Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Mótmæli hafin: Sigmundur Davíð biður þingmenn að gæta að heiðri þjóðarinnar og Alþingis

Þing­menn kalla á eft­ir af­sögn for­sæt­is­ráð­herra og segja hann skaða hags­muni Ís­lands.

Mótmæli hafin: Sigmundur Davíð biður þingmenn að gæta að heiðri þjóðarinnar og Alþingis
Sigmundur Davíð á þingi rétt í þessu Sigmundur sat undir háværum og ítrekuðum áskorunum um afsögn. Mótmælendur safnast fyrir utan Alþingishúsið á sama tíma. Mynd: Kristinn Magnússon

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hlýddi á ákafar áskoranir þingmanna stjórnarandstöðunnar um að hann segði af sér á Alþingi fyrir skemmstu. Þegar óundirbúnum fyrirspurnum lauk yfirgaf forsætisráðherra þingsal, en búið er að taka önnur mál af dagskrá þingsins.

Sigmundur steig í pontu og svaraði því til, eins og hann gerði í viðtali við Stöð 2 fyrr í dag, að hann myndi ekki segja af sér. Hann bað þingmenn um að gæta að framgöngu sinni í umræðunum á Alþingi um aðkomu hans að félagi í skattaskjóli og viðtal við sænskan rannsóknarblaðamann, sem sýnt var í Kastljósinu, þar sem Sigmundur gekk út eftir að hafa verið staðinn að ósannindum. 

„Þegar heiður þjóðarinnar og þessarar stofnunar sem Alþingi er, er í húfi, þá hljótum við öll að reyna að gæta að framgöngu okkar,“ sagði Sigmundur. 

Hann sagði „alrangt“ að félag hans og eiginkonu hans, sem skráð er í skattaskjólinu Tortóla, hafi verið í skattaskjóli, þar sem greiddir hefðu verið skattar af félaginu. Hann sagði ýmis lönd hafa verið nefnd skattaskjól, þar á meðal Svíþjóð.

Hér má sjá beint streymi af mótmælunum á Austurvelli:

Kallað á afsögn

Mikill hiti er í þingmönnum minnihlutans á Alþingi í dag en þeir hófu þingfund í dag á því að kalla á eftir afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Þeir segja Sigmund Davíð hafa skaðað orðspor og hagsmuni Íslands og að hver mínúta sem hann situr í embætti sé „pínleg“. „Trúverðugleiki þjóðarinnar er undir,“ sagði Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar rétt í þessu.

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sagði það vonbrigði að Sigmundur Davíð hefði ekki þegar lýst því yfir að hann hyggðist segja af sér. Hún sagði Sigmund Davíð sýna þinginu, fólkinu sem kaus hann, flokknum sínum, blaðamönnum og hagsmunum þjóðarinnar slíka vanvirðu að ekki verði við það unað lengur að hann sitji lengur á ráðherrastóli. Alþingi geti ekki starfað áfram eins ekkert sé á meðan Sigmundur Davíð situr í sal Alþingis. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, segðu af þér!,“ kallaði hún að forsætisráðherra úr ræðustóli rétt í þessu. 

Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, sagði Íslendinga stadda í grafalvarlegi þjóðarkreppu. „Leyndaryggja hefur grafið um sig hjá hæstu ráðamönnum þjóðarinnar.“ 

Sigmundur á þingi
Sigmundur á þingi Forsætisráðherra bað um að þingmenn gættu að heiðri Alþingis.

Undra sig á þögn meirihlutans

Þingmenn minnihlutans lýstu einnig yfir undrun yfir því að þingmenn meirihlutans hefðu ekki tjáð sig um málið. „Er það í alvöru yfirveguð afstaða stjórnarmeirihlutans að þetta sé í lagi? Ætlið þið ekki að standa með þjóðinni?“ spurði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. 

Róbert Marshall lagði áherslu á að vantrauststillaga yrði borin upp svo fljótt sem verða má, svo hægt sé að fá skýringu á þeirri „þrúgandi þögn“ sem stafar af þingmönnum meirihlutans um þessa stöðu. 

„Ætla þingmenn að verja þessa hegðun og þetta ástand? Ætlum við að láta þetta viðgangast? Í alvörunni?“ spurði Helgi Hrafn Gunnarsson. 

Nokkrir þingmenn sögðu Sigmund Davíð skaða hagsmuni Ísland með áframhaldandi setu. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartar framtíðar, sagði hverja mínútu sem liði án þess að hann segi af sér pínlega. „Embættið er ekki hans. Ráðherrastóllinn er ekki hans,“ sagði hún. 

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, bað þingmenn að hugleiða aðstöðumuninn þegar Ísland er borið saman við Frakkland. Forseti Frakklands, Francois Hollande, hafi fagnað gagnalekanum, hrósað rannsóknarblaðamönnunum fyrir umfjöllun sína og sagst vona að upplýsingar verði nýttar í baráttunni gegn skattaskjólum.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár