Sturla Einarsson, skipstjóri grænlenska uppsjávarveiðiskipsins Tasiilaq, viðurkennir í samtali við Stundina að frysting á 338 tonnum af loðnu hafi verið brot á lögum. Hann segist þó ekki hafa vitað að það væri lögbrot að vinna aflann við strendur Íslands. Eyþór Björnsson Fiskistofustjóri segir í samtali við Stundina í dag að málið hafi verið sett í ferli hjá stofnuninni. Aflinn, sem metinn er á 30-40 milljónir, er kominn hálfa leið til Japans.
„Þegar við byrjum loðnuveiðar hér í byrjun febrúar þá töldum við bara sjálfsagt að við höfðum leyfi til að frysta aflann um borð, reyna að hámarka verðmæti þessa litla kvóta sem við fengum úthlutað. Þar sem Færeyingar væru að frysta hérna, og Norðmenn hefðu leyfi til að frysta hérna meðan þeir áttu skip til að frysta. Sjáðu til, við vorum í góðri trú um að við mættum þetta því þetta er sameiginlegur stofn og við megum fiska þetta í …
Athugasemdir