Sérstakur saksóknari ákærir fyrrum eiganda Rizzo Pizzeria

Bjarni Ás­geir Jóns­son hef­ur ver­ið ákærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara fyr­ir skila­svik en hon­um er gef­ið að sök að hafa skot­ið und­an eign­um við gjald­þrot. Hann rak og átti Rizzo Pizzer­ia þar til veit­inga­stað­ur­inn fór á haus­inn ár­ið 2013.

Sérstakur saksóknari ákærir fyrrum eiganda Rizzo Pizzeria

Bjarni Ásgeir Jónsson, fyrrum eigandi Rizzo Pizzeria, hefur verið ákærður af sérstökum saksóknara fyrir skilasvik. Samkvæmt ákæru er honum gefið að sök að hafa afsalað sér helmingseignarhlut í fasteign í Mosfellsbæ til eiginkonu sinnar 24. október árið 2013. Stuttu síðar, í janúar árið eftir var, bú Rizzo Pizzeria tekið til gjaldþrotaskipta. Í samtali við Stundina vildi Bjarni ekki tjá sig um málið. Rizzo Pizzeria rak nokkra veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu þar á meðal í Bæjarlind í Kópavogi, Hraunbæ og Grensásvegi. 

Fasteignin í Mosfellsbæ var metin á rétt tæplega 50 milljónir króna árið 2013 en áhvílandi veðskuld á afsalsdegi var ríflega 46 milljónir króna. Með þessum gjörningi er Bjarni Ásgeir sagður hafa skert rétt MP banka sem lánardrottins en bankinn átti kröfu á hendur Rizzo Pizzeria að fjárhæð 7.358.419 krónur sem tryggð var með sjálfskuldarábyrgð Bjarna. „Framangreindar ráðstafanir ákærða voru til þess fallnar að minnka verulega líkur á því að MP banki hf. gæti fullnustað kröfuna eða hluta hennar en með því skapaðist veruleg hætta á fjártjóni fyrir bankann,“ segir í ákæru. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 1. október næstkomandi.

Í ársreikningi Rizzo Pizzeria fyrir árið 2011 kemur fram að félagið hafi tapað um sjö milljónum króna það ár meðan skuldir félagsins námu ríflega 30 milljónum króna í lok árs. Ógreidd launatengd gjöld fyrirtækisins voru tæplega sex milljónir króna það sama ár. Gjaldþrotaskiptum lauk í júní í fyrra og fundust engar eignir upp í tæplega 80 milljón króna kröfur í þrotabúið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár