Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sérsveitin lokaði Bryggjuhverfinu: Leituðu að vopnuðum manni í Adidas-galla

Stór lög­reglu­að­gerð átti sér stað í Bryggju­hverf­inu í gær­kvöldi og stóð yf­ir í nokkra klukku­tíma. Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ásamt sér­sveit­inni lok­aði öll­um leið­um inn og úr úr hverf­inu. Íbúi sem til­kynnti um mál­ið var að lok­um hand­tek­inn.

Sérsveitin lokaði Bryggjuhverfinu: Leituðu að vopnuðum manni í Adidas-galla
Lokað fyrir umferð Lögreglan lokaði fyrir alla umferð á meðan leitað var í hverfinu. Mynd: Samsett mynd

Fjölmennt lið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ásamt sérsveitarmönnum frá Ríkislögreglustjóra lokuðu öllum leiðum inn og út úr Bryggjuhverfinu í Grafarvogi um klukkan tíu í gærkvöldi. Íbúi í hverfinu sem Stundin ræddi við segir að lögreglumenn hafi leitað að vopnuðum karlmanni í Adidas-galla.

„Ég get staðfest að lögregluaðgerð átti sér stað í Bryggjuhverfinu í gærkvöldi. Meira get ég ekki sagt en við munum gefa út fréttatilkynningu á eftir,“ segir Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Vopnaðir á vappi um hverfið

Umrætt vitni sagði lögregluaðgerðina hafa staðið í nokkrar klukkustundir. Lögreglan hafi verið búin að loka hverfinu um tíu-leitið í gærkvöldi og um klukkan tvö í nótt voru lögreglumenn enn á „vappi um svæðið“ eins og hann orðaði það. Þeir hafi verið vopnaðir og gráir fyrir járnum.

Stundin náði tali af stöðvarstjóranum Kristjáni Ólafi Guðnasyni en hann hefur umsjón með málinu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir rannsókn þess enn í gangi.

Þannig að þessu máli lauk ekki í gærkvöldi?

„Vonandi er þetta langt komið en það er ekki hægt að segja að þessu sé lokið,“ sagði Kristján Ólafur og bætti við að von væri á fréttatilkynningu frá lögreglunni innan tíðar.

Töluverður erill hjá lögreglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Rétt fyrir ellefu í gærkvöldi þá var tilkynnt um heimilisofbeldi og líkamsárás í austurbænum. Enginn handtekinn vegna málsins og litlir sem engir áverka á þolanda.

Þá var einnig rétt fyrir ellefu í gærkvöldi tilkynnt um mann í annarlegu ástandi  utan við hús í vesturbænum og var lögregla send á vettvang. Skömmu síðar var karlmaður handtekinn skammt frá vettvangi, en hann hafði þá reynt að kveikja í bifreið sem stóð við húsið en lögreglumönnum tókst að slökkva eldinn. Maðurinn hafði einnig í hótunum við íbúa í fleiri húsum og lét mjög ófriðlega. Hann vistaður í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins.

Þá var ökumaður stöðvaður rétt fyrir fjögur í nótt grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hann var laus að lokinni blóðtöku.

Uppfært: Tilkynning lögreglu kl. 12.08

Fjölmennt lið lögreglu leitaði að karlmanni í Bryggjuhverfinu í Reykjavík í gærkvöld, eftir að íbúi þar tilkynnti um alvarlegar hótanir sem honum höfðu borist símleiðis auk þess sem tilkynning barst skömmu síðar um mann í hverfinu vopnaðan hnífi. Tilkynningarnar voru metnar alvarlegar og viðbúnaður lögreglu í samræmi við það. Fólust aðgerðir meðal annars í því að lokað var tímabundið fyrir umferð á svæðinu meðan leit stóð yfir. Sérsveit ríkislögreglustjóra var  enn fremur kölluð á vettvang.

Aðgerð lögreglu stóð yfir í ríflega þrjár stundir og lauk með handtöku á manni á þrítugsaldri, en sá  tilkynnti upphaflega um mann með hníf. Tilkynnandinn var óvopnaður.

Hættuástandi var aflétt rétt ríflega eitt í gærkvöldi. Hinn handtekni bíður yfirheyrslu.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár