Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Skipstjóri Tasiilaq viðurkennir brot: „Við gerðum þetta í góðri trú“

Mál græn­lenska loðnu­veiði­skips­ins Tasiilaq er kom­ið í rann­sókn hjá Fiski­stofu en það frysti ólög­lega loðnu í ís­lenskri lög­sögu. Lög­sókn lík­leg. Tug­millj­ón­ir að veði.

Skipstjóri Tasiilaq viðurkennir brot: „Við gerðum þetta í góðri trú“

Sturla Einarsson, skipstjóri grænlenska uppsjávarveiðiskipsins Tasiilaq, viðurkennir í samtali við Stundina að frysting á 338 tonnum af loðnu hafi verið brot á lögum. Hann segist þó ekki hafa vitað að það væri lögbrot að vinna aflann við strendur Íslands. Eyþór Björnsson Fiskistofustjóri segir í samtali við Stundina í dag að málið hafi verið sett í ferli hjá stofnuninni. Aflinn, sem metinn er á 30-40 milljónir, er kominn hálfa leið til Japans.

„Þegar við byrjum loðnuveiðar hér í byrjun febrúar þá töldum við bara sjálfsagt að við höfðum leyfi til að frysta aflann um borð, reyna að hámarka verðmæti þessa litla kvóta sem við fengum úthlutað. Þar sem Færeyingar væru að frysta hérna, og Norðmenn hefðu leyfi til að frysta hérna meðan þeir áttu skip til að frysta. Sjáðu til, við vorum í góðri trú um að við mættum þetta því þetta er sameiginlegur stofn og við megum fiska þetta í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár