Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sérstakur saksóknari ákærir fyrrum eiganda Rizzo Pizzeria

Bjarni Ás­geir Jóns­son hef­ur ver­ið ákærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara fyr­ir skila­svik en hon­um er gef­ið að sök að hafa skot­ið und­an eign­um við gjald­þrot. Hann rak og átti Rizzo Pizzer­ia þar til veit­inga­stað­ur­inn fór á haus­inn ár­ið 2013.

Sérstakur saksóknari ákærir fyrrum eiganda Rizzo Pizzeria

Bjarni Ásgeir Jónsson, fyrrum eigandi Rizzo Pizzeria, hefur verið ákærður af sérstökum saksóknara fyrir skilasvik. Samkvæmt ákæru er honum gefið að sök að hafa afsalað sér helmingseignarhlut í fasteign í Mosfellsbæ til eiginkonu sinnar 24. október árið 2013. Stuttu síðar, í janúar árið eftir var, bú Rizzo Pizzeria tekið til gjaldþrotaskipta. Í samtali við Stundina vildi Bjarni ekki tjá sig um málið. Rizzo Pizzeria rak nokkra veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu þar á meðal í Bæjarlind í Kópavogi, Hraunbæ og Grensásvegi. 

Fasteignin í Mosfellsbæ var metin á rétt tæplega 50 milljónir króna árið 2013 en áhvílandi veðskuld á afsalsdegi var ríflega 46 milljónir króna. Með þessum gjörningi er Bjarni Ásgeir sagður hafa skert rétt MP banka sem lánardrottins en bankinn átti kröfu á hendur Rizzo Pizzeria að fjárhæð 7.358.419 krónur sem tryggð var með sjálfskuldarábyrgð Bjarna. „Framangreindar ráðstafanir ákærða voru til þess fallnar að minnka verulega líkur á því að MP banki hf. gæti fullnustað kröfuna eða hluta hennar en með því skapaðist veruleg hætta á fjártjóni fyrir bankann,“ segir í ákæru. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 1. október næstkomandi.

Í ársreikningi Rizzo Pizzeria fyrir árið 2011 kemur fram að félagið hafi tapað um sjö milljónum króna það ár meðan skuldir félagsins námu ríflega 30 milljónum króna í lok árs. Ógreidd launatengd gjöld fyrirtækisins voru tæplega sex milljónir króna það sama ár. Gjaldþrotaskiptum lauk í júní í fyrra og fundust engar eignir upp í tæplega 80 milljón króna kröfur í þrotabúið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
2
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár