Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Sjálfstæðismenn ritskoða Facebook-þráð

Pírat­ar gagn­rýndu sér­eigna­sparn­að í at­huga­semd­um en um­mæli þeirra voru fjar­lægð.

Sjálfstæðismenn ritskoða Facebook-þráð

Í Facebook-hópnum Pírataspjallið fyrr í dag sýndi Snæbjörn Brynjarsson hvernig óþægileg ummæli á Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins voru fjarlægð. Ritskoðuðu ummælin voru við færslu þar kynnt var hvernig ungt fólk geti nýtt sér séreignarsparnað til fasteignakaupa. „Núna máttu nýta séreignarsparnað þinn til fasteignakaupa og það skattfrjálst. Þetta hentar jafnt ungu fólki sem er að safna fyrir fyrstu íbúðinni og þeim sem vilja létta byrðarnar með því borga íbúðalánið sitt hraðar upp. Fjárfestu í framtíðinni, þinni framtíð,“ segir í færslu Sjálfstæðisflokksins. Raunar eru einu athugasemdirnar sem eftir sitja spurningar um hvers vegna færslur hafi verið fjarlægðar.

„Þætti gaman að vita hversu mikið þessi 3 ára aðgerð hentar ungu fólki? Hversu margir yngri en 32 ára eiga meira en einhverja þúsundkalla í séreigninni? Húsnæðismarkaðurinn (leigu og kaup) er í rugli og að reyna að telja ungu fólki að þetta sé einhverskonar lausn á því er fráleitt! Takið á vandamálinu,“ skrifaði Snæbjörn fyrr í dag.

Um einni mínútu síðar var þessi færsla fjarlægð. Af skjáskotum að dæma var Snæbjörn ekki sá eini sem hafði verið ritskoðaður. Borgarfulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, gagnrýndi þessa ritskoðun á Pírataþráðnum. „Mjög lélegt að standa í því að eyða málefnalegum ummælum. Ekki frelsissinnuð nálgun,“ skrifaði Halldór.

Fyrir
Fyrir

Eftir
Eftir

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
3
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár