasinni næsti borg­ar­stjóri í Barcelona.

Söguleg úrslit á Spáni: Felldu gömlu valdaflokkana
Vinsæll aðgerðasinni Ada Colau, næsti borgarstjóri Barcelona, hefur margoft verið í haldi lögreglu vegna mótmæla. Mynd: AFP

Spænski lýðflokkurinn og sósíalistar töpuðu miklu fylgi í spænsku sveitarstjórnarkosningunum um helgina en flokkarnir tveir hafa ráðið ríkjum á Spáni áratugum saman. Svo virðist sem framboð, sem studd eru af nýju fjöldahreyfingunni Podemos, nái völdum í tveimur stærstu borgum landsins, Madrid og Barcelona.

Stærsti sigurvegarinn er án efa Ada Colau, næsti borgarstjóri Barcelona og vinsæll aðgerðasinni á Spáni, sem hefur helgað sig baráttunni gegn fátækt. Árið 2013 fór hún til að mynda fyrir hópi sem lagði undir sig spænskan banka sem gekk að veði spænskra heimila vegna vanskila. Mynd af Colau þar sem hún er dregin í burtu af óeirðalögreglunni hefur verið vinsæl á samskiptavefnum Twitter um helgina en Colau hefur margoft verið í haldi lögreglu vegna mótmæla. Sjálf var hún nærri því borin út af eigin heimili fyrir nokkrum árum. „Stjórnmálamennirnir okkar forgangsröðuðu og björguðu spænskum bönkum fremur en spænskum borgurum,“ sagði hún nýlega í viðtali við NPR. Colau leggur áherslu á beint lýðræði, endalok útburðar, hún vill byggja fleiri félagsleg húsnæði í borginni og jafna lífsgæði.  

„Stjórnmálamennirnir okkar forgangsröðuðu og björguðu spænskum bönkum fremur en spænskum borgurum.“

Hertogynja eða kommúnisti?

Flokkur Colau, Barcelona en Comú, naut stuðnings hreyfingarinnar Podemos-hreyfingarinnar sem þýðir „Við getum“ og er afsprengi mótmæla gegn ójöfnuði og spillingu á árunum 2011-2012. Kosningabandalagið Ahora Madrid í Madrid, höfuðborg Spánar, naut sömuleiðis atfylgis Podemos. Í Madrid verður ein tveggja kvenna borgarstjóri. Baráttan stendur á milli Esperönzu Aguirre, 63 ára hertogynju úr lýðflokknum, og Manuelu Carmena, 71 árs fyrrverandi hæstaréttardómara og kommúnista, sem bauð 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár