Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sérsveitin lokaði Bryggjuhverfinu: Leituðu að vopnuðum manni í Adidas-galla

Stór lög­reglu­að­gerð átti sér stað í Bryggju­hverf­inu í gær­kvöldi og stóð yf­ir í nokkra klukku­tíma. Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ásamt sér­sveit­inni lok­aði öll­um leið­um inn og úr úr hverf­inu. Íbúi sem til­kynnti um mál­ið var að lok­um hand­tek­inn.

Sérsveitin lokaði Bryggjuhverfinu: Leituðu að vopnuðum manni í Adidas-galla
Lokað fyrir umferð Lögreglan lokaði fyrir alla umferð á meðan leitað var í hverfinu. Mynd: Samsett mynd

Fjölmennt lið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ásamt sérsveitarmönnum frá Ríkislögreglustjóra lokuðu öllum leiðum inn og út úr Bryggjuhverfinu í Grafarvogi um klukkan tíu í gærkvöldi. Íbúi í hverfinu sem Stundin ræddi við segir að lögreglumenn hafi leitað að vopnuðum karlmanni í Adidas-galla.

„Ég get staðfest að lögregluaðgerð átti sér stað í Bryggjuhverfinu í gærkvöldi. Meira get ég ekki sagt en við munum gefa út fréttatilkynningu á eftir,“ segir Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Vopnaðir á vappi um hverfið

Umrætt vitni sagði lögregluaðgerðina hafa staðið í nokkrar klukkustundir. Lögreglan hafi verið búin að loka hverfinu um tíu-leitið í gærkvöldi og um klukkan tvö í nótt voru lögreglumenn enn á „vappi um svæðið“ eins og hann orðaði það. Þeir hafi verið vopnaðir og gráir fyrir járnum.

Stundin náði tali af stöðvarstjóranum Kristjáni Ólafi Guðnasyni en hann hefur umsjón með málinu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir rannsókn þess enn í gangi.

Þannig að þessu máli lauk ekki í gærkvöldi?

„Vonandi er þetta langt komið en það er ekki hægt að segja að þessu sé lokið,“ sagði Kristján Ólafur og bætti við að von væri á fréttatilkynningu frá lögreglunni innan tíðar.

Töluverður erill hjá lögreglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Rétt fyrir ellefu í gærkvöldi þá var tilkynnt um heimilisofbeldi og líkamsárás í austurbænum. Enginn handtekinn vegna málsins og litlir sem engir áverka á þolanda.

Þá var einnig rétt fyrir ellefu í gærkvöldi tilkynnt um mann í annarlegu ástandi  utan við hús í vesturbænum og var lögregla send á vettvang. Skömmu síðar var karlmaður handtekinn skammt frá vettvangi, en hann hafði þá reynt að kveikja í bifreið sem stóð við húsið en lögreglumönnum tókst að slökkva eldinn. Maðurinn hafði einnig í hótunum við íbúa í fleiri húsum og lét mjög ófriðlega. Hann vistaður í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins.

Þá var ökumaður stöðvaður rétt fyrir fjögur í nótt grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hann var laus að lokinni blóðtöku.

Uppfært: Tilkynning lögreglu kl. 12.08

Fjölmennt lið lögreglu leitaði að karlmanni í Bryggjuhverfinu í Reykjavík í gærkvöld, eftir að íbúi þar tilkynnti um alvarlegar hótanir sem honum höfðu borist símleiðis auk þess sem tilkynning barst skömmu síðar um mann í hverfinu vopnaðan hnífi. Tilkynningarnar voru metnar alvarlegar og viðbúnaður lögreglu í samræmi við það. Fólust aðgerðir meðal annars í því að lokað var tímabundið fyrir umferð á svæðinu meðan leit stóð yfir. Sérsveit ríkislögreglustjóra var  enn fremur kölluð á vettvang.

Aðgerð lögreglu stóð yfir í ríflega þrjár stundir og lauk með handtöku á manni á þrítugsaldri, en sá  tilkynnti upphaflega um mann með hníf. Tilkynnandinn var óvopnaður.

Hættuástandi var aflétt rétt ríflega eitt í gærkvöldi. Hinn handtekni bíður yfirheyrslu.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár