Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Söguleg úrslit á Spáni: Felldu gömlu valdaflokkana

Ný fram­boð bylta spænsk­um stjórn­mál­um. Gömlu valda­flokk­arn­ir töp­uðu fylgi í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um á Spáni. Vin­sæll að­gerðasinni næsti borg­ar­stjóri í Barcelona.

Söguleg úrslit á Spáni: Felldu gömlu valdaflokkana
Vinsæll aðgerðasinni Ada Colau, næsti borgarstjóri Barcelona, hefur margoft verið í haldi lögreglu vegna mótmæla. Mynd: AFP

Spænski lýðflokkurinn og sósíalistar töpuðu miklu fylgi í spænsku sveitarstjórnarkosningunum um helgina en flokkarnir tveir hafa ráðið ríkjum á Spáni áratugum saman. Svo virðist sem framboð, sem studd eru af nýju fjöldahreyfingunni Podemos, nái völdum í tveimur stærstu borgum landsins, Madrid og Barcelona.

Stærsti sigurvegarinn er án efa Ada Colau, næsti borgarstjóri Barcelona og vinsæll aðgerðasinni á Spáni, sem hefur helgað sig baráttunni gegn fátækt. Árið 2013 fór hún til að mynda fyrir hópi sem lagði undir sig spænskan banka sem gekk að veði spænskra heimila vegna vanskila. Mynd af Colau þar sem hún er dregin í burtu af óeirðalögreglunni hefur verið vinsæl á samskiptavefnum Twitter um helgina en Colau hefur margoft verið í haldi lögreglu vegna mótmæla. Sjálf var hún nærri því borin út af eigin heimili fyrir nokkrum árum. „Stjórnmálamennirnir okkar forgangsröðuðu og björguðu spænskum bönkum fremur en spænskum borgurum,“ sagði hún nýlega í viðtali við NPR. Colau leggur áherslu á beint lýðræði, endalok útburðar, hún vill byggja fleiri félagsleg húsnæði í borginni og jafna lífsgæði.  

„Stjórnmálamennirnir okkar forgangsröðuðu og björguðu spænskum bönkum fremur en spænskum borgurum.“

Hertogynja eða kommúnisti?

Flokkur Colau, Barcelona en Comú, naut stuðnings hreyfingarinnar Podemos-hreyfingarinnar sem þýðir „Við getum“ og er afsprengi mótmæla gegn ójöfnuði og spillingu á árunum 2011-2012. Kosningabandalagið Ahora Madrid í Madrid, höfuðborg Spánar, naut sömuleiðis atfylgis Podemos. Í Madrid verður ein tveggja kvenna borgarstjóri. Baráttan stendur á milli Esperönzu Aguirre, 63 ára hertogynju úr lýðflokknum, og Manuelu Carmena, 71 árs fyrrverandi hæstaréttardómara og kommúnista, sem bauð 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár