Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Mótmæli hafin: Sigmundur Davíð biður þingmenn að gæta að heiðri þjóðarinnar og Alþingis

Þing­menn kalla á eft­ir af­sögn for­sæt­is­ráð­herra og segja hann skaða hags­muni Ís­lands.

Mótmæli hafin: Sigmundur Davíð biður þingmenn að gæta að heiðri þjóðarinnar og Alþingis
Sigmundur Davíð á þingi rétt í þessu Sigmundur sat undir háværum og ítrekuðum áskorunum um afsögn. Mótmælendur safnast fyrir utan Alþingishúsið á sama tíma. Mynd: Kristinn Magnússon

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hlýddi á ákafar áskoranir þingmanna stjórnarandstöðunnar um að hann segði af sér á Alþingi fyrir skemmstu. Þegar óundirbúnum fyrirspurnum lauk yfirgaf forsætisráðherra þingsal, en búið er að taka önnur mál af dagskrá þingsins.

Sigmundur steig í pontu og svaraði því til, eins og hann gerði í viðtali við Stöð 2 fyrr í dag, að hann myndi ekki segja af sér. Hann bað þingmenn um að gæta að framgöngu sinni í umræðunum á Alþingi um aðkomu hans að félagi í skattaskjóli og viðtal við sænskan rannsóknarblaðamann, sem sýnt var í Kastljósinu, þar sem Sigmundur gekk út eftir að hafa verið staðinn að ósannindum. 

„Þegar heiður þjóðarinnar og þessarar stofnunar sem Alþingi er, er í húfi, þá hljótum við öll að reyna að gæta að framgöngu okkar,“ sagði Sigmundur. 

Hann sagði „alrangt“ að félag hans og eiginkonu hans, sem skráð er í skattaskjólinu Tortóla, hafi verið í skattaskjóli, þar sem greiddir hefðu verið skattar af félaginu. Hann sagði ýmis lönd hafa verið nefnd skattaskjól, þar á meðal Svíþjóð.

Hér má sjá beint streymi af mótmælunum á Austurvelli:

Kallað á afsögn

Mikill hiti er í þingmönnum minnihlutans á Alþingi í dag en þeir hófu þingfund í dag á því að kalla á eftir afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Þeir segja Sigmund Davíð hafa skaðað orðspor og hagsmuni Íslands og að hver mínúta sem hann situr í embætti sé „pínleg“. „Trúverðugleiki þjóðarinnar er undir,“ sagði Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar rétt í þessu.

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sagði það vonbrigði að Sigmundur Davíð hefði ekki þegar lýst því yfir að hann hyggðist segja af sér. Hún sagði Sigmund Davíð sýna þinginu, fólkinu sem kaus hann, flokknum sínum, blaðamönnum og hagsmunum þjóðarinnar slíka vanvirðu að ekki verði við það unað lengur að hann sitji lengur á ráðherrastóli. Alþingi geti ekki starfað áfram eins ekkert sé á meðan Sigmundur Davíð situr í sal Alþingis. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, segðu af þér!,“ kallaði hún að forsætisráðherra úr ræðustóli rétt í þessu. 

Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, sagði Íslendinga stadda í grafalvarlegi þjóðarkreppu. „Leyndaryggja hefur grafið um sig hjá hæstu ráðamönnum þjóðarinnar.“ 

Sigmundur á þingi
Sigmundur á þingi Forsætisráðherra bað um að þingmenn gættu að heiðri Alþingis.

Undra sig á þögn meirihlutans

Þingmenn minnihlutans lýstu einnig yfir undrun yfir því að þingmenn meirihlutans hefðu ekki tjáð sig um málið. „Er það í alvöru yfirveguð afstaða stjórnarmeirihlutans að þetta sé í lagi? Ætlið þið ekki að standa með þjóðinni?“ spurði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. 

Róbert Marshall lagði áherslu á að vantrauststillaga yrði borin upp svo fljótt sem verða má, svo hægt sé að fá skýringu á þeirri „þrúgandi þögn“ sem stafar af þingmönnum meirihlutans um þessa stöðu. 

„Ætla þingmenn að verja þessa hegðun og þetta ástand? Ætlum við að láta þetta viðgangast? Í alvörunni?“ spurði Helgi Hrafn Gunnarsson. 

Nokkrir þingmenn sögðu Sigmund Davíð skaða hagsmuni Ísland með áframhaldandi setu. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartar framtíðar, sagði hverja mínútu sem liði án þess að hann segi af sér pínlega. „Embættið er ekki hans. Ráðherrastóllinn er ekki hans,“ sagði hún. 

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, bað þingmenn að hugleiða aðstöðumuninn þegar Ísland er borið saman við Frakkland. Forseti Frakklands, Francois Hollande, hafi fagnað gagnalekanum, hrósað rannsóknarblaðamönnunum fyrir umfjöllun sína og sagst vona að upplýsingar verði nýttar í baráttunni gegn skattaskjólum.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár