Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, furðast að fólk sem lýsti yfir stuðningi við Charlie Hebdo sé reitt veitt vegna skopmyndar sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Þetta kemur fram í pistli sem hann birti á Pressunni í morgun.
„Fólkið sem hafði mikla þörf á að tjá ást sína á Charlie Hebdo er froðufellandi af reiði vegna skopmyndar í Mogganum í gær. Þetta er mikið til sama fólkið og er upptekið af friðhelgi einkalífsins og persónuvernd nema þegar kemur að fjármálum og tekjum annarra. Telur sig jafnvel styðja frelsi í atvinnu og viðskiptum ef undanskilið er áfengi og allt kynlífstengt,“ skrifar hann og bætir við: „Ég held að þetta fólk hafi litla ást á tjáningarfrelsi og öðrum borgarlegum réttindum nema þegar það hentar þeim sjálfum. Er þetta ekki sjálfselska frekar en ást á Charlie Hebdo?“
Þegar morð voru framin á ritstjórnarskrifstofu blaðsins Charlie Hebdo fyrr á árinu vaknaði fjörug umræða um tjáningarfrelsið og lýsti fjöldi fólks yfir eindregnum stuðningi við réttinn til tjáningar. Af pistli Brynjars að dæma finnst honum skjóta skökku við að sama fólk nýti tjáningarfrelsi sitt til að gagnrýna skopmyndateiknara Morgunblaðsins.
Athugasemdir