Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sérstakur saksóknari ákærir fyrrum eiganda Rizzo Pizzeria

Bjarni Ás­geir Jóns­son hef­ur ver­ið ákærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara fyr­ir skila­svik en hon­um er gef­ið að sök að hafa skot­ið und­an eign­um við gjald­þrot. Hann rak og átti Rizzo Pizzer­ia þar til veit­inga­stað­ur­inn fór á haus­inn ár­ið 2013.

Sérstakur saksóknari ákærir fyrrum eiganda Rizzo Pizzeria

Bjarni Ásgeir Jónsson, fyrrum eigandi Rizzo Pizzeria, hefur verið ákærður af sérstökum saksóknara fyrir skilasvik. Samkvæmt ákæru er honum gefið að sök að hafa afsalað sér helmingseignarhlut í fasteign í Mosfellsbæ til eiginkonu sinnar 24. október árið 2013. Stuttu síðar, í janúar árið eftir var, bú Rizzo Pizzeria tekið til gjaldþrotaskipta. Í samtali við Stundina vildi Bjarni ekki tjá sig um málið. Rizzo Pizzeria rak nokkra veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu þar á meðal í Bæjarlind í Kópavogi, Hraunbæ og Grensásvegi. 

Fasteignin í Mosfellsbæ var metin á rétt tæplega 50 milljónir króna árið 2013 en áhvílandi veðskuld á afsalsdegi var ríflega 46 milljónir króna. Með þessum gjörningi er Bjarni Ásgeir sagður hafa skert rétt MP banka sem lánardrottins en bankinn átti kröfu á hendur Rizzo Pizzeria að fjárhæð 7.358.419 krónur sem tryggð var með sjálfskuldarábyrgð Bjarna. „Framangreindar ráðstafanir ákærða voru til þess fallnar að minnka verulega líkur á því að MP banki hf. gæti fullnustað kröfuna eða hluta hennar en með því skapaðist veruleg hætta á fjártjóni fyrir bankann,“ segir í ákæru. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 1. október næstkomandi.

Í ársreikningi Rizzo Pizzeria fyrir árið 2011 kemur fram að félagið hafi tapað um sjö milljónum króna það ár meðan skuldir félagsins námu ríflega 30 milljónum króna í lok árs. Ógreidd launatengd gjöld fyrirtækisins voru tæplega sex milljónir króna það sama ár. Gjaldþrotaskiptum lauk í júní í fyrra og fundust engar eignir upp í tæplega 80 milljón króna kröfur í þrotabúið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár