Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Sérstakur saksóknari ákærir fyrrum eiganda Rizzo Pizzeria

Bjarni Ás­geir Jóns­son hef­ur ver­ið ákærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara fyr­ir skila­svik en hon­um er gef­ið að sök að hafa skot­ið und­an eign­um við gjald­þrot. Hann rak og átti Rizzo Pizzer­ia þar til veit­inga­stað­ur­inn fór á haus­inn ár­ið 2013.

Sérstakur saksóknari ákærir fyrrum eiganda Rizzo Pizzeria

Bjarni Ásgeir Jónsson, fyrrum eigandi Rizzo Pizzeria, hefur verið ákærður af sérstökum saksóknara fyrir skilasvik. Samkvæmt ákæru er honum gefið að sök að hafa afsalað sér helmingseignarhlut í fasteign í Mosfellsbæ til eiginkonu sinnar 24. október árið 2013. Stuttu síðar, í janúar árið eftir var, bú Rizzo Pizzeria tekið til gjaldþrotaskipta. Í samtali við Stundina vildi Bjarni ekki tjá sig um málið. Rizzo Pizzeria rak nokkra veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu þar á meðal í Bæjarlind í Kópavogi, Hraunbæ og Grensásvegi. 

Fasteignin í Mosfellsbæ var metin á rétt tæplega 50 milljónir króna árið 2013 en áhvílandi veðskuld á afsalsdegi var ríflega 46 milljónir króna. Með þessum gjörningi er Bjarni Ásgeir sagður hafa skert rétt MP banka sem lánardrottins en bankinn átti kröfu á hendur Rizzo Pizzeria að fjárhæð 7.358.419 krónur sem tryggð var með sjálfskuldarábyrgð Bjarna. „Framangreindar ráðstafanir ákærða voru til þess fallnar að minnka verulega líkur á því að MP banki hf. gæti fullnustað kröfuna eða hluta hennar en með því skapaðist veruleg hætta á fjártjóni fyrir bankann,“ segir í ákæru. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 1. október næstkomandi.

Í ársreikningi Rizzo Pizzeria fyrir árið 2011 kemur fram að félagið hafi tapað um sjö milljónum króna það ár meðan skuldir félagsins námu ríflega 30 milljónum króna í lok árs. Ógreidd launatengd gjöld fyrirtækisins voru tæplega sex milljónir króna það sama ár. Gjaldþrotaskiptum lauk í júní í fyrra og fundust engar eignir upp í tæplega 80 milljón króna kröfur í þrotabúið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár