Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigmundur Davíð segir enn að vantraust sé „tilhlökkunarefni“

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son er hætt­ur sem for­sæt­is­ráð­herra. Hann mun mæta á þing til að verja rík­is­stjórn­ina van­trausti og seg­ir það til­hlökk­un­ar­efni, „eins hef­ur ver­ið hjá mér um nokk­urt skeið.“ Því næst ætl­ar hann í frí og ferð­ast um land­ið til að ræða við fólk.

Sigmundur Davíð segir enn að vantraust sé „tilhlökkunarefni“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson baðst lausnar sem forsætisráðherra, á fyrri ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem lauk rétt fyrir klukkan hálf fjögur í dag. 

Ég mun sjálfur byrja á því væntanlega sem næsta verkefni að mæta í þingið og verja þessa ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks vantrausti þar. Það er tilhlökkunarefni, eins hefur verið hjá mér um nokkurt skeið,“ sagði Sigmundur Davíð, sem gaf sér örskamman tíma til að ræða við blaðamenn eftir fundinn.

„Ég er ekki með neina sérstaka yfirlýsingu aðra en þá að ég tel það mikið fagnaðarefni að það sé að takast að koma saman, eða halda skulum við segja, ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks starfandi undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Hann er svo sannarlega hæfur maður í það starf. Það er gríðarlega mikilvægt að þessari ríkisstjórn takist að ljúka sem mestu af þeim stóru verkefnum sem eru enn í vinnslu. Ég er virkilega ánægður og stoltur af þeim verkum sem þessi ríkisstjórn hefur unnið til þessa. Hún þarf að gera ennþá meira og þess vegna treysti ég á að þetta góða fólk muni ná sem mestum árangri í því,“ sagði hann. 

Aðspurður hvort niðurstaðan væri pólitískt áfall fyrir hann sjálfan sagði Sigmundur: „Auðvitað hefði maður viljað fylgja þessum verkefnum eftir til enda, en aðalatriðið er að verkefnin klárist. Að menn fái svigrúm, fái frið til þess að klára þessi verkefni og gera það sem best. Þannig það var ekki æskilegt að ég færi að taka mína stöðu eða að ég endilega klári öll málin sem eru komin á góðan veg. Aðalatriðið er að við klárum þessi verkefni.“

Hann sagðist síðan vera á leið í frí, eftir að hann væri búinn að greiða atkvæði gegn vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi. „Í framhaldi af því ætla ég að fara í smá frí með konunni minni og barni, njóta þess að vera með þeim í rólegheitum. “

Í kjölfarið myndi hann fara um landið og ræða við fólk. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu