Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Sjálfstæðismenn ritskoða Facebook-þráð

Pírat­ar gagn­rýndu sér­eigna­sparn­að í at­huga­semd­um en um­mæli þeirra voru fjar­lægð.

Sjálfstæðismenn ritskoða Facebook-þráð

Í Facebook-hópnum Pírataspjallið fyrr í dag sýndi Snæbjörn Brynjarsson hvernig óþægileg ummæli á Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins voru fjarlægð. Ritskoðuðu ummælin voru við færslu þar kynnt var hvernig ungt fólk geti nýtt sér séreignarsparnað til fasteignakaupa. „Núna máttu nýta séreignarsparnað þinn til fasteignakaupa og það skattfrjálst. Þetta hentar jafnt ungu fólki sem er að safna fyrir fyrstu íbúðinni og þeim sem vilja létta byrðarnar með því borga íbúðalánið sitt hraðar upp. Fjárfestu í framtíðinni, þinni framtíð,“ segir í færslu Sjálfstæðisflokksins. Raunar eru einu athugasemdirnar sem eftir sitja spurningar um hvers vegna færslur hafi verið fjarlægðar.

„Þætti gaman að vita hversu mikið þessi 3 ára aðgerð hentar ungu fólki? Hversu margir yngri en 32 ára eiga meira en einhverja þúsundkalla í séreigninni? Húsnæðismarkaðurinn (leigu og kaup) er í rugli og að reyna að telja ungu fólki að þetta sé einhverskonar lausn á því er fráleitt! Takið á vandamálinu,“ skrifaði Snæbjörn fyrr í dag.

Um einni mínútu síðar var þessi færsla fjarlægð. Af skjáskotum að dæma var Snæbjörn ekki sá eini sem hafði verið ritskoðaður. Borgarfulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, gagnrýndi þessa ritskoðun á Pírataþráðnum. „Mjög lélegt að standa í því að eyða málefnalegum ummælum. Ekki frelsissinnuð nálgun,“ skrifaði Halldór.

Fyrir
Fyrir

Eftir
Eftir

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár